Að elska að hata Samfylkinguna Bolli Héðinsson skrifar 2. júní 2016 07:00 Afar vinsælt er að finna Samfylkingunni flest til foráttu og kenna henni um flest það sem aflaga fór í síðustu ríkisstjórn og fyrir að hafa ekki leiðrétt allt það ranglæti sem þjóðin hefur verið beitt undanfarna áratugi. Hvort heldur það erný stjórnarskráinnköllun aflaheimildaendurreisn heilbrigðiskerfisins Svo aðeins fátt eitt sé talið. Merkilegt er að engu er líkara en margir þeir sem elska að andskotast út í flokkinn fyrir að hafa „brugðist“ t.d. í stjórnarskrármálinu eða innköllun kvótans virðast gjarnan vera aðilar sem vilja alls ekki nýja stjórnarskrá og engar breytingar á fiskveiðistjórninni, svo undarlega sem það kann að hljóma. Hér mætti t.d. nefna „Virkur í athugasemdum“ en honum er mjög áfram um „svik“ Samfylkingarinnar í stóru sem smáu.Vinstri, hægri, græn, blá Spyrja má hvar eigi að staðsetja Samfylkinguna á hefðbundnum vinstri/hægri – skala og þá jafnvel út frá því hvar aðrir flokkar hafa kosið að staðsetja sig. Hér skulu tilgreind nokkur dæmi.l Er það „vinstri“ við það að halda uppi matvælaverði til almennings með því að hamla innflutningi kjúklinga- og svínakjöts í samkeppni við „innlenda“ framleiðendur með lögheimili á Tortóla?l Hvað er „grænt“ við það að greiða fyrir landgræðslu sem sauðfé fær svo óáreitt að bíta þannig að síðan sé hægt að borga aftur meðgjöf með útflutningi þess sama kjöts? (Eins og prófessor við Landbúnaðarháskólann hefur rakið í nokkrum blaðagreinum https://www.visir.is/storslysalegur-samningur/article/2016160529251)l Hvað er „vinstri“ við að festa í lög eina mjólkursamsölu í stað þess láta nægja að tryggja að allir bændur sitji við sama borð við söfnun mjólkur til einstakra úrvinnslustöðva Nú vill svo til að þessi þrjú ofangreindu tilvik eru öll einmitt stefna Sjálfstæðisflokksins og fleiri flokka í landbúnaðarmálum en spurningin er, eru þau samt til vinstri? Bændur eiga vísan stuðning allra flokka en það er ekki sama hvernig fjármunum til þeirra er varið hvort halda eigi þeim í fátæktargildru næsta áratuginn eða stokka upp kerfið. Útboð fiskveiðikvóta – vinstri/hægri? Er eitthvað til „vinstri“ við það að neita að láta bjóða í fiskveiðikvóta svo að þjóðin hagnist sem mest á eign sinni? (Ef svo ólíklega vildi til að eitthvert byggðarlag kæmi verr út þá væri hægur vandi að vinna í því með þeim fjármunum sem fengjust úr útboðinu.) Er þessi afstaða vinstri eða hægri? Þetta er einmitt einnig stefna Sjálfstæðisflokksins og fleiri flokka, að koma í veg fyrir að þjóðin fái fullt gjald fyrir afnot útgerðarinnar af auðlind í þjóðareigu. Þessi fáeinu dæmi gætu varpað ljósi á hvaða flokkar eiga samleið þegar um stærstu mál þjóðarinnar og afkomu almennings er að ræða. Hér er ekki alveg einfalt að nota hina hefðbundnu mælikvarða á stjórnmálaflokkana og mun rökréttara er að bregða kvarðanum „standa flokkarnir með hagsmunum almennings gegn sérhagsmunum?“.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Afar vinsælt er að finna Samfylkingunni flest til foráttu og kenna henni um flest það sem aflaga fór í síðustu ríkisstjórn og fyrir að hafa ekki leiðrétt allt það ranglæti sem þjóðin hefur verið beitt undanfarna áratugi. Hvort heldur það erný stjórnarskráinnköllun aflaheimildaendurreisn heilbrigðiskerfisins Svo aðeins fátt eitt sé talið. Merkilegt er að engu er líkara en margir þeir sem elska að andskotast út í flokkinn fyrir að hafa „brugðist“ t.d. í stjórnarskrármálinu eða innköllun kvótans virðast gjarnan vera aðilar sem vilja alls ekki nýja stjórnarskrá og engar breytingar á fiskveiðistjórninni, svo undarlega sem það kann að hljóma. Hér mætti t.d. nefna „Virkur í athugasemdum“ en honum er mjög áfram um „svik“ Samfylkingarinnar í stóru sem smáu.Vinstri, hægri, græn, blá Spyrja má hvar eigi að staðsetja Samfylkinguna á hefðbundnum vinstri/hægri – skala og þá jafnvel út frá því hvar aðrir flokkar hafa kosið að staðsetja sig. Hér skulu tilgreind nokkur dæmi.l Er það „vinstri“ við það að halda uppi matvælaverði til almennings með því að hamla innflutningi kjúklinga- og svínakjöts í samkeppni við „innlenda“ framleiðendur með lögheimili á Tortóla?l Hvað er „grænt“ við það að greiða fyrir landgræðslu sem sauðfé fær svo óáreitt að bíta þannig að síðan sé hægt að borga aftur meðgjöf með útflutningi þess sama kjöts? (Eins og prófessor við Landbúnaðarháskólann hefur rakið í nokkrum blaðagreinum https://www.visir.is/storslysalegur-samningur/article/2016160529251)l Hvað er „vinstri“ við að festa í lög eina mjólkursamsölu í stað þess láta nægja að tryggja að allir bændur sitji við sama borð við söfnun mjólkur til einstakra úrvinnslustöðva Nú vill svo til að þessi þrjú ofangreindu tilvik eru öll einmitt stefna Sjálfstæðisflokksins og fleiri flokka í landbúnaðarmálum en spurningin er, eru þau samt til vinstri? Bændur eiga vísan stuðning allra flokka en það er ekki sama hvernig fjármunum til þeirra er varið hvort halda eigi þeim í fátæktargildru næsta áratuginn eða stokka upp kerfið. Útboð fiskveiðikvóta – vinstri/hægri? Er eitthvað til „vinstri“ við það að neita að láta bjóða í fiskveiðikvóta svo að þjóðin hagnist sem mest á eign sinni? (Ef svo ólíklega vildi til að eitthvert byggðarlag kæmi verr út þá væri hægur vandi að vinna í því með þeim fjármunum sem fengjust úr útboðinu.) Er þessi afstaða vinstri eða hægri? Þetta er einmitt einnig stefna Sjálfstæðisflokksins og fleiri flokka, að koma í veg fyrir að þjóðin fái fullt gjald fyrir afnot útgerðarinnar af auðlind í þjóðareigu. Þessi fáeinu dæmi gætu varpað ljósi á hvaða flokkar eiga samleið þegar um stærstu mál þjóðarinnar og afkomu almennings er að ræða. Hér er ekki alveg einfalt að nota hina hefðbundnu mælikvarða á stjórnmálaflokkana og mun rökréttara er að bregða kvarðanum „standa flokkarnir með hagsmunum almennings gegn sérhagsmunum?“.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar