LeBron svaraði skvettubróður en fékk í staðinn skot frá konu Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 21:00 Það hafa skot gengið á milli herbúða NBA-liðanna Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers eftir að lykilmaður Warriors-liðsins, Draymond Green, var dæmdur í eins leiks bann. Draymond Green fékk bannið eftir viðskipti sín við LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í leik fjögur en þeim lenti þar saman. LeBron James talaði um það eftir leikinn að hann hefði verið mjög ósáttur við það sem Draymond Green sagði við hann því þar hafi Green hreinlega farið langt yfir strikið. Draymond Green mátti ekki fá refsistig í viðbót og af því að NBA-deildin dæmdi á hann óíþróttamannslega villu eftir samskipti hans og LeBrons þá var Green kominn í bann í leik fimm þar sem Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-titilinn á heimavelli. Fimmti leikurinn er einmitt í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Eftir tvo stórsigra í fyrstu tveimur leikjunum og risasigur Cavs í leik þrjú hefur verið meiri hiti í mönnum eftir fjórða leikinn sem var mun jafnari. Atvikið milli LeBron James og Draymond Green hefur reyndar eignað sér fyrirsagnirnar enda gæti það komið Cleveland Cavaliers aftur inn í einvígið nú þegar Golden State Warriors er án eins síns mikilvægasta leikmanns. Klay Thompson gerði lítið úr viðbrögðum LeBron James eftir að ljóst var að Draymond Green væri kominn í bann. ESPN sagði frá. Klay sagðist vera í sjokki að menn í NBA tækju orðum mótherja síns svona bókstaflega og létu orð þeirra særa sig. Að hans mati er mjög mikið um rusltal í NBA-deildinni og leikmenn eins og LeBron James ættu fyrir löngu að vera orðnir vanir því. „Þetta er deild fyrir karlmenn. Ég hef heyrt margt ljótt í gegnum tíðina en við erum allt keppnismenn. Ég giska á það að honum hafi bara sárnað svona," sagði Klay. LeBron James svaraði þessu skoti frá Klay með því að segja að hann ætlaði ekki að blanda sér í þetta orðastríð en að það væri mjög erfitt að halda haus og láta þetta ekki hafa áhrif á sig. LeBron sagðist hafa verið að gera það í þrettán ár og að það væri mjög erfitt. LeBron notaði orðið „high road“ og það fór ekki vel í fólkið hjá Golden State Warriors. Það voru þó ekki viðbrögð Stephen Curry sem vöktu mesta athygli heldur svar eiginkonu hans, Ayesha Curry, sem skellti sér á Twitter til að tjá sig um orð LeBron James. Ayesha Curry gerði lítið úr orðum LeBron James með því að benda á það að hann hafi stigið yfir Draymond Green þegar önnur leið var auðveldari. Svar Ayesha Curry á Twitter má sjá hér fyrir neðan.High Road. invisible bridge used to step over said person when open floor is available left to right.— Ayesha Curry (@ayeshacurry) June 12, 2016 NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Það hafa skot gengið á milli herbúða NBA-liðanna Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers eftir að lykilmaður Warriors-liðsins, Draymond Green, var dæmdur í eins leiks bann. Draymond Green fékk bannið eftir viðskipti sín við LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í leik fjögur en þeim lenti þar saman. LeBron James talaði um það eftir leikinn að hann hefði verið mjög ósáttur við það sem Draymond Green sagði við hann því þar hafi Green hreinlega farið langt yfir strikið. Draymond Green mátti ekki fá refsistig í viðbót og af því að NBA-deildin dæmdi á hann óíþróttamannslega villu eftir samskipti hans og LeBrons þá var Green kominn í bann í leik fimm þar sem Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-titilinn á heimavelli. Fimmti leikurinn er einmitt í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Eftir tvo stórsigra í fyrstu tveimur leikjunum og risasigur Cavs í leik þrjú hefur verið meiri hiti í mönnum eftir fjórða leikinn sem var mun jafnari. Atvikið milli LeBron James og Draymond Green hefur reyndar eignað sér fyrirsagnirnar enda gæti það komið Cleveland Cavaliers aftur inn í einvígið nú þegar Golden State Warriors er án eins síns mikilvægasta leikmanns. Klay Thompson gerði lítið úr viðbrögðum LeBron James eftir að ljóst var að Draymond Green væri kominn í bann. ESPN sagði frá. Klay sagðist vera í sjokki að menn í NBA tækju orðum mótherja síns svona bókstaflega og létu orð þeirra særa sig. Að hans mati er mjög mikið um rusltal í NBA-deildinni og leikmenn eins og LeBron James ættu fyrir löngu að vera orðnir vanir því. „Þetta er deild fyrir karlmenn. Ég hef heyrt margt ljótt í gegnum tíðina en við erum allt keppnismenn. Ég giska á það að honum hafi bara sárnað svona," sagði Klay. LeBron James svaraði þessu skoti frá Klay með því að segja að hann ætlaði ekki að blanda sér í þetta orðastríð en að það væri mjög erfitt að halda haus og láta þetta ekki hafa áhrif á sig. LeBron sagðist hafa verið að gera það í þrettán ár og að það væri mjög erfitt. LeBron notaði orðið „high road“ og það fór ekki vel í fólkið hjá Golden State Warriors. Það voru þó ekki viðbrögð Stephen Curry sem vöktu mesta athygli heldur svar eiginkonu hans, Ayesha Curry, sem skellti sér á Twitter til að tjá sig um orð LeBron James. Ayesha Curry gerði lítið úr orðum LeBron James með því að benda á það að hann hafi stigið yfir Draymond Green þegar önnur leið var auðveldari. Svar Ayesha Curry á Twitter má sjá hér fyrir neðan.High Road. invisible bridge used to step over said person when open floor is available left to right.— Ayesha Curry (@ayeshacurry) June 12, 2016
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira