150 vel þjálfaðar rússneskar fótboltabullur komu gagngert til Marseille til að slást við Englendinga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 13:06 Að minnsta kosti 35 manns slösuðust í óeirðunum um helgina. vísir/getty Samkvæmt saksóknurum í Frakklandi voru 150 rússneskar fótboltabullur á bak við óeirðirnar í Marseille um helgina þegar Rússland mætti Englandi á Evrópumótinu í knattspyrnu karla. Að sögn Brice Robin, sem er saksóknari í Marseille, voru bullurnar vel þjálfaðar í því að beita miklu ofbeldi. „Þetta fólk var vel undirbúið fyrir það að beita miklu ofbeldi. Þetta voru rosalega vel þjálfaðir einstaklingar,“ er haft eftir Robin á vef BBC. Stuðningsmenn Rússa réðust meðal annars á ensku stuðningsmennina á leikvanginum í Marseille eftir að flautað var til leiksloka.Alls tuttugu manns verið handteknir Þá hafa sex Bretar, þrír Frakkar og einn Austurríkismaður verið ákærðir vegna óeirðanna auk þess sem tveir Rússar eru í haldi lögreglu fyrir að ráðast inn á leikvanginn í Marseille. Þá hefur tveimur Rússum verið vísað úr landi vegna þáttöku í óeirðunum. Alls hafa tuttugu manns verið handteknir. Að minnsta kosti 35 manns særðust í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Flestir þeirra eru Englendingar samkvæmt saksóknaranum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafið rannsókn á óeirðunum. Þá hefur bæði Rússlandi og Englandi verið hótað því að þeim verði vísað úr keppninni fari stuðningsmenn þeirra ekki að haga sér.„Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur“Á vef Telegraph er vitnað í viðtal AFP við einn af rússnesku bullunum, Vladimir að nafni. Hann segir að Rússarnir hafi farið til Marseille til að sýna Englendingum að þeir væru stelpur. „Englendingar segja alltaf að þeir séu aðalbullurnar. Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur.“ Hann segir að rússnesku bullunum sé alveg sama þó að Rússlandi verði hent úr keppninni. Margir þeirra hafi engan áhuga á fótbolta heldur vilji þeir bara slást og sýna þannig styrk sinn. Ekki markmið að drepa eða meiða neinnAð sögn Vladimir eru ensku bullurnar aðallega gamlir karlar sem drekka mikið af bjór. Rússarnir séu hins vegar yngri. „Þeir eru á milli tvítugs og þrítugs og æfa margir hverjir box eða ýmsar bardagalistir. Markmið okkar er að koma og sýna að Englendingarnir eru ekki bullur. Þeir kunna ekkert að slást,“ segir Vladimir og bætir við að Englendingar noti stóla og flöskur til að slást með en Rússarnir láti hnefana tala. „Það að nota vopn getur valdið miklum óþarfa meiðslum. Við lítum á þetta sem íþrótt og viljum ekki drepa eða meiða neinn. Við viljum sýna styrk okkar.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira
Samkvæmt saksóknurum í Frakklandi voru 150 rússneskar fótboltabullur á bak við óeirðirnar í Marseille um helgina þegar Rússland mætti Englandi á Evrópumótinu í knattspyrnu karla. Að sögn Brice Robin, sem er saksóknari í Marseille, voru bullurnar vel þjálfaðar í því að beita miklu ofbeldi. „Þetta fólk var vel undirbúið fyrir það að beita miklu ofbeldi. Þetta voru rosalega vel þjálfaðir einstaklingar,“ er haft eftir Robin á vef BBC. Stuðningsmenn Rússa réðust meðal annars á ensku stuðningsmennina á leikvanginum í Marseille eftir að flautað var til leiksloka.Alls tuttugu manns verið handteknir Þá hafa sex Bretar, þrír Frakkar og einn Austurríkismaður verið ákærðir vegna óeirðanna auk þess sem tveir Rússar eru í haldi lögreglu fyrir að ráðast inn á leikvanginn í Marseille. Þá hefur tveimur Rússum verið vísað úr landi vegna þáttöku í óeirðunum. Alls hafa tuttugu manns verið handteknir. Að minnsta kosti 35 manns særðust í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Flestir þeirra eru Englendingar samkvæmt saksóknaranum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafið rannsókn á óeirðunum. Þá hefur bæði Rússlandi og Englandi verið hótað því að þeim verði vísað úr keppninni fari stuðningsmenn þeirra ekki að haga sér.„Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur“Á vef Telegraph er vitnað í viðtal AFP við einn af rússnesku bullunum, Vladimir að nafni. Hann segir að Rússarnir hafi farið til Marseille til að sýna Englendingum að þeir væru stelpur. „Englendingar segja alltaf að þeir séu aðalbullurnar. Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur.“ Hann segir að rússnesku bullunum sé alveg sama þó að Rússlandi verði hent úr keppninni. Margir þeirra hafi engan áhuga á fótbolta heldur vilji þeir bara slást og sýna þannig styrk sinn. Ekki markmið að drepa eða meiða neinnAð sögn Vladimir eru ensku bullurnar aðallega gamlir karlar sem drekka mikið af bjór. Rússarnir séu hins vegar yngri. „Þeir eru á milli tvítugs og þrítugs og æfa margir hverjir box eða ýmsar bardagalistir. Markmið okkar er að koma og sýna að Englendingarnir eru ekki bullur. Þeir kunna ekkert að slást,“ segir Vladimir og bætir við að Englendingar noti stóla og flöskur til að slást með en Rússarnir láti hnefana tala. „Það að nota vopn getur valdið miklum óþarfa meiðslum. Við lítum á þetta sem íþrótt og viljum ekki drepa eða meiða neinn. Við viljum sýna styrk okkar.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira
Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39
Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03