Sport

Helgi Evrópumeistari í spjótkasti : "Ennþá sætara“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Sveinsson.
Helgi Sveinsson. Vísir/Getty
Ármenningurinn Helgi Sveinsson tryggði sér í dag gullverðlaun á Evrópumóti fatlaðra í frjálsum íþróttum.

Helgi Sveinsson varð Evrópumeistari í spjótkasti í flokkum F42-44 eftir glæsilegan sigur á EM fatlaðra í frjálsum sem nú stendur yfir í Grosetto á Ítalíu.

Lengsta kast Helga í keppninni í dag var 55,42 metrar sem er Evrópumeistaramótsmet í flokki F42.

Heimsmet Helga í flokknum hélt þó velli í dag en það er 57,36 metrar sem hann setti síðasta sumar.

Þá lauk Arnar Helgi Lárusson keppni á EM í dag þegar hann keppti í 100 metra spretti í wheelchair racing en hann kom í mark á tímanum 18.05 sekúndum og varð sjöundi í úrslitum.

„Evróputitlinum náð og nú er það Ríó! Náði takmarkinu að vinna og setti mótsmet i leiðinni. Mig langaði að setja heimsmet en það verður að biða um sinn," skrifaði Helgi inn á fésbókarsíðu sína.

„Erfiðar aðstæður og mikill mótvindur sem setti mig aðeins úr jafnvægi, en ótrúlega þakklátur með að landa þessu þar sem ég er að vinna i fyrsta skipti sameinaðan flokk og er að keppa við minna fatlaða einstaklinga sem gerir þetta ennþá sætara !! Takk fyrir mig og þeir sem hafa hjálpað mer og stutt mig i þessu ferli hingað til. Hálfnað verk þá hafið er. Ríó næst!," bætti Helgi við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×