Fótbolti

Þjóðin um Lars á Twitter: Svíum fyrirgefið fyrir ABBA

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tístarinn Aron Hlynur bjó til þessa mynd og setti á Twitter í kvöld.
Tístarinn Aron Hlynur bjó til þessa mynd og setti á Twitter í kvöld. mynd/aron hlynur
Lars Lagerbäck var kvaddur með pomp og prakt á Laugardalsvelli í kvöld eftir 4-0 sigur strákanna okkar gegn Liechtenstein í síðasta leik liðsins fyrir EM í Frakklandi.

Kolbeinn Sigþórsson, Alfreð Finnbogason, Birkir Már Sævarsson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörkin fyrir íslenska liðið sem heldur til Frakklands á morgun.

Sjá einnig:Mun Lars halda með Íslandi eða Svíþjóð í framtíðinni?

Lars Lagerbäck hefur stýrt íslenska liðinu ásamt Heimi Hallgrímssyni í tæp fimm ár og kom því ásamt Eyjamanninum á stórmót í fyrsta sinn í sögunni.

Hann á enn að minnsta kosti eftir þrjá leiki eða eins og einn íslenski tístarinn sagði á Twitter í kvöld: „Synd að hann eigi bara sjö leiki eftir.“ Það myndi þýða að Ísland komist í úrslitaleikinn á EM.

Þjóðin þakkaði Lars Lagerbäck fyrir vel unnin störf á Twitter í kvöld undir kassamerkinu #takklars og hér að neðan má sjá brot af því helsta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×