Halda hátíð þjóðlegra lista Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2016 10:30 Guðrún fyrir utan Deigluna í Listagilinu þar sem tónleikar verða haldnir síðdegis og á kvöldin. Vísir/Auðunn Vaka er hátíð þjóðlegra lista, hingað koma erlendir listamenn til að miðla okkur af sínum arfi og hvetja okkur til dáða, jafnvel fólk með meistaragráður í þjóðlagatónlist sinna landa,“ segir Guðrún Ingimundardóttir, listrænn stjórnandi Vöku, fjögurra daga hátíðar sem byrjar í dag á Akureyri. Hún tekur fram að Chris Foster tónlistarmaður sé með henni í undirbúningnum. Átta tónleikar, níu námskeið í söng, hljóðfæraleik og dansi, þrjár samspilsstundir og málstofa verða á dagskrá Vöku og Guðrún segir gestum gefast tækifæri til að kynnast hefðbundinni tónlist frá Íslandi, Noregi, Samalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Guðrún er Húsvíkingur en hefur verið búsett á Siglufirði frá 2009 er hún flutti til landsins frá Bandaríkjunum, nýbakaður doktor í tónlistarmannfræði. Hún er líka söngkona og kennir tónlist á Siglufirði, auk þess að vinna ýmis verkefni sem tengjast þjóðlögum, í samvinnu við hin Norðurlöndin, Þjóðlagasetrið á Siglufirði og þjóðlagahátíðina þar. Svo er hún formaður Landssamtaka kvæðamanna sem nefnast Stemmur og hefur kennt fólki að kveða í tónlistarskólanum á Siglufirði. „Ég hef verið með sjö nemendur og þeir eru ansi fínir kvæðamenn. Að kveða er öðruvísi raddbeiting og önnur túlkun en í söng, en ég kenni líka klassískan söng og popp.“Kveðskaparhefðin Vaka er að vissu leyti hátíð kvæðamanna, að sögn Guðrúnar. Á laugardeginum verður sviðssetning á Tristansrímum Sigurðar Breiðfjörð sem fluttar verða af kvæðamönnum Gefjunar, Iðunnar og Rímu. Að vísu styttar úr 1.000 erindum í 300. „Við höfum ekki tíma til að flytja bálkinn fjögur kvöld í röð eins og gert var í gamla daga en við viljum að fólk geti heyrt rímur fluttar með gömlu lögunum. Svo syngjum við líka tvísöngva, nokkuð sem hefur verið týnt og gleymt á Íslandi,“ segir Guðrún sem sjálf er að gefa út kver með nótum að sextán tvísöngvum og disk með. Guðrún stofnaði fyrirtækið Þjóðlist árið 2011 og segir tilgang þess að vernda þjóðlagatónlist Íslendinga og dansa. „Músíkin okkar er svolítið öðruvísi en annarra þjóða og það er nauðsynlegt að við berum virðingu fyrir henni,“ segir hún. „Við vorum nýlenduþjóð og okkar nýlenduherrar töluðu niður til íslenskra hefða, Okkar dans þótti ekki flottur og kveðskapartónlistin var kveðin niður. Það sést glöggt þegar skyggnst er í skýrslur sem prestar sendu til Danmerkur á sínum tíma. „Engin tónlist er stunduð í sveitinni en þar eru nokkrir kvæðamenn.“ „Engin hljóðfæri í sveitinni en nokkur langspil.“ – eru meðal setninga þar. Það var ekki alþýðan sem skráði söguna heldur embættismenn sem sigtuðu út hvað Dönum þótti merkilegt og hvað ekki. En við þurfum ekki að skammast okkar fyrir okkar tónlist þó einhverjir hafi gert það fyrir 200 árum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní 2016. Menning Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Vaka er hátíð þjóðlegra lista, hingað koma erlendir listamenn til að miðla okkur af sínum arfi og hvetja okkur til dáða, jafnvel fólk með meistaragráður í þjóðlagatónlist sinna landa,“ segir Guðrún Ingimundardóttir, listrænn stjórnandi Vöku, fjögurra daga hátíðar sem byrjar í dag á Akureyri. Hún tekur fram að Chris Foster tónlistarmaður sé með henni í undirbúningnum. Átta tónleikar, níu námskeið í söng, hljóðfæraleik og dansi, þrjár samspilsstundir og málstofa verða á dagskrá Vöku og Guðrún segir gestum gefast tækifæri til að kynnast hefðbundinni tónlist frá Íslandi, Noregi, Samalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Guðrún er Húsvíkingur en hefur verið búsett á Siglufirði frá 2009 er hún flutti til landsins frá Bandaríkjunum, nýbakaður doktor í tónlistarmannfræði. Hún er líka söngkona og kennir tónlist á Siglufirði, auk þess að vinna ýmis verkefni sem tengjast þjóðlögum, í samvinnu við hin Norðurlöndin, Þjóðlagasetrið á Siglufirði og þjóðlagahátíðina þar. Svo er hún formaður Landssamtaka kvæðamanna sem nefnast Stemmur og hefur kennt fólki að kveða í tónlistarskólanum á Siglufirði. „Ég hef verið með sjö nemendur og þeir eru ansi fínir kvæðamenn. Að kveða er öðruvísi raddbeiting og önnur túlkun en í söng, en ég kenni líka klassískan söng og popp.“Kveðskaparhefðin Vaka er að vissu leyti hátíð kvæðamanna, að sögn Guðrúnar. Á laugardeginum verður sviðssetning á Tristansrímum Sigurðar Breiðfjörð sem fluttar verða af kvæðamönnum Gefjunar, Iðunnar og Rímu. Að vísu styttar úr 1.000 erindum í 300. „Við höfum ekki tíma til að flytja bálkinn fjögur kvöld í röð eins og gert var í gamla daga en við viljum að fólk geti heyrt rímur fluttar með gömlu lögunum. Svo syngjum við líka tvísöngva, nokkuð sem hefur verið týnt og gleymt á Íslandi,“ segir Guðrún sem sjálf er að gefa út kver með nótum að sextán tvísöngvum og disk með. Guðrún stofnaði fyrirtækið Þjóðlist árið 2011 og segir tilgang þess að vernda þjóðlagatónlist Íslendinga og dansa. „Músíkin okkar er svolítið öðruvísi en annarra þjóða og það er nauðsynlegt að við berum virðingu fyrir henni,“ segir hún. „Við vorum nýlenduþjóð og okkar nýlenduherrar töluðu niður til íslenskra hefða, Okkar dans þótti ekki flottur og kveðskapartónlistin var kveðin niður. Það sést glöggt þegar skyggnst er í skýrslur sem prestar sendu til Danmerkur á sínum tíma. „Engin tónlist er stunduð í sveitinni en þar eru nokkrir kvæðamenn.“ „Engin hljóðfæri í sveitinni en nokkur langspil.“ – eru meðal setninga þar. Það var ekki alþýðan sem skráði söguna heldur embættismenn sem sigtuðu út hvað Dönum þótti merkilegt og hvað ekki. En við þurfum ekki að skammast okkar fyrir okkar tónlist þó einhverjir hafi gert það fyrir 200 árum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní 2016.
Menning Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira