„Ég hélt að við Guðni bærum gagnkvæma virðingu fyrir hvort öðru“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2016 16:14 Halla Tómasdóttir og Guðni Th. Jóhannesson vísir „Já, sagði hann það? Það kemur mér á óvart því ég hélt að við Guðni bærum gagnkvæma virðingu fyrir hvort öðru þannig að mér þykir leitt að heyra ef að það er skoðun hans að ég sé ekki sterk kona,“ sagði Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í beinni hjá Nova í dag en þar var hún spurð út í ummæli Guðna Th. Jóhannessonar forsetaframbjóðanda sem hann lét falla í Speglinum í gær. Þar var Guðni spurður út í aðdraganda þess að hann bauð sig fram til forseta. Þar rakti hann að skorað hefði verið á að hann að fara fram bæði skömmu fyrir áramót og stuttu eftir áramót en hann gefið það frá sér, meðal annars vegna þess að hann var viss um að það kæmi fram sterkur kvenframbjóðandi og að það yrði ákall eftir konu í forsetaembættið. „Svo þróuðust mál þannig að það gerðist ekki,“ sagði Guðni í Speglinum. Þegar Halla svaraði því hvað henni þætti um þessi ummæli kvaðst hún vera óhrædd við það að hver sem er liti á hennar bakgrunn og beri hann saman við aðra frambjóðendur. „Ég hef tekið þátt í að byggja upp skóla, leitt samfélagsverkefni eins og Auður í krafti kvenna og tekið þátt í þjóðfundi, ég hef byggt upp frumkvöðlafyrirtæki, fleira en eitt, ég hef tekið þátt í að leiða umbreytingar hjá stórum alþjóðlegum fyrirtækjum,“ sagði Halla. Viðtalið við hana hjá Nova má sjá í heild sinni hér að neðan en í því kemur meðal annars fram að að hennar mati sé mikilvægasta hlutverk forsetans að sætta og sameina. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Já, sagði hann það? Það kemur mér á óvart því ég hélt að við Guðni bærum gagnkvæma virðingu fyrir hvort öðru þannig að mér þykir leitt að heyra ef að það er skoðun hans að ég sé ekki sterk kona,“ sagði Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í beinni hjá Nova í dag en þar var hún spurð út í ummæli Guðna Th. Jóhannessonar forsetaframbjóðanda sem hann lét falla í Speglinum í gær. Þar var Guðni spurður út í aðdraganda þess að hann bauð sig fram til forseta. Þar rakti hann að skorað hefði verið á að hann að fara fram bæði skömmu fyrir áramót og stuttu eftir áramót en hann gefið það frá sér, meðal annars vegna þess að hann var viss um að það kæmi fram sterkur kvenframbjóðandi og að það yrði ákall eftir konu í forsetaembættið. „Svo þróuðust mál þannig að það gerðist ekki,“ sagði Guðni í Speglinum. Þegar Halla svaraði því hvað henni þætti um þessi ummæli kvaðst hún vera óhrædd við það að hver sem er liti á hennar bakgrunn og beri hann saman við aðra frambjóðendur. „Ég hef tekið þátt í að byggja upp skóla, leitt samfélagsverkefni eins og Auður í krafti kvenna og tekið þátt í þjóðfundi, ég hef byggt upp frumkvöðlafyrirtæki, fleira en eitt, ég hef tekið þátt í að leiða umbreytingar hjá stórum alþjóðlegum fyrirtækjum,“ sagði Halla. Viðtalið við hana hjá Nova má sjá í heild sinni hér að neðan en í því kemur meðal annars fram að að hennar mati sé mikilvægasta hlutverk forsetans að sætta og sameina.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira