Fótbolti

Lars vill breyta reglunum til að refsa fyrir leikaraskap

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lars Lagerbäck var örugglega ánægður með Mark Clattenburg sem lét Pepe ekki komast upp með leikaraskap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Lars Lagerbäck var örugglega ánægður með Mark Clattenburg sem lét Pepe ekki komast upp með leikaraskap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty
Portúgalskur blaðamaður spurði Lars Lagerbäck út í nýlega ummæli hans um portúgalska leikmenn á blaðamannafundi í Annecy í Frakklandi á morgun. Þar ræddi hann um leikaraskap Ronaldo og ekki síst miðvarðarins Pepe og nefndi Hollywood í því samhengi.

„Ég fékk spurninguna í kringum úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu þar sem voru klippur á flugi,“ sagði Lars. Pepe sýndi mikinn leikaraskap í leiknum og Ronaldo hefur verið gagnrýndur fyrir leikaraskap í gegnum tíðina.

„Leikaraskapur í fótbolta er of mikill, hvort sem er í Portúgal, úti um allan heim og jafnvel á Íslandi,“ sagði Lars. 

„Það ætti að breyta reglunum til að gera kleyft að refsa leikmönnum eftir leiki þegar búið er að horfa á myndbandsupptökur.“

Lars nefndi leikaraskap Pepe í úrslitaleik Real Madrid og Atlético Madrid og velti aftur fyrir sér hvort Pepe gæti mögulega framlengt feril sinn þar

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365). 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×