Fótbolti

Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hörður Björgvin Magnússon og Hannes Þór Halldórsson sýndu ljósmyndara fréttastofunnar sundlaugina í bakgarðinum.
Hörður Björgvin Magnússon og Hannes Þór Halldórsson sýndu ljósmyndara fréttastofunnar sundlaugina í bakgarðinum. Vísir/Vilhelm
Hótelið Les Trésoms í Annecy er viðverustaður karlalandsliðsins í knattspyrnu á meðan á EM stendur. Strákarnir okkar eru með hótelið útaf fyrir sig og buðu íslenskum fjölmiðlamönnum að kíkja í heimsókn síðdegis í dag.

Afar ströng öryggisgæsla er í kringum hótel strákanna en íslenska pressan var sótt á sitt hótel og ekið í rútu landsliðsins á hótelið sem er í hinum enda bæjarins. Þar fer vel um okkar menn, þeir voru afslappaðir og spiluðu pool, Playstation, voru í nuddi og horfðu á leiki á EM milli þess sem þeir spjölluðu við blaðamennina.

Hótelið er hið glæsilegasta og greinilegt á strákunum að þeir eru ánægðir með aðstæður. Útsýnið yfir bæinn er einstakt, þeir geta látið eins og heima hjá sér enda engir aðrir gestir á hótelinu. Sólin skein þegar blaðamenn litu við en á hótelinu má meðal annars finna glæsilega sundlaug og púttvöll sem var gerður sérstaklega fyrir strákana.

Heimsóknin varði í klukkustund og nýtti Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tímann vel og tók meðfylgjandi myndir.


 

vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×