Skotárásin í Orlando: Árásarmaðurinn sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2016 20:55 FBI hafði yfirheyrt hinn 29 ára gamla Omar Mateen í þrígang síðustu ár vegna mögulegra tengsla við hryðjuverkahópa. Vísir/Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafði áður haft afskipti af hinum 29 ára gamla Omar Mateen, manninum sem framdi mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna er hann hóf skothríð á skemmtistað í Orlando í nótt. Hann er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS rétt áður en hann hóf skothríðina. Fulltrúi FBI segir að alríkislögreglan hafi yfirheyrt Mateen í tvígang árið 2013 eftir að hann hafi lýst tengslum sínum við hryðjuverkahóp fyrir samstarfsmönnum sínum. Árið 2014 var hann einnig yfirheyrður vegna tengsla við sjálfsmorðsprengjumann. Í öll skiptin var niðurstaðan sú að ekki væri hægt að finna tengsl við hryðjuverkahópa.Omar Mateen, af MySpace síðu hans.Þrátt fyrir þetta var Mateen með byssuleyfi og með leyfi til þess að starfa sem öryggisvörður. Mateen er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS í símtali til bandarísku neyðarlínunnar, 911, rétt áður hann hóf skothríðina. Hann er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð, vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Þar myrti hann minnst 50 manns, 53 eru sagðir særðir.Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Öldungardeildarþingmaður Flórída-ríkis, Bill Nelson, segir að í samtölum sínum við FBI hafi komið fram að alríkislögreglan telji að tengsl séu á milli ISIS og Mateen. Embættismenn virðast þó frekar rannsaka skotárásina sem hatursglæp, fremur en hryðjuverk. Faðir Mateen hefur sagt að sonur sinni hafi, mánuðum áður en árásin var framin, orðið mjög reiður þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Telur faðir hans að það geti tengst árásinni í nótt, sem framin var á þekktum skemmtistað LGBT-fólks í Orlando. Tengdar fréttir Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. 12. júní 2016 18:31 Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafði áður haft afskipti af hinum 29 ára gamla Omar Mateen, manninum sem framdi mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna er hann hóf skothríð á skemmtistað í Orlando í nótt. Hann er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS rétt áður en hann hóf skothríðina. Fulltrúi FBI segir að alríkislögreglan hafi yfirheyrt Mateen í tvígang árið 2013 eftir að hann hafi lýst tengslum sínum við hryðjuverkahóp fyrir samstarfsmönnum sínum. Árið 2014 var hann einnig yfirheyrður vegna tengsla við sjálfsmorðsprengjumann. Í öll skiptin var niðurstaðan sú að ekki væri hægt að finna tengsl við hryðjuverkahópa.Omar Mateen, af MySpace síðu hans.Þrátt fyrir þetta var Mateen með byssuleyfi og með leyfi til þess að starfa sem öryggisvörður. Mateen er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS í símtali til bandarísku neyðarlínunnar, 911, rétt áður hann hóf skothríðina. Hann er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð, vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Þar myrti hann minnst 50 manns, 53 eru sagðir særðir.Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Öldungardeildarþingmaður Flórída-ríkis, Bill Nelson, segir að í samtölum sínum við FBI hafi komið fram að alríkislögreglan telji að tengsl séu á milli ISIS og Mateen. Embættismenn virðast þó frekar rannsaka skotárásina sem hatursglæp, fremur en hryðjuverk. Faðir Mateen hefur sagt að sonur sinni hafi, mánuðum áður en árásin var framin, orðið mjög reiður þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Telur faðir hans að það geti tengst árásinni í nótt, sem framin var á þekktum skemmtistað LGBT-fólks í Orlando.
Tengdar fréttir Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. 12. júní 2016 18:31 Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. 12. júní 2016 18:31
Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11
Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14