Hannes: Viðurkenni núna að ég var logandi hræddur um EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 10:15 Það mun mikið mæða á Hannesi Þór í Frakklandi. fréttablaðið/eyþór Ofanritaður var staddur í Leifsstöð þegar hann heyrði fyrst af meiðslum Hannesar Þórs Halldórssonar, aðalmarkvarðar íslenska landsliðsins. Ég var á leið til Konya í Tyrklandi til að fylgja liðinu eftir í síðasta leik þess í undankeppni EM 2016. Hannes hafði farið úr axlarlið og ljóst að hann yrði frá í marga mánuði. En farseðillinn til Frakklands var þegar tryggður og enn langt í keppni. „Hannes hefur allan veturinn til að jafna sig,“ hugsaði ég með mér og hafði vitanlega engar áhyggjur af því að hann myndi missa af merkingarlitlum leik gegn Tyrklandi. Hannes meiddist á æfingu daginn áður en liðið hélt út til Tyrklands. Æfingin var raunar búin og strákarnir voru að leika sér að því að skjóta á Hannes í markinu, eins og algengt er en grátlegt í ljósi aðstæðna. Fram undan var stærsta stund íslenskrar knattspyrnu, fyrsta þátttaka A-landsliðs karla í lokakeppni stórmóts og Hannes hafði gegnt lykilhlutverki í að koma liðinu til Frakklands. Ísland fékk aðeins sex mörk á sig í öllum tíu leikjum undankeppninnar og hélt Hannes íslenska markinu hreinu í alls sex leikjum. Sjá einnig: Hannes Þór fór úr axlarlið „Ég fór um leið að hugsa um EM,“ segir Hannes þegar ég spyr hann hvað hafi verið það fyrsta sem hann hugsaði um þegar hann lá meiddur í grasinu. Hann hafði meiri áhyggjur af meiðslunum en ég, þó svo að hann hafi borið sig vel frá fyrstu stundu. Þegar hann var táningur fór hann úr axlarlið á hinni öxlinni, þeirri vinstri, og gat því gert sér grein fyrir hvað hafði gerst og hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Hann var mörg ár að jafna sig almennilega á meiðslunum í fyrra skiptið. „Fyrsta hugsun var samt að kannski væri þetta ekki jafn slæmt og þetta getur orðið. Sumir koma til baka eftir svona lagað eftir bara nokkrar vikur. En svo kom hitt í ljós, eins og maður hefði getað sagt sér strax,“ segir Hannes mér.Hannes Þór Halldórsson fagnar í landsleik á móti Grikkjum.Vísir/AFPÓvissan hékk yfir mér Ég ræddi við markvörðinn á hóteli íslenska landsliðsins í Ósló, daginn fyrir æfingaleik okkar manna við Norðmenn þann 1. júní. Hannes fékk hvíld í leiknum eftir að hafa spilað mikið með norska úrvalsdeildarliðinu Bodö/Glimt síðustu vikurnar á undan. Það kom óvænt til að Hannes spilaði í Noregi því hann er á mála hjá NEC Nijmegen í Hollandi en missti sæti sitt þar til ástralska markvarðarins Brad Jones eftir að hann meiddist. Hann segir að það hafi aldrei verið ætlunin að fara aftur til Noregs, þar sem hann spilaði áður, en það hafi verið kærkomið til að koma sér aftur í form og vinna aftur sæti sitt í íslenska landsliðinu fyrir EM í Frakklandi. Hann gaf það alltaf út í viðtölum í vetur að hann væri bjartsýnn á góðan bata og að hann gæti byrjað að spila aftur löngu fyrir EM. En það sem ekki kom fram var að óvissan vegna meiðslanna var mjög mikil. Sjá einnig: Hannes: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér „Nú þegar allt þetta ferli er í baksýnisspeglinum get ég viðurkennt að ég var logandi hræddur um að EM væri farið hjá mér og þess vegna ferillinn líka,“ segir Hannes. „Þau skilaboð sem ég fékk frá læknunum eftir aðgerðina voru að þeir tjösluðu öxlinni saman eins vel og hægt er en svo yrði bara að sjá til hvernig hún myndi gróa. Það yrði engin leið að vita það fyrr en ég byrjaði að æfa á nýjan leik. Þessa óvissu var ég með á bak við eyrað alla mína fimm mánuði í endurhæfingu.“ Hann segir að axlarmeiðsli líkt og hann varð fyrir og ógnuðu ferli hans þegar hann var ungur að árum séu háalvarleg, sérstaklega fyrir markverði. „Það er fullt af fólki sem nær sér aldrei almennilega aftur og fer úr lið, aftur og aftur. Þetta var einfaldlega mjög tvísýnt.“Hannes Þór í búningi Nijmegen.Vísir/GettyÁminning um EM á hverjum degi Óhætt er að segja að Hannes hafi tekið á því í vetur. Til marks um það má gera ráð fyrir því að líkamlegt form hans hafi aldrei verið betra. Hann hafði ríka hvatningu. „Ég límdi mynd af troðfullum leikvangi í Frakklandi við útidyrahurðina heima hjá mér og Euro 2016 lógóið. Í hvert sinn sem ég fór út í endurhæfingu var ég minntur á þessa keppni og markmið mitt,“ segir Hannes sem fór að leita sér að nýju liði, tímabundið að minnsta kosti, þegar það fór að sjá fyrir endann á bataferlinu. Hann þurfti að fá að spila og það var ekki í boði hjá aðalliði Nijmegen. „Um tíma skoðaði ég alvarlega þann möguleika að spila á Íslandi í mánuð, bara til að fá einhverja leiki. Að finna svo lið í efstu deild á Norðurlöndunum var framar mínum vonum enda setti ég allt á fullt þegar Bodö/Glimt kom til sögunnar,“ segir hann.Vísir/GettyÓþægindafiðringur í maga Þetta kom þó allt saman fljótt upp og Hannes var aðeins búinn að æfa með aðalliði Nijmegen í eina viku þegar hann var skyndilega mættur til Noregs og fram undan var leikur í norsku úrvalsdeildinni. Áðurnefnd óvissa um batann hékk enn yfir honum og hættan á að meiðslin tækju sig upp var til staðar. Hannes lagði allt í sölurnar fyrir EM í Frakklandi. Líka atvinnumannsferilinn. „Ég viðurkenni að ég var með óþægindafiðring í maganum fyrir þennan leik. Deildin er erfið og liðið sem við mættum, Sogndal, mikið fyrirgjafalið,“ segir Hannes. „En ég var búinn að fá þau skilaboð að öxlin myndi halda ef hún gerði það á annað borð. Það væri allt búið að gróa nógu mikið. Liðið vildi þar að auki að ég myndi spila ef ég treysti mér til þess,“ segir Hannes sem tók einnig til greina afleiðingar þess að hvíla og horfa upp á annan markvörð eiga stórleik og hirða af honum byrjunarliðssætið. Sjá einnig: Hannes Þór hefur ekki spilað síðan í október en er í rugluðu formi „Ég var ekki mættur til Noregs til að sitja á bekknum. Og sem betur fer tók ég slaginn og það gekk frábærlega.“ Hannes útskýrir að óvissunni hafi ekki verið fullkomlega eytt fyrr en eftir nokkra leiki með Bodö/Glimt. En hann sé þess nú fullviss að öxlin sé eins og ný. Hann þarf ekki að hafa neinar áhyggjur lengur af öðru. En áhættan var mikil, sem fyrr segir. „Ef öxlin hefði farið strax aftur úr lið hefði tekið við annað ár í endurhæfingu. Þá hefði ég orðið samningslaus og ekkert lið viljað semja við mig,“ útskýrir hann. Ég spyr hann þá hvort það hafi í raun ekki verið glapræði að setja mögulega allan ferilinn í hættu fyrir eina keppni. Enda sé hann bara 32 ára og á nóg eftir. „Það hvarflaði aldrei að mér,“ segir hann hreinskilnislega. „EM var það eina sem skipti máli. Keppnin er algjört einsdæmi í sögu íslenskrar knattspyrnu og tækifæri lífsins fyrir mig. Sama þótt það hefði mögulega kostað mig eitthvað. Ég hugsaði bara ekki svo langt. Þetta hefur mig dreymt um síðan ég var lítill,“ útskýrir hann. „Þegar, leyfi ég mér að segja, ég stend úti á vellinum í St. Etienne þann 14. júní og syng þjóðsönginn þá gæti ég trúað því að það verði erfitt að halda aftur af tárunum eftir allt sem á undan er gengið.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Hannes minnir á sig með frábæru myndbandi Átti frábært tímabil árið 2015 áður en hann fór úr axlarlið í haust. 7. mars 2016 08:45 Hannes: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér Markvörðurinn þakkar fyrir batakveðjurnar þar sem hans bíða nú nokkrir mánuðir í endurhæfingu vegna meiðsla. 12. október 2015 15:30 Hannes Þór fór úr axlarlið Íslenska landsliðið varð fyrir áfalli í morgun þegar markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson meiddist á æfingu. Hannes lenti illa á annarri öxlinni og fór úr axlarlið. 11. október 2015 13:30 Hannes Þór fær samkeppni | Fyrrum markvörður Liverpool að semja við NEC Landsliðsmarkvörðurinn fær verðuga samkeppni þegar hann snýr aftur úr meiðslum en NEC samdi í dag við fyrrum markmann Liverpool og ástralska landsliðsins. 3. janúar 2016 13:07 Öxlin á Hannesi eins og ný: „Bring it on" "Þetta var bara skemmtilegt í kvöld, fallegur dagur í Laugardalnum og úrslitin eins og þau eiga að vera,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Liechtenstein sem liðið vann 4-0 í kvöld. 6. júní 2016 22:19 Hannes Þór fagnaði sigri í vítakeppni | Góð æfing fyrir EM Fjögur Íslendingalið fögnuðu sigri í dag í sextán liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla og eru þar með komin áfram í átta liða úrslitin. Kvennalið Avaldsnes komst einnig áfram og það geta fleiri Íslendingalið bæst í hópinn í kvöld. 25. maí 2016 18:44 Hannes um EM: Draumurinn er að verja síðasta vítið í vítakeppni Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en öruggur um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Frakklandi en hann þurfti að bíða á milli vonar og ótta í nokkra mánuði til að sjá hvort hann næði að jafna sig af alvarlegum axlarmeiðslum. 9. júní 2016 08:00 Hannes Þór hefur ekki spilað síðan í október en er í rugluðu formi Landsliðsmarkvörðurinn allur að koma til eftir meiðsli og stefnir á að vera með landsliðinu í vináttuleikjunum í lok mánaðar. 9. mars 2016 11:32 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira
Ofanritaður var staddur í Leifsstöð þegar hann heyrði fyrst af meiðslum Hannesar Þórs Halldórssonar, aðalmarkvarðar íslenska landsliðsins. Ég var á leið til Konya í Tyrklandi til að fylgja liðinu eftir í síðasta leik þess í undankeppni EM 2016. Hannes hafði farið úr axlarlið og ljóst að hann yrði frá í marga mánuði. En farseðillinn til Frakklands var þegar tryggður og enn langt í keppni. „Hannes hefur allan veturinn til að jafna sig,“ hugsaði ég með mér og hafði vitanlega engar áhyggjur af því að hann myndi missa af merkingarlitlum leik gegn Tyrklandi. Hannes meiddist á æfingu daginn áður en liðið hélt út til Tyrklands. Æfingin var raunar búin og strákarnir voru að leika sér að því að skjóta á Hannes í markinu, eins og algengt er en grátlegt í ljósi aðstæðna. Fram undan var stærsta stund íslenskrar knattspyrnu, fyrsta þátttaka A-landsliðs karla í lokakeppni stórmóts og Hannes hafði gegnt lykilhlutverki í að koma liðinu til Frakklands. Ísland fékk aðeins sex mörk á sig í öllum tíu leikjum undankeppninnar og hélt Hannes íslenska markinu hreinu í alls sex leikjum. Sjá einnig: Hannes Þór fór úr axlarlið „Ég fór um leið að hugsa um EM,“ segir Hannes þegar ég spyr hann hvað hafi verið það fyrsta sem hann hugsaði um þegar hann lá meiddur í grasinu. Hann hafði meiri áhyggjur af meiðslunum en ég, þó svo að hann hafi borið sig vel frá fyrstu stundu. Þegar hann var táningur fór hann úr axlarlið á hinni öxlinni, þeirri vinstri, og gat því gert sér grein fyrir hvað hafði gerst og hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Hann var mörg ár að jafna sig almennilega á meiðslunum í fyrra skiptið. „Fyrsta hugsun var samt að kannski væri þetta ekki jafn slæmt og þetta getur orðið. Sumir koma til baka eftir svona lagað eftir bara nokkrar vikur. En svo kom hitt í ljós, eins og maður hefði getað sagt sér strax,“ segir Hannes mér.Hannes Þór Halldórsson fagnar í landsleik á móti Grikkjum.Vísir/AFPÓvissan hékk yfir mér Ég ræddi við markvörðinn á hóteli íslenska landsliðsins í Ósló, daginn fyrir æfingaleik okkar manna við Norðmenn þann 1. júní. Hannes fékk hvíld í leiknum eftir að hafa spilað mikið með norska úrvalsdeildarliðinu Bodö/Glimt síðustu vikurnar á undan. Það kom óvænt til að Hannes spilaði í Noregi því hann er á mála hjá NEC Nijmegen í Hollandi en missti sæti sitt þar til ástralska markvarðarins Brad Jones eftir að hann meiddist. Hann segir að það hafi aldrei verið ætlunin að fara aftur til Noregs, þar sem hann spilaði áður, en það hafi verið kærkomið til að koma sér aftur í form og vinna aftur sæti sitt í íslenska landsliðinu fyrir EM í Frakklandi. Hann gaf það alltaf út í viðtölum í vetur að hann væri bjartsýnn á góðan bata og að hann gæti byrjað að spila aftur löngu fyrir EM. En það sem ekki kom fram var að óvissan vegna meiðslanna var mjög mikil. Sjá einnig: Hannes: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér „Nú þegar allt þetta ferli er í baksýnisspeglinum get ég viðurkennt að ég var logandi hræddur um að EM væri farið hjá mér og þess vegna ferillinn líka,“ segir Hannes. „Þau skilaboð sem ég fékk frá læknunum eftir aðgerðina voru að þeir tjösluðu öxlinni saman eins vel og hægt er en svo yrði bara að sjá til hvernig hún myndi gróa. Það yrði engin leið að vita það fyrr en ég byrjaði að æfa á nýjan leik. Þessa óvissu var ég með á bak við eyrað alla mína fimm mánuði í endurhæfingu.“ Hann segir að axlarmeiðsli líkt og hann varð fyrir og ógnuðu ferli hans þegar hann var ungur að árum séu háalvarleg, sérstaklega fyrir markverði. „Það er fullt af fólki sem nær sér aldrei almennilega aftur og fer úr lið, aftur og aftur. Þetta var einfaldlega mjög tvísýnt.“Hannes Þór í búningi Nijmegen.Vísir/GettyÁminning um EM á hverjum degi Óhætt er að segja að Hannes hafi tekið á því í vetur. Til marks um það má gera ráð fyrir því að líkamlegt form hans hafi aldrei verið betra. Hann hafði ríka hvatningu. „Ég límdi mynd af troðfullum leikvangi í Frakklandi við útidyrahurðina heima hjá mér og Euro 2016 lógóið. Í hvert sinn sem ég fór út í endurhæfingu var ég minntur á þessa keppni og markmið mitt,“ segir Hannes sem fór að leita sér að nýju liði, tímabundið að minnsta kosti, þegar það fór að sjá fyrir endann á bataferlinu. Hann þurfti að fá að spila og það var ekki í boði hjá aðalliði Nijmegen. „Um tíma skoðaði ég alvarlega þann möguleika að spila á Íslandi í mánuð, bara til að fá einhverja leiki. Að finna svo lið í efstu deild á Norðurlöndunum var framar mínum vonum enda setti ég allt á fullt þegar Bodö/Glimt kom til sögunnar,“ segir hann.Vísir/GettyÓþægindafiðringur í maga Þetta kom þó allt saman fljótt upp og Hannes var aðeins búinn að æfa með aðalliði Nijmegen í eina viku þegar hann var skyndilega mættur til Noregs og fram undan var leikur í norsku úrvalsdeildinni. Áðurnefnd óvissa um batann hékk enn yfir honum og hættan á að meiðslin tækju sig upp var til staðar. Hannes lagði allt í sölurnar fyrir EM í Frakklandi. Líka atvinnumannsferilinn. „Ég viðurkenni að ég var með óþægindafiðring í maganum fyrir þennan leik. Deildin er erfið og liðið sem við mættum, Sogndal, mikið fyrirgjafalið,“ segir Hannes. „En ég var búinn að fá þau skilaboð að öxlin myndi halda ef hún gerði það á annað borð. Það væri allt búið að gróa nógu mikið. Liðið vildi þar að auki að ég myndi spila ef ég treysti mér til þess,“ segir Hannes sem tók einnig til greina afleiðingar þess að hvíla og horfa upp á annan markvörð eiga stórleik og hirða af honum byrjunarliðssætið. Sjá einnig: Hannes Þór hefur ekki spilað síðan í október en er í rugluðu formi „Ég var ekki mættur til Noregs til að sitja á bekknum. Og sem betur fer tók ég slaginn og það gekk frábærlega.“ Hannes útskýrir að óvissunni hafi ekki verið fullkomlega eytt fyrr en eftir nokkra leiki með Bodö/Glimt. En hann sé þess nú fullviss að öxlin sé eins og ný. Hann þarf ekki að hafa neinar áhyggjur lengur af öðru. En áhættan var mikil, sem fyrr segir. „Ef öxlin hefði farið strax aftur úr lið hefði tekið við annað ár í endurhæfingu. Þá hefði ég orðið samningslaus og ekkert lið viljað semja við mig,“ útskýrir hann. Ég spyr hann þá hvort það hafi í raun ekki verið glapræði að setja mögulega allan ferilinn í hættu fyrir eina keppni. Enda sé hann bara 32 ára og á nóg eftir. „Það hvarflaði aldrei að mér,“ segir hann hreinskilnislega. „EM var það eina sem skipti máli. Keppnin er algjört einsdæmi í sögu íslenskrar knattspyrnu og tækifæri lífsins fyrir mig. Sama þótt það hefði mögulega kostað mig eitthvað. Ég hugsaði bara ekki svo langt. Þetta hefur mig dreymt um síðan ég var lítill,“ útskýrir hann. „Þegar, leyfi ég mér að segja, ég stend úti á vellinum í St. Etienne þann 14. júní og syng þjóðsönginn þá gæti ég trúað því að það verði erfitt að halda aftur af tárunum eftir allt sem á undan er gengið.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Hannes minnir á sig með frábæru myndbandi Átti frábært tímabil árið 2015 áður en hann fór úr axlarlið í haust. 7. mars 2016 08:45 Hannes: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér Markvörðurinn þakkar fyrir batakveðjurnar þar sem hans bíða nú nokkrir mánuðir í endurhæfingu vegna meiðsla. 12. október 2015 15:30 Hannes Þór fór úr axlarlið Íslenska landsliðið varð fyrir áfalli í morgun þegar markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson meiddist á æfingu. Hannes lenti illa á annarri öxlinni og fór úr axlarlið. 11. október 2015 13:30 Hannes Þór fær samkeppni | Fyrrum markvörður Liverpool að semja við NEC Landsliðsmarkvörðurinn fær verðuga samkeppni þegar hann snýr aftur úr meiðslum en NEC samdi í dag við fyrrum markmann Liverpool og ástralska landsliðsins. 3. janúar 2016 13:07 Öxlin á Hannesi eins og ný: „Bring it on" "Þetta var bara skemmtilegt í kvöld, fallegur dagur í Laugardalnum og úrslitin eins og þau eiga að vera,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Liechtenstein sem liðið vann 4-0 í kvöld. 6. júní 2016 22:19 Hannes Þór fagnaði sigri í vítakeppni | Góð æfing fyrir EM Fjögur Íslendingalið fögnuðu sigri í dag í sextán liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla og eru þar með komin áfram í átta liða úrslitin. Kvennalið Avaldsnes komst einnig áfram og það geta fleiri Íslendingalið bæst í hópinn í kvöld. 25. maí 2016 18:44 Hannes um EM: Draumurinn er að verja síðasta vítið í vítakeppni Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en öruggur um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Frakklandi en hann þurfti að bíða á milli vonar og ótta í nokkra mánuði til að sjá hvort hann næði að jafna sig af alvarlegum axlarmeiðslum. 9. júní 2016 08:00 Hannes Þór hefur ekki spilað síðan í október en er í rugluðu formi Landsliðsmarkvörðurinn allur að koma til eftir meiðsli og stefnir á að vera með landsliðinu í vináttuleikjunum í lok mánaðar. 9. mars 2016 11:32 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira
Hannes minnir á sig með frábæru myndbandi Átti frábært tímabil árið 2015 áður en hann fór úr axlarlið í haust. 7. mars 2016 08:45
Hannes: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér Markvörðurinn þakkar fyrir batakveðjurnar þar sem hans bíða nú nokkrir mánuðir í endurhæfingu vegna meiðsla. 12. október 2015 15:30
Hannes Þór fór úr axlarlið Íslenska landsliðið varð fyrir áfalli í morgun þegar markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson meiddist á æfingu. Hannes lenti illa á annarri öxlinni og fór úr axlarlið. 11. október 2015 13:30
Hannes Þór fær samkeppni | Fyrrum markvörður Liverpool að semja við NEC Landsliðsmarkvörðurinn fær verðuga samkeppni þegar hann snýr aftur úr meiðslum en NEC samdi í dag við fyrrum markmann Liverpool og ástralska landsliðsins. 3. janúar 2016 13:07
Öxlin á Hannesi eins og ný: „Bring it on" "Þetta var bara skemmtilegt í kvöld, fallegur dagur í Laugardalnum og úrslitin eins og þau eiga að vera,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Liechtenstein sem liðið vann 4-0 í kvöld. 6. júní 2016 22:19
Hannes Þór fagnaði sigri í vítakeppni | Góð æfing fyrir EM Fjögur Íslendingalið fögnuðu sigri í dag í sextán liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla og eru þar með komin áfram í átta liða úrslitin. Kvennalið Avaldsnes komst einnig áfram og það geta fleiri Íslendingalið bæst í hópinn í kvöld. 25. maí 2016 18:44
Hannes um EM: Draumurinn er að verja síðasta vítið í vítakeppni Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en öruggur um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Frakklandi en hann þurfti að bíða á milli vonar og ótta í nokkra mánuði til að sjá hvort hann næði að jafna sig af alvarlegum axlarmeiðslum. 9. júní 2016 08:00
Hannes Þór hefur ekki spilað síðan í október en er í rugluðu formi Landsliðsmarkvörðurinn allur að koma til eftir meiðsli og stefnir á að vera með landsliðinu í vináttuleikjunum í lok mánaðar. 9. mars 2016 11:32
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti