Fótbolti

Zlatan getur bætt tvö met í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic er á sínu síðasta stórmóti með Svíum og þetta mót gæti orðið sögulegt fyrir hann.

Hann getur orðið sá fyrsti í sögunni til þess að skora á fjórum lokamótum EM.

Cristiano Ronaldo getur einnig bætt þetta met. Þeir hafa báðir skorað sex mörk í lokamótum EM og eru þrem mörkum á eftir Michel Platini sem hefur skorað mest allra á EM.

Zlatan spilar með Svíum gegn Írum í dag og getur því orðið á undan Ronaldo að skora á fjórum mótum. Hann hefur þó aldrei skorað í landsleik gegn Írum áður. Það er því ólíklegt að hann komist í níu marka klúbbinn með Platini í dag.

Zlatan hefur aftur á móti skorað í átta af síðustu níu landsleikjum sínum og alltaf skorað í fyrsta leik á EM.

Svíum gengur alltaf vel er Zlatan skorar og vinna 73 prósent þeirra leikja. EF Zlatan skorar ekki vinna Svíar aðeins 33 prósent leikja sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×