LeBron svaraði skvettubróður en fékk í staðinn skot frá konu Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 21:00 Það hafa skot gengið á milli herbúða NBA-liðanna Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers eftir að lykilmaður Warriors-liðsins, Draymond Green, var dæmdur í eins leiks bann. Draymond Green fékk bannið eftir viðskipti sín við LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í leik fjögur en þeim lenti þar saman. LeBron James talaði um það eftir leikinn að hann hefði verið mjög ósáttur við það sem Draymond Green sagði við hann því þar hafi Green hreinlega farið langt yfir strikið. Draymond Green mátti ekki fá refsistig í viðbót og af því að NBA-deildin dæmdi á hann óíþróttamannslega villu eftir samskipti hans og LeBrons þá var Green kominn í bann í leik fimm þar sem Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-titilinn á heimavelli. Fimmti leikurinn er einmitt í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Eftir tvo stórsigra í fyrstu tveimur leikjunum og risasigur Cavs í leik þrjú hefur verið meiri hiti í mönnum eftir fjórða leikinn sem var mun jafnari. Atvikið milli LeBron James og Draymond Green hefur reyndar eignað sér fyrirsagnirnar enda gæti það komið Cleveland Cavaliers aftur inn í einvígið nú þegar Golden State Warriors er án eins síns mikilvægasta leikmanns. Klay Thompson gerði lítið úr viðbrögðum LeBron James eftir að ljóst var að Draymond Green væri kominn í bann. ESPN sagði frá. Klay sagðist vera í sjokki að menn í NBA tækju orðum mótherja síns svona bókstaflega og létu orð þeirra særa sig. Að hans mati er mjög mikið um rusltal í NBA-deildinni og leikmenn eins og LeBron James ættu fyrir löngu að vera orðnir vanir því. „Þetta er deild fyrir karlmenn. Ég hef heyrt margt ljótt í gegnum tíðina en við erum allt keppnismenn. Ég giska á það að honum hafi bara sárnað svona," sagði Klay. LeBron James svaraði þessu skoti frá Klay með því að segja að hann ætlaði ekki að blanda sér í þetta orðastríð en að það væri mjög erfitt að halda haus og láta þetta ekki hafa áhrif á sig. LeBron sagðist hafa verið að gera það í þrettán ár og að það væri mjög erfitt. LeBron notaði orðið „high road“ og það fór ekki vel í fólkið hjá Golden State Warriors. Það voru þó ekki viðbrögð Stephen Curry sem vöktu mesta athygli heldur svar eiginkonu hans, Ayesha Curry, sem skellti sér á Twitter til að tjá sig um orð LeBron James. Ayesha Curry gerði lítið úr orðum LeBron James með því að benda á það að hann hafi stigið yfir Draymond Green þegar önnur leið var auðveldari. Svar Ayesha Curry á Twitter má sjá hér fyrir neðan.High Road. invisible bridge used to step over said person when open floor is available left to right.— Ayesha Curry (@ayeshacurry) June 12, 2016 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
Það hafa skot gengið á milli herbúða NBA-liðanna Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers eftir að lykilmaður Warriors-liðsins, Draymond Green, var dæmdur í eins leiks bann. Draymond Green fékk bannið eftir viðskipti sín við LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í leik fjögur en þeim lenti þar saman. LeBron James talaði um það eftir leikinn að hann hefði verið mjög ósáttur við það sem Draymond Green sagði við hann því þar hafi Green hreinlega farið langt yfir strikið. Draymond Green mátti ekki fá refsistig í viðbót og af því að NBA-deildin dæmdi á hann óíþróttamannslega villu eftir samskipti hans og LeBrons þá var Green kominn í bann í leik fimm þar sem Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-titilinn á heimavelli. Fimmti leikurinn er einmitt í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Eftir tvo stórsigra í fyrstu tveimur leikjunum og risasigur Cavs í leik þrjú hefur verið meiri hiti í mönnum eftir fjórða leikinn sem var mun jafnari. Atvikið milli LeBron James og Draymond Green hefur reyndar eignað sér fyrirsagnirnar enda gæti það komið Cleveland Cavaliers aftur inn í einvígið nú þegar Golden State Warriors er án eins síns mikilvægasta leikmanns. Klay Thompson gerði lítið úr viðbrögðum LeBron James eftir að ljóst var að Draymond Green væri kominn í bann. ESPN sagði frá. Klay sagðist vera í sjokki að menn í NBA tækju orðum mótherja síns svona bókstaflega og létu orð þeirra særa sig. Að hans mati er mjög mikið um rusltal í NBA-deildinni og leikmenn eins og LeBron James ættu fyrir löngu að vera orðnir vanir því. „Þetta er deild fyrir karlmenn. Ég hef heyrt margt ljótt í gegnum tíðina en við erum allt keppnismenn. Ég giska á það að honum hafi bara sárnað svona," sagði Klay. LeBron James svaraði þessu skoti frá Klay með því að segja að hann ætlaði ekki að blanda sér í þetta orðastríð en að það væri mjög erfitt að halda haus og láta þetta ekki hafa áhrif á sig. LeBron sagðist hafa verið að gera það í þrettán ár og að það væri mjög erfitt. LeBron notaði orðið „high road“ og það fór ekki vel í fólkið hjá Golden State Warriors. Það voru þó ekki viðbrögð Stephen Curry sem vöktu mesta athygli heldur svar eiginkonu hans, Ayesha Curry, sem skellti sér á Twitter til að tjá sig um orð LeBron James. Ayesha Curry gerði lítið úr orðum LeBron James með því að benda á það að hann hafi stigið yfir Draymond Green þegar önnur leið var auðveldari. Svar Ayesha Curry á Twitter má sjá hér fyrir neðan.High Road. invisible bridge used to step over said person when open floor is available left to right.— Ayesha Curry (@ayeshacurry) June 12, 2016
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira