Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2016 15:00 Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. Þá myndi hann strax byrja að skipuleggja heimsóknir þjóðarinnar á Bessastaði sem hann segir að verði áfram „pjattstaður og pótintáta“ verði hann ekki kosinn forseti. Davíð er þriðji forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Betra að biðjast afsökunar á ummælum en hlaupa frá þeim Að mati Davíðs er mjög æskilegt að þjóðin viti hvar hún hefur forseta sinn. „Þess vegna er svo mikilvægt að hann hlaupi ekki frá öllu því sem hann hefur sagt og fari ekki hreinlega með ósannindi eins og við höfum séð nýleg dæmi um, það er ekki gott.“Ertu þá að vísa til Guðna Th.? „Ég er bara að nefna það sem við höfum séð nýleg dæmi um eins og þú varst að nefna hér áður. Ég tel að það sé mjög þýðingarmikið að þjóðin þekki forseta sinn og viti hvar hún hefur hann og hann hlaupi alls ekki frá öllu því sem hann hefur sagt og gert. Það sé miklu betra bara að biðjast afsökunar á því hafi hann sagt eitthvað sem hann sjái eftir núna en ekki að hlaupa frá því og kannast ekki við það.“ Aðspurður segist Davíð ekki þurfa að biðjast afsökunar á neinum slíkum yfirlýsingum. „Ég stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið og ef að þær væru þess eðlis sem við höfum séð nýlega þá myndi ég vera mjög hugsandi yfir minni stöðu, hvort ég gæti gegnt embætti forseta Íslands.“Þjóðarsigur þegar Ólafur Ragnar synjaði Icesave-samningum í tvígang Mikið hefur verið rætt um málskotsrétt forseta sem einnig er kallað synjunarvald í kosningabaráttunni enda beitti núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, því fyrstur allra. Hann gerði það í fyrsta sinn árið 2004 þegar hann synjaði fjölmiðlalögum Davíðs staðfestingar og svo neitaði hann í tvígang að samþykkja Icesave-samninga ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Að mati Davíðs var það ekki heppilegt að Ólafur skuli hafa synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar en hann segir að það hafi verið gert í þágu fjölmiðlafyrirtækins Norðurljósa, forvera 365. Ólafur hafi hins vegar gert rétt þegar hann synjaði Icesave. „Þegar hann gerði það í þágu þessa fyrirtækis hér þá var það ekki heppilegt enda var það þannig að þau lög áttu ekki að taka gildi fyrr en þremur árum seinna eftir kosningar þannig að það var fráleitt að beita því. Enda fór það mál ekkert til þjóðarinnar. Það var þess vegna ekki málskotsréttur sem var að virka þar. En varðandi Icesave þá var það mjög mikil björgunaraðgerð af hálfu forsetans. Það reyndar börðust allir gegn því. Fjölmiðlarnir þessir tveir bæði þið þessi fjölmiðill og Ríkisútvarpið börðust harkalega gegn forsetanum og reyndar öll elítan háskólaprófessorarnir sem við þekkjum en þjóðin tók afstöðu með forsetanum og afstöðu með sjálfri sér og það var mikill sigur þjóðarsigur.“Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð leyfir áhugasömum að skyggnast bakvið tjöldin í baráttunni Forsetaframbjóðandinn fer með lyklavöldin í dag á Snapchat-reikningi fréttastofunnar, stod2frettir. 8. júní 2016 11:14 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. Þá myndi hann strax byrja að skipuleggja heimsóknir þjóðarinnar á Bessastaði sem hann segir að verði áfram „pjattstaður og pótintáta“ verði hann ekki kosinn forseti. Davíð er þriðji forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Betra að biðjast afsökunar á ummælum en hlaupa frá þeim Að mati Davíðs er mjög æskilegt að þjóðin viti hvar hún hefur forseta sinn. „Þess vegna er svo mikilvægt að hann hlaupi ekki frá öllu því sem hann hefur sagt og fari ekki hreinlega með ósannindi eins og við höfum séð nýleg dæmi um, það er ekki gott.“Ertu þá að vísa til Guðna Th.? „Ég er bara að nefna það sem við höfum séð nýleg dæmi um eins og þú varst að nefna hér áður. Ég tel að það sé mjög þýðingarmikið að þjóðin þekki forseta sinn og viti hvar hún hefur hann og hann hlaupi alls ekki frá öllu því sem hann hefur sagt og gert. Það sé miklu betra bara að biðjast afsökunar á því hafi hann sagt eitthvað sem hann sjái eftir núna en ekki að hlaupa frá því og kannast ekki við það.“ Aðspurður segist Davíð ekki þurfa að biðjast afsökunar á neinum slíkum yfirlýsingum. „Ég stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið og ef að þær væru þess eðlis sem við höfum séð nýlega þá myndi ég vera mjög hugsandi yfir minni stöðu, hvort ég gæti gegnt embætti forseta Íslands.“Þjóðarsigur þegar Ólafur Ragnar synjaði Icesave-samningum í tvígang Mikið hefur verið rætt um málskotsrétt forseta sem einnig er kallað synjunarvald í kosningabaráttunni enda beitti núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, því fyrstur allra. Hann gerði það í fyrsta sinn árið 2004 þegar hann synjaði fjölmiðlalögum Davíðs staðfestingar og svo neitaði hann í tvígang að samþykkja Icesave-samninga ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Að mati Davíðs var það ekki heppilegt að Ólafur skuli hafa synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar en hann segir að það hafi verið gert í þágu fjölmiðlafyrirtækins Norðurljósa, forvera 365. Ólafur hafi hins vegar gert rétt þegar hann synjaði Icesave. „Þegar hann gerði það í þágu þessa fyrirtækis hér þá var það ekki heppilegt enda var það þannig að þau lög áttu ekki að taka gildi fyrr en þremur árum seinna eftir kosningar þannig að það var fráleitt að beita því. Enda fór það mál ekkert til þjóðarinnar. Það var þess vegna ekki málskotsréttur sem var að virka þar. En varðandi Icesave þá var það mjög mikil björgunaraðgerð af hálfu forsetans. Það reyndar börðust allir gegn því. Fjölmiðlarnir þessir tveir bæði þið þessi fjölmiðill og Ríkisútvarpið börðust harkalega gegn forsetanum og reyndar öll elítan háskólaprófessorarnir sem við þekkjum en þjóðin tók afstöðu með forsetanum og afstöðu með sjálfri sér og það var mikill sigur þjóðarsigur.“Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð leyfir áhugasömum að skyggnast bakvið tjöldin í baráttunni Forsetaframbjóðandinn fer með lyklavöldin í dag á Snapchat-reikningi fréttastofunnar, stod2frettir. 8. júní 2016 11:14 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Davíð leyfir áhugasömum að skyggnast bakvið tjöldin í baráttunni Forsetaframbjóðandinn fer með lyklavöldin í dag á Snapchat-reikningi fréttastofunnar, stod2frettir. 8. júní 2016 11:14