Sokkinn kostnaður Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. maí 2016 07:00 Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði fer versnandi. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents við hagfræðideild Háskóla Íslands, sem segir háskólamenntaða í dag ekki hafa sömu tækifæri og þeir höfðu áður. Þannig benda allar vísbendingar til þess að menntun skili ekki lengur þeim ábata sem hún gerði áður og ábatinn er almennt minni hér á landi en í öðrum löndum OECD. Tekjur þeirra sem eru á aldrinum milli tvítugs og þrítugs hafa lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Um er að ræða vanda á heimsvísu. „Þúsaldarkynslóðin“ hefur verið að dragast aftur úr. „Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og áður hefur þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna fyrir sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna eru í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. Katrín Ólafsdóttir, doktor í vinnumarkaðsfræði, segir viðvörunarljósin loga og málið þurfi að skoða áður en úr því verði alvöru vandamál. Auðvitað er margt á því að græða, annað en peninga, að bæta við sig þekkingu og menntun. En staðan út frá fjárhagslegu sjónarmiði er einfaldlega þessi. Ábatinn af því að mennta sig er ekki nægilega mikill. Hættan er augljóslega sú að missa þetta sérhæfða fólk úr landi. Ef fólk hefur fjárfest í menntun til að auka tækifæri sín á vinnumarkaði sem síðan ekki skilar sér mun það sækja þau annað. Fjárfesting þessara einstaklinga í menntun er vel að merkja greidd af okkur öllum. Katrín segir nauðsynlegt að búa til betri leikvang fyrir atvinnulífið. Fjármagnshöftin stöðvi nýsköpun og hætt sé við að þessir sérhæfðu einstaklingar sem þjóðin hefur fjárfest í leiti út fyrir landsteinana og skili sér ekki aftur. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um stöðu ungs fólks. Hún nefndi skuldabyrði ungra barnafjölskyldna sem áhyggjuefni, stöðu fæðingarorlofs, dagvistunarkerfi sem og minnkandi kaupmátt þúsaldarkynslóðarinnar. Í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra kom fyrst og fremst fram að almennt ættu Íslendingar að hafa það betra í dag en fyrir um þrjátíu árum. Á þeim tíma hafi kaupmáttur vaxið, fæðingarorlof verið sett og þegar komi að húsnæðismálum þurfi að beygja sig undir lögmál markaðarins. Hann viðurkenndi þó að gera þurfi betur. Áhyggjur kennaranna eru raunverulegar. Þó að hér sé mögulega betra að vera en árið 1990 þýðir það ekki að hér sé betra að vera en í öðrum löndum. Stjórnvöld sem hér halda um stýrið verða að gera sér grein fyrir að þau eru í samkeppnisrekstri með íslenskan mannauð og við erum að verða undir. Það þarf svo sannarlega að gera betur og það strax. Áður en úr þessu verður enn frekara alvöru vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði fer versnandi. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents við hagfræðideild Háskóla Íslands, sem segir háskólamenntaða í dag ekki hafa sömu tækifæri og þeir höfðu áður. Þannig benda allar vísbendingar til þess að menntun skili ekki lengur þeim ábata sem hún gerði áður og ábatinn er almennt minni hér á landi en í öðrum löndum OECD. Tekjur þeirra sem eru á aldrinum milli tvítugs og þrítugs hafa lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Um er að ræða vanda á heimsvísu. „Þúsaldarkynslóðin“ hefur verið að dragast aftur úr. „Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og áður hefur þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna fyrir sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna eru í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. Katrín Ólafsdóttir, doktor í vinnumarkaðsfræði, segir viðvörunarljósin loga og málið þurfi að skoða áður en úr því verði alvöru vandamál. Auðvitað er margt á því að græða, annað en peninga, að bæta við sig þekkingu og menntun. En staðan út frá fjárhagslegu sjónarmiði er einfaldlega þessi. Ábatinn af því að mennta sig er ekki nægilega mikill. Hættan er augljóslega sú að missa þetta sérhæfða fólk úr landi. Ef fólk hefur fjárfest í menntun til að auka tækifæri sín á vinnumarkaði sem síðan ekki skilar sér mun það sækja þau annað. Fjárfesting þessara einstaklinga í menntun er vel að merkja greidd af okkur öllum. Katrín segir nauðsynlegt að búa til betri leikvang fyrir atvinnulífið. Fjármagnshöftin stöðvi nýsköpun og hætt sé við að þessir sérhæfðu einstaklingar sem þjóðin hefur fjárfest í leiti út fyrir landsteinana og skili sér ekki aftur. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um stöðu ungs fólks. Hún nefndi skuldabyrði ungra barnafjölskyldna sem áhyggjuefni, stöðu fæðingarorlofs, dagvistunarkerfi sem og minnkandi kaupmátt þúsaldarkynslóðarinnar. Í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra kom fyrst og fremst fram að almennt ættu Íslendingar að hafa það betra í dag en fyrir um þrjátíu árum. Á þeim tíma hafi kaupmáttur vaxið, fæðingarorlof verið sett og þegar komi að húsnæðismálum þurfi að beygja sig undir lögmál markaðarins. Hann viðurkenndi þó að gera þurfi betur. Áhyggjur kennaranna eru raunverulegar. Þó að hér sé mögulega betra að vera en árið 1990 þýðir það ekki að hér sé betra að vera en í öðrum löndum. Stjórnvöld sem hér halda um stýrið verða að gera sér grein fyrir að þau eru í samkeppnisrekstri með íslenskan mannauð og við erum að verða undir. Það þarf svo sannarlega að gera betur og það strax. Áður en úr þessu verður enn frekara alvöru vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. maí.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar