Eitt ár af rannsóknarvinnu leiddi í ljós að Jon Haugen lék ljóta nakta gaurinn í Friends Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júní 2016 10:45 Ross var stundum í samskiptum við ljóta nakta gaurinn. Gamanþættirnir Friends njóta ennþá gríðarlegrar vinsældra og horfa milljónir manna á þættina daglega. Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja Íslendingar þættina vel. Það þekkja margir þá list að vitna í Friends og sumir hverjir muna nánast orðrétt hvernig hver einasti þáttur fór fram. Einn eftirminnilegur karakter úr þáttunum var ljóti nakti gaurinn sem bjó á móti Monicu og Rachel en aldrei sást í andlitið á honum í þáttunum. Vefsíðan Huffington Post hefur nú uppljóstrað því hver sé maðurinn á bakvið þennan skemmtilega karakter sem setti heldur betur svip sinn á þáttinn. Leikarinn Mike Hagerty hefur oft verið bendlaður við hlutverkið og kemur hans nafn oft upp þegar leitað er á veraldarvefnum. Huffington Post hafði samband við Hagerty sem staðfesti að hann hefði ekki farið með hlutverkið. Blaðamaðurinn Todd Van Luling lagðist í mikla rannsóknarvinnu og eftir mikla leit fann hann manninn sem leikur ljóta nakta manninn í Friends. Eftir eins árs vinnu fann blaðamaðurinn loksins manninn sjálfan, en hann heitir Jon Haugen og má sjá mynd af honum hér að neðan.Jon Haugen.Mynd/huffington postHaugen samþykkti að veita Huffington Post ítarlegt viðtal. „Það er aðeins einn maður sem fór með hlutverk ljóta nakta mannsins og það er ég,“ segir Haugen í samtali við blaðamanninn þann 16. maí. „Ástæðan fyrir því að ég hef aldrei stigið fram var að Warner Brothers vildi halda þessu leyndu í einhvern tíma. Mér datt aldrei í hug að ég myndi fá símtal frá þeim og beðinn um að leika karakterinn aftur. Þetta var einhver skemmtilegasti tími ævi minnar.“ Eitt frægasta atriði í þáttunum snéri að ljóta nakta manninum en þá höfðu vinirnir útbúið langt spjót til að pota í hann, þar sem þeir héldu að nakti nágranninn væri dáinn. „Þetta var ekkert sársaukafullt, það erfiðasta við það atriði var að halda niðri í mér andanum allan tímann. Við tókum atriði upp um miðja nótt og ég var orðinn mjög þreyttur eftir langan dag.“ Friends Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Gamanþættirnir Friends njóta ennþá gríðarlegrar vinsældra og horfa milljónir manna á þættina daglega. Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja Íslendingar þættina vel. Það þekkja margir þá list að vitna í Friends og sumir hverjir muna nánast orðrétt hvernig hver einasti þáttur fór fram. Einn eftirminnilegur karakter úr þáttunum var ljóti nakti gaurinn sem bjó á móti Monicu og Rachel en aldrei sást í andlitið á honum í þáttunum. Vefsíðan Huffington Post hefur nú uppljóstrað því hver sé maðurinn á bakvið þennan skemmtilega karakter sem setti heldur betur svip sinn á þáttinn. Leikarinn Mike Hagerty hefur oft verið bendlaður við hlutverkið og kemur hans nafn oft upp þegar leitað er á veraldarvefnum. Huffington Post hafði samband við Hagerty sem staðfesti að hann hefði ekki farið með hlutverkið. Blaðamaðurinn Todd Van Luling lagðist í mikla rannsóknarvinnu og eftir mikla leit fann hann manninn sem leikur ljóta nakta manninn í Friends. Eftir eins árs vinnu fann blaðamaðurinn loksins manninn sjálfan, en hann heitir Jon Haugen og má sjá mynd af honum hér að neðan.Jon Haugen.Mynd/huffington postHaugen samþykkti að veita Huffington Post ítarlegt viðtal. „Það er aðeins einn maður sem fór með hlutverk ljóta nakta mannsins og það er ég,“ segir Haugen í samtali við blaðamanninn þann 16. maí. „Ástæðan fyrir því að ég hef aldrei stigið fram var að Warner Brothers vildi halda þessu leyndu í einhvern tíma. Mér datt aldrei í hug að ég myndi fá símtal frá þeim og beðinn um að leika karakterinn aftur. Þetta var einhver skemmtilegasti tími ævi minnar.“ Eitt frægasta atriði í þáttunum snéri að ljóta nakta manninum en þá höfðu vinirnir útbúið langt spjót til að pota í hann, þar sem þeir héldu að nakti nágranninn væri dáinn. „Þetta var ekkert sársaukafullt, það erfiðasta við það atriði var að halda niðri í mér andanum allan tímann. Við tókum atriði upp um miðja nótt og ég var orðinn mjög þreyttur eftir langan dag.“
Friends Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira