Fótbolti

Íslendingar fengu portúgalska bakara til að styðja Ísland | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eins og kom fram fyrr í dag var mikil stemning á lestarstöðinni í Saint-Étienne og á veitingastöðunum og ölhúsunum þar í kring upp úr hádegi þegar stuðningsmenn Íslands og Portúgals byrjuðu að streyma til borgarinnar.

Hópur portúgalskra bakara vakti mesta athygli enda verður ekki annað sagt en þeir hafi verið afskaplega athyglissjúkir. Það skiptir ekki máli hvaða myndavél var beint að þeim, alltaf voru þeir klárir í að syngja og dansa. Sem er vel.

Sjá einnig:Búist við 8.000 Íslendingum á leikinn í kvöld | Tæplega 500 fjölmiðlamenn

Nokkrir íslenskir stuðningsmenn vildu nú ekki láta sitt eftir liggja og ákváðu að ryðjast inn í bakarahópinn og syngja með þeim. Engin læti í okkar fólki frekar en Portúgölunum sem tóku þessu mjög vel.

Blaðamaður Vísis náði myndbandi af þessu skemmtilega atviki þar sem íslensku stuðningsmennirnir réðust inn í bakarahópinn og fengu þá til að syngja með sér: „Ísland, Ísland, Ísland,“ í smá stund. Falleg samverustund stuðningsmanna frá sitthvoru landinu.

Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×