Fótbolti

Hvað gera heimsmeistararnir í fyrsta leik? | Leikir dagsins á EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þjóðverjar fagna marki í æfingarleik fyrir mótið.
Þjóðverjar fagna marki í æfingarleik fyrir mótið. vísir/getty
Evrópumótið í Frakklandi heldur áfram að rúlla í dag, en 12. júní er þriðji keppnisdagurinn á mótinu.

Tyrkland og Króatía mætast í nágrannaslag, en leikið verður í París. Riðillinn er afar sterkur, en ásamt þeim eru Spánverjar og Tékkar í riðlinum.

Norður-Írar mæta Pólverjum, en leikið verður á Allianz Riviera leikvanginum í Nice. Þeir koma á fljúgandi siglingu inn í mótið, en þeir koma á fljúgandi siglingu inn í mótið.

Þeir hafa ekki tapað í síðustu tólf leikjum fyrir mótið, en þeir hafa ekki fengið mark á sig síðustu 271 mínútur sem þeir hafa spilað.

Síðasti leikur dagsins er svo leikur Þýskalands og Úkraínu, en leikið verður í Lille. Þeir hafa unnið fyrstu leikina í öllum þremur stórmótunum undir stjórn Joachim Löw.

Leikir dagsins:

13.00 Tyrkland - Króatía

16.00 Pólland - Norður-Írland

19.00 Þýskaland - Úkraína




Fleiri fréttir

Sjá meira


×