Lést aðeins nokkrum tímum eftir þjálfaraviðtal hjá New York Knicks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 10:30 Sean Rooks að störfum. Vísir/AFP Sean Rooks, sem lék á sínum tíma í NBA-deildinni í tólf ár, lést í gær aðeins 46 ára gamall eftir að hafa hnigið niður á veitingastað en hann var á uppleið sem framtíðar þjálfari í NBA-deildinni. Sean Rooks var mjög vel liðinn innan NBA-fjölskyldunnar. Móðir hans gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kom fram að hún hefði misst son sinn. Sean Rooks var staddur á veitingarstað í Philadelphia. Hann var nýkominn frá New York þar sem hann fór í þjálfaraviðtal hjá New York Knicks. Sean Rooks hitti þar nýja þjálfarann Jeff Hornacek, framkvæmdastjórann Steve Mills og forsetann Phil Jackson en þar ræddu þeir möguleikann á því að Rooks yrði aðstoðarþjálfari Jeff Hornacek á næsta tímabili. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla gekk þessi fundur það vel að New York Knicks mennirnir voru bjartsýnir á það að Sean Rooks kæmi um borð og yrði aðstoðarmaður Hornacek. Sean Rooks var einmitt fæddur í New York borg árið 1969. Það var nóg að gera hjá Sean Rooks sem átti að fljúga til Kína í framhaldinu þar sem hann átti að vinna kynningarstarf fyrir NBA-deildina. Ekkert varð þó af þeirri ferð. Sean Rooks sem var 208 sentímetra miðherji lék 749 leiki í NBA-deildinni með sex liðum frá 1992 til 2004. Rooks var valinn af Dallas Mavericks en lék einnig með liðum Minnesota Timberwolves, Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers, Los Angeles Clippers, New Orleans Hornets og Orlando Magic. Hann hafði síðustu tvö ár unnið sem einkaþjálfari leikmanna Philadelphia 76ers. Eftir að hann hætti að spila þá hafði hann byrjað á botninum og unnið sig upp sem þjálfari en þar á meðal var fimm ára starf hans í D-deildinni sem er þróunardeild fyrir NBA. Hann fékk síðan sitt fyrsta NBA-starf hjá Philadelphia 76ers og það leit út fyrir að hann væri að fá meiri ábyrgð í NBA-deildinni á komandi árum.Sean Rooks: Rest In Heaven My Friend! pic.twitter.com/y9krSHK6Yb— SHAQ (@SHAQ) June 8, 2016 We Remember Sean Rookshttps://t.co/gsavzQYIAF— NBA (@NBA) June 9, 2016 The NBA family mourns the loss of Sean Rooks, an accomplished player, popular teammate and respected coach. pic.twitter.com/F9WHh6BTtT— NBA (@NBA) June 8, 2016 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira
Sean Rooks, sem lék á sínum tíma í NBA-deildinni í tólf ár, lést í gær aðeins 46 ára gamall eftir að hafa hnigið niður á veitingastað en hann var á uppleið sem framtíðar þjálfari í NBA-deildinni. Sean Rooks var mjög vel liðinn innan NBA-fjölskyldunnar. Móðir hans gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kom fram að hún hefði misst son sinn. Sean Rooks var staddur á veitingarstað í Philadelphia. Hann var nýkominn frá New York þar sem hann fór í þjálfaraviðtal hjá New York Knicks. Sean Rooks hitti þar nýja þjálfarann Jeff Hornacek, framkvæmdastjórann Steve Mills og forsetann Phil Jackson en þar ræddu þeir möguleikann á því að Rooks yrði aðstoðarþjálfari Jeff Hornacek á næsta tímabili. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla gekk þessi fundur það vel að New York Knicks mennirnir voru bjartsýnir á það að Sean Rooks kæmi um borð og yrði aðstoðarmaður Hornacek. Sean Rooks var einmitt fæddur í New York borg árið 1969. Það var nóg að gera hjá Sean Rooks sem átti að fljúga til Kína í framhaldinu þar sem hann átti að vinna kynningarstarf fyrir NBA-deildina. Ekkert varð þó af þeirri ferð. Sean Rooks sem var 208 sentímetra miðherji lék 749 leiki í NBA-deildinni með sex liðum frá 1992 til 2004. Rooks var valinn af Dallas Mavericks en lék einnig með liðum Minnesota Timberwolves, Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers, Los Angeles Clippers, New Orleans Hornets og Orlando Magic. Hann hafði síðustu tvö ár unnið sem einkaþjálfari leikmanna Philadelphia 76ers. Eftir að hann hætti að spila þá hafði hann byrjað á botninum og unnið sig upp sem þjálfari en þar á meðal var fimm ára starf hans í D-deildinni sem er þróunardeild fyrir NBA. Hann fékk síðan sitt fyrsta NBA-starf hjá Philadelphia 76ers og það leit út fyrir að hann væri að fá meiri ábyrgð í NBA-deildinni á komandi árum.Sean Rooks: Rest In Heaven My Friend! pic.twitter.com/y9krSHK6Yb— SHAQ (@SHAQ) June 8, 2016 We Remember Sean Rookshttps://t.co/gsavzQYIAF— NBA (@NBA) June 9, 2016 The NBA family mourns the loss of Sean Rooks, an accomplished player, popular teammate and respected coach. pic.twitter.com/F9WHh6BTtT— NBA (@NBA) June 8, 2016
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira