Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. júní 2016 13:03 Vísir/EPA Líklegt þykir að UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, muni leggja harðar refsiaðgerðir gegn rússnesku knattspyrnusamtökunum en nokkrir slösuðust alvarlega þegar stuðningsmenn rússneska landsliðsins í knattspyrnu réðust á áhangendur enska landsliðsins í gær. Þrjátíu og fimm hið minnsta slösuðust í átökunum. Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús í Mariseille eftir að átök brutust milli stuðningsmanna Englands og Rússland. Það sló í brýnu milli áhangenda fyrir of eftir viðureign liðanna á Evrópumótinu í fótbolta sem haldið er í Frakklandi. Fjölmargir slösuðust í átökunum, ekki færri en þrjátíu og fimm samkvæmt breska sendiráðinu í Frakklandi. Rússneskir stuðningsmenn kveiktu á blysum á Stade Velodrome leikvanginum í Marseille eftir að Rússar jöfnuðu gegn Englendingum í uppbótartíma. Stuttu seinna veittust rússnesku stuðningsmennirnir að þeim ensku með höggum og spörkum. Margir særðust hamaganginum og glundroðanum sem myndaðist. Á meðal þeirra sem slösuðust var rétt rúmlega fimmtugur breskur karlmaður en ítrekað var sparkað í höfuð hans. Með hjartahnoði tókst að endurlífga manninn og var hann fluttur undir læknishendur, alblóðugur og í alvarlegu ástandi.Átökin héldu áfram í miðborg Marseille og þurfti lögregla að beita táragasi gegn bullunum. Borgaryfirvöld ákváðu að loka lestarkerfi borgarinnar til að koma í veg fyrir áframhaldandi átök. Birkir Björnsson er í Marseille og varð vitni að óeirðarástandinu í gær. Íslendingur í táragasi„Áður en við vitum af er lögreglan farin að smala fólkinu frá þessum stöðum og á eitthvað torg sem er þarna. Þar byrjuðum við að heyra sprengingar fyri framan okkur og áður en við vitum af erum við lentir í reyknum sjálfir,“ segir Birkir Björnsson, Íslendingur í París. „Þetta var svolítið scary,“ segir Birkir, Hann hafi átt erfitt með andardrátt og ekki vitað hvað hafi verið að gerast í kringum hann. „Maður veit ekki hvort einhver sé að fara að hlaupa á þig, áttu að hlaupa eða vera kyrr?“ segir Birkir sem var búinn að jafna sig á látunum í gær. „Þegar þetta er búið er þetta bara minning.“Refsiaðgerðir óákveðnarAganefnd UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, mun funda sérstaklega um málið en talið er líklegt að rússneska knattspyrnusamtökin muni sæta alvarlegum refsiaðgerðum vegna málsins en stuðningsmenn Rússlands eru sakaðir um óeirðir, ofbeldi, kynþáttaníð og að hafa kveikt í flugeldum á meðan leikurinn stóð yfir.Í fréttatilkynningu frá UEFA kemur fram að niðurstaða aganefndarinnar muni liggja fyrir á þriðjudaginn. Næsti leikur Rússa er gegn Slóvakíu á miðvikudaginn.Íþróttamálaráðherra Rússlands, Vitaly Mutko, sagði fjölmiðlum í morgun að rússneska knattspyrnusambandið muni greiða sekt aganefndar UEFA. Hann sagði stuðningsmenn landsliðsins hafa hagað sér illa. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Sjá meira
Líklegt þykir að UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, muni leggja harðar refsiaðgerðir gegn rússnesku knattspyrnusamtökunum en nokkrir slösuðust alvarlega þegar stuðningsmenn rússneska landsliðsins í knattspyrnu réðust á áhangendur enska landsliðsins í gær. Þrjátíu og fimm hið minnsta slösuðust í átökunum. Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús í Mariseille eftir að átök brutust milli stuðningsmanna Englands og Rússland. Það sló í brýnu milli áhangenda fyrir of eftir viðureign liðanna á Evrópumótinu í fótbolta sem haldið er í Frakklandi. Fjölmargir slösuðust í átökunum, ekki færri en þrjátíu og fimm samkvæmt breska sendiráðinu í Frakklandi. Rússneskir stuðningsmenn kveiktu á blysum á Stade Velodrome leikvanginum í Marseille eftir að Rússar jöfnuðu gegn Englendingum í uppbótartíma. Stuttu seinna veittust rússnesku stuðningsmennirnir að þeim ensku með höggum og spörkum. Margir særðust hamaganginum og glundroðanum sem myndaðist. Á meðal þeirra sem slösuðust var rétt rúmlega fimmtugur breskur karlmaður en ítrekað var sparkað í höfuð hans. Með hjartahnoði tókst að endurlífga manninn og var hann fluttur undir læknishendur, alblóðugur og í alvarlegu ástandi.Átökin héldu áfram í miðborg Marseille og þurfti lögregla að beita táragasi gegn bullunum. Borgaryfirvöld ákváðu að loka lestarkerfi borgarinnar til að koma í veg fyrir áframhaldandi átök. Birkir Björnsson er í Marseille og varð vitni að óeirðarástandinu í gær. Íslendingur í táragasi„Áður en við vitum af er lögreglan farin að smala fólkinu frá þessum stöðum og á eitthvað torg sem er þarna. Þar byrjuðum við að heyra sprengingar fyri framan okkur og áður en við vitum af erum við lentir í reyknum sjálfir,“ segir Birkir Björnsson, Íslendingur í París. „Þetta var svolítið scary,“ segir Birkir, Hann hafi átt erfitt með andardrátt og ekki vitað hvað hafi verið að gerast í kringum hann. „Maður veit ekki hvort einhver sé að fara að hlaupa á þig, áttu að hlaupa eða vera kyrr?“ segir Birkir sem var búinn að jafna sig á látunum í gær. „Þegar þetta er búið er þetta bara minning.“Refsiaðgerðir óákveðnarAganefnd UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, mun funda sérstaklega um málið en talið er líklegt að rússneska knattspyrnusamtökin muni sæta alvarlegum refsiaðgerðum vegna málsins en stuðningsmenn Rússlands eru sakaðir um óeirðir, ofbeldi, kynþáttaníð og að hafa kveikt í flugeldum á meðan leikurinn stóð yfir.Í fréttatilkynningu frá UEFA kemur fram að niðurstaða aganefndarinnar muni liggja fyrir á þriðjudaginn. Næsti leikur Rússa er gegn Slóvakíu á miðvikudaginn.Íþróttamálaráðherra Rússlands, Vitaly Mutko, sagði fjölmiðlum í morgun að rússneska knattspyrnusambandið muni greiða sekt aganefndar UEFA. Hann sagði stuðningsmenn landsliðsins hafa hagað sér illa.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Sjá meira
Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39
UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22