Ólýðræðisleg vinnubrögð Stúdentaráðs Stúdentaráðsliðar Röskvu skrifar 7. júní 2016 08:21 Undanfarnar vikur hefur verið uppi umræða um ólýðræðisleg vinnubrögð innan Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Umræðan snýr að kosningu nemenda á fulltrúum sínum í æðsta ráð Háskóla Íslands, Háskólaráð. Fram til ársins 2014 var kosið um umrædda fulltrúa í almennum kosningum annað hvert ár. Um það er kveðið í reglum Háskóla Íslands. Þar stendur að „tilnefning fulltrúa nemenda [í Háskólaráð] skal vera í samræmi við niðurstöðu sérstakrar hlutfallskosningar sem fram fer í febrúar annað hvert ár. Kosnir skulu tveir aðalmenn og tveir varamenn til setu í háskólaráði til tveggja ára.“ Jafnframt stendur þar að „kosningarétt hafa allir skrásettir nemendur Háskóla Íslands“ og að „Stúdentaráð Háskóla Íslands annast framkvæmd kosningarinnar.“ Þessum reglum hefur ekki verið fylgt frá árinu 2014. Ástæðan fyrir því að Stúdentaráð skipaði í ráðið án allsherjarkosninga það ár er sú að Stúdentaráð virðist hafa gleymt að gera ráð fyrir kosningum til Háskólaráðs við gerð nýs kosningakerfis, þar sem kosið er innan sviða háskólans, sem innleitt var árið 2013. Þáverandi forystu Stúdentaráðs var þó gert ljóst að fyrir árið 2016 væri hægt að útbúa kosningakerfi sem gerði allsherjarkosningar til Háskólaráðs mögulegar. Slíkt kosningakerfi var aldrei útbúið þar sem samþykkt var á stjórnarfundi síðasta Stúdentaráðs í nóvember að sleppa því að halda allsherjarkosningar til Háskólaráðs. Stjórn Stúdentaráðs starfar í umboði Stúdentaráðs og samanstendur af formanni og varaformanni ráðsins ásamt sviðsráðsformönnum þess. Umrædd stjórn tók þessa ákvörðun án þess að leita álits Stúdentaráðs og lagði þar að auki aldrei fram skýrar forsendur fyrir réttmæti ákvörðunarinnar. Nýkjörið Stúdentaráð sem tók við í maí síðastliðnum hefur nú fundað fjórum sinnum um málið á rúmum tveimur vikum. Stúdentaráðsliðar Röskvu hafa á öllum þessum fundum gagnrýnt vinnubrögð Stúdentaráðs harðlega og lagst gegn þeirri afstöðu sem nýkjörin forysta ráðsins virðist hafa tekið frá byrjun, það er að tilnefna fulltrúa nemenda í Háskólaráð til næstu tveggja ára án allsherjarkosninga. Fulltrúar nemenda í Háskólaráði 2014-16 hafa þar að auki mótmælt þessari afstöðu harðlega og sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis á nýkjörið Stúdentaráð á skiptafundi þess 19. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir það samþykkti meirihluti Stúdentaráðs á fundi ráðsins 4. júní síðastliðinn að tilnefna í Háskólaráð án allsherjarkosninga. Stúdentaráðsliðar Röskvu lögðust eindregið gegn því og var tillaga þeirra um lýðræðislegar kosningar felld. Nú stendur til að Stúdentaráð kjósi fulltrúa nemenda í umræddar stöður og hefur fyrrverandi formaður SHÍ, sem lagði til að ekki yrði kosið í ráðið í allsherjarkosningum, boðið sig fram í það. Slík vinnubrögð verða að teljast óeðlileg. Fráleitt er að hrifsa réttinn frá nemendum til að kjósa sér fulltrúa í æðsta ráð háskólans. Meirihluti Stúdentaráðs virðist vera ósammála því. Við teljum það ótrúlegt í ljósi þeirra gilda sem ráðið þykist standa fyrir. Stúdentaráðsliðar Röskvu harma ákvörðunina. Stúdentaráðsliðar Röskvu, Alma Ágústsdóttir Brynja Helgadóttir Elinóra Guðmundsdóttir Elísabet Brynjarsdóttir Eydís Blöndal Ingvar Þór Björnsson Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir Nanna Hermannsdóttir Ragna Sigurðardóttir Ragnar Auðun Árnason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur verið uppi umræða um ólýðræðisleg vinnubrögð innan Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Umræðan snýr að kosningu nemenda á fulltrúum sínum í æðsta ráð Háskóla Íslands, Háskólaráð. Fram til ársins 2014 var kosið um umrædda fulltrúa í almennum kosningum annað hvert ár. Um það er kveðið í reglum Háskóla Íslands. Þar stendur að „tilnefning fulltrúa nemenda [í Háskólaráð] skal vera í samræmi við niðurstöðu sérstakrar hlutfallskosningar sem fram fer í febrúar annað hvert ár. Kosnir skulu tveir aðalmenn og tveir varamenn til setu í háskólaráði til tveggja ára.“ Jafnframt stendur þar að „kosningarétt hafa allir skrásettir nemendur Háskóla Íslands“ og að „Stúdentaráð Háskóla Íslands annast framkvæmd kosningarinnar.“ Þessum reglum hefur ekki verið fylgt frá árinu 2014. Ástæðan fyrir því að Stúdentaráð skipaði í ráðið án allsherjarkosninga það ár er sú að Stúdentaráð virðist hafa gleymt að gera ráð fyrir kosningum til Háskólaráðs við gerð nýs kosningakerfis, þar sem kosið er innan sviða háskólans, sem innleitt var árið 2013. Þáverandi forystu Stúdentaráðs var þó gert ljóst að fyrir árið 2016 væri hægt að útbúa kosningakerfi sem gerði allsherjarkosningar til Háskólaráðs mögulegar. Slíkt kosningakerfi var aldrei útbúið þar sem samþykkt var á stjórnarfundi síðasta Stúdentaráðs í nóvember að sleppa því að halda allsherjarkosningar til Háskólaráðs. Stjórn Stúdentaráðs starfar í umboði Stúdentaráðs og samanstendur af formanni og varaformanni ráðsins ásamt sviðsráðsformönnum þess. Umrædd stjórn tók þessa ákvörðun án þess að leita álits Stúdentaráðs og lagði þar að auki aldrei fram skýrar forsendur fyrir réttmæti ákvörðunarinnar. Nýkjörið Stúdentaráð sem tók við í maí síðastliðnum hefur nú fundað fjórum sinnum um málið á rúmum tveimur vikum. Stúdentaráðsliðar Röskvu hafa á öllum þessum fundum gagnrýnt vinnubrögð Stúdentaráðs harðlega og lagst gegn þeirri afstöðu sem nýkjörin forysta ráðsins virðist hafa tekið frá byrjun, það er að tilnefna fulltrúa nemenda í Háskólaráð til næstu tveggja ára án allsherjarkosninga. Fulltrúar nemenda í Háskólaráði 2014-16 hafa þar að auki mótmælt þessari afstöðu harðlega og sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis á nýkjörið Stúdentaráð á skiptafundi þess 19. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir það samþykkti meirihluti Stúdentaráðs á fundi ráðsins 4. júní síðastliðinn að tilnefna í Háskólaráð án allsherjarkosninga. Stúdentaráðsliðar Röskvu lögðust eindregið gegn því og var tillaga þeirra um lýðræðislegar kosningar felld. Nú stendur til að Stúdentaráð kjósi fulltrúa nemenda í umræddar stöður og hefur fyrrverandi formaður SHÍ, sem lagði til að ekki yrði kosið í ráðið í allsherjarkosningum, boðið sig fram í það. Slík vinnubrögð verða að teljast óeðlileg. Fráleitt er að hrifsa réttinn frá nemendum til að kjósa sér fulltrúa í æðsta ráð háskólans. Meirihluti Stúdentaráðs virðist vera ósammála því. Við teljum það ótrúlegt í ljósi þeirra gilda sem ráðið þykist standa fyrir. Stúdentaráðsliðar Röskvu harma ákvörðunina. Stúdentaráðsliðar Röskvu, Alma Ágústsdóttir Brynja Helgadóttir Elinóra Guðmundsdóttir Elísabet Brynjarsdóttir Eydís Blöndal Ingvar Þór Björnsson Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir Nanna Hermannsdóttir Ragna Sigurðardóttir Ragnar Auðun Árnason
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun