Innlent

Ástþór segist ekki vera efnaður maður

Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa
Ástþór segist hafa ofboðið líf ríka fólksins.
Ástþór segist hafa ofboðið líf ríka fólksins. vísir/anton brink
Í föstudagsviðtalinu þar sem Andri Snær, Guðrún og Ástþór mættust barst talið að daglegu lífi forsetaframbjóðendanna.

Ástþór segist skapa sér vinnu í gegnum tölvuna.

„Ég vinn í gegnum netið og tölvuna. Þannig að ég get unnið alls staðar og bý að mestu erlendis,“ segir hann.

Ástþór er lærður ljósmyndari og rak framköllunarfyrirtæki sem fór í samkeppni við Hans Petersen. Þekktasta fyrirtækið sem hann hefur stofnað er þó Kreditkort hf. sem var með mastercard. Honum hefur gengið vel í lífinu en svarar spurningunni um hvort hann sé efnaður maður neitandi.

Ástþór mætti í föstudagsviðtalið ásamt Andra Snæ og Guðrúnu. vísir/Anton Brink
„Þegar ég var um fertugt fékk ég hálfgert ógeð, þegar ég kynntist lífi virkilega efnaðs fólks. Ég átti litla þotu og var að leigja út. Ég flaug með hertogaynju frá Bretlandi með innanhússarkitekt til að kaupa gardínur í París og þá ofbauð mér peningaflaumurinn.“

Ástþór segir að það hafi orðið til þess að hann sneri við blaðinu í lífinu.

„Þá stofnaði ég Frið 2000. Ég fann að ég gat ekki lifað svona. Ég notaði mikið af mínum pening til að stofna þessi samtök og hef verið stærsti styrktaraðilinn í því. Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“


Tengdar fréttir

Hafa öll verið bænheyrð

Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×