Fótbolti

Ragnar: Vissum innst inni að við færum létt með Liechtenstein

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnar Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Ragnar Sigurðsson í leiknum í kvöld. vísir/eyþór
„Við vissum það innst inni að við myndum fara frekar létt með Liechtenstein,“ segir varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir 4-0 sigur á liðinu í kvöld. Ísland er núna á leiðinni til Frakklands og fer liðið út í fyrramálið. Fyrsti leikur á EM verður síðan 14. júní gegn Portúgal.

„Við erum töluvert betri en þeir og sýndum það í dag. Það var bara mjög fínt fyrir okkur að fá auðveldan 4-0 leik. Við nenntum síðan ekkert að vera spila eins og aular, eins og við gerðum síðast.“

Raggi segir að það sé alltaf þægilegt þegar maður er meira með boltann en hitt liðið.

„Þó svo að þetta hafi ekki verið erfiðasti leikur í heimi þá gefur þetta okkur sjálfstraust, og sérstaklega þegar við vinnum svona stórt. Maður er núna búinn að hugsa um þetta mót mjög lengi og bíða spenntur. Núna er þetta bara að skella á en ég held að aðal titringurinn í hópnum komi daginn fyrir leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×