Sport

Will Smith fylgir manninum sem hann lék síðasta spölinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Smith og Ali.
Smith og Ali. vísir/getty
Útför bandarísku hnefaleikagoðsagnarinnar Muhammads Ali verður haldin í heimaborg hans, Louisville í Kentucky, á föstudaginn.

Útförin fer fram á KFC Yum! leikvanginum og verður opin almenningi. Á morgun verður svo minningarathöfn að múslimskum sið í Freedom Hall þar sem fyrsti bardagi Alis sem atvinnumaður fór fram.

Mörg fyrirmenni og þjóðarleigtogar hafa boðað komu sína á föstudaginn, þ.á.m. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, og Abdullah Jórdaníukonungur.

Barack Obama Bandaríkjaforseti getur hins vegar ekki verið viðstaddur útförina en eldri dóttir hans, Malia Ann, er að útskrifast úr menntaskóla á sama tíma.

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verður á meðal ræðumanna ásamt leikaranum Billy Crystal.

Annar leikari, Will Smith, verður á meðal kistubera en hann fór með hlutverk Alis í samnefndri mynd frá árinu 2011. Fyrrum heimsmeistarinn Lennox Lewis verður einnig á meðal kistubera.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×