Stefnan sett á að toppa í Ríó Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2016 06:00 Hrafnhildur með medalíurnar þrjár. mynd/sundsamband íslands Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir hjá hafnfirsku sundkonunni Hrafnhildi Lúthersdóttur en hún snýr aftur frá London þremur medalíum ríkari. Hrafnhildur vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á lokadegi EM í 50 metra laug í London í gær en áður hafði hún unnið til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi og bronsverðlauna í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur var með annan besta tímann í undanrásunum í 50 metra bringusundinu og þriðja besta tímann í undanúrslitunum þar sem hún synti á nýju Íslandsmeti, 30,83 sekúndum. Í úrslitunum í gær synti Hrafnhildur á 30,91, eða 0,10 sekúndum á eftir sigurvegaranum, hinni sænsku Jennie Johansson. Jenna Laukkanen frá Finnlandi varð þriðja en Norðurlandabúar röðuðu sér í fimm af fyrstu sex sætunum. „Þetta er stórkostlegt, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. Hún segist ekki hafa gert sér vonir um að ná svona góðum árangri í London og leit í raun á EM sem æfingamót. „Ég gerði mér eiginlega ekkert miklar væntingar, ég fór með æfingahugsun inn í mótið. Ég hef verið að æfa á fullu, var ekkert að hvíla fyrir mótið og ætlaði bara að sjá hvar ég væri stödd,“ sagði Hrafnhildur sem fékk svo sannarlega jákvæð svör við þeirri spurningu. Að hennar sögn var markmiðið ekki að toppa á EM. Það snýst allt um Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Ég hef verið að æfa á fullu frá því á HM í fyrra en það er síðasta skiptið sem ég hef verið fullhvíld fyrir mót. Svo er stefnan sett á að toppa í Ríó,“ sagði Hrafnhildur sem setti Íslandsmet í 50, 100 og 200 metra bringusundi á HM í Kazan í fyrra. Hún sló þau öll á EM í London. Hrafnhildur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún sé að toppa of snemma. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki verið í fullri hvíld og byrja strax aftur að æfa á morgun [í dag],“ sagði Hrafnhildur sem er bjartsýn á framhaldið og er ekkert smeyk um að auknar væntingar í kjölfar árangursins í Ríó trufli hana. „Eftir því sem ég verð eldri hef ég lært að loka betur á þetta. Ég finn fyrir meiri spennu en stressi og pressu,“ sagði Hrafnhildur sem er þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið að heiman undanfarna daga. Varðandi framhaldið segir Hrafnhildur að það einkennist af æfingum. Hún tekur reyndar þátt á móti í Noregi um næstu helgi en það sé meira til gamans. Annars mun Hrafnhildur einbeita sér að æfingum, með það að markmiði að toppa í Ríó í ágúst.Íslenska sundfólkið sem keppti á EM.mynd/sundsamband íslands Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Fleiri fréttir Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Í beinni: Alaves - Real Madrid | Tekst að saxa á Börsunga? Düsseldorf nálgast toppinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Onana ekki með gegn Newcastle „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir hjá hafnfirsku sundkonunni Hrafnhildi Lúthersdóttur en hún snýr aftur frá London þremur medalíum ríkari. Hrafnhildur vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á lokadegi EM í 50 metra laug í London í gær en áður hafði hún unnið til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi og bronsverðlauna í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur var með annan besta tímann í undanrásunum í 50 metra bringusundinu og þriðja besta tímann í undanúrslitunum þar sem hún synti á nýju Íslandsmeti, 30,83 sekúndum. Í úrslitunum í gær synti Hrafnhildur á 30,91, eða 0,10 sekúndum á eftir sigurvegaranum, hinni sænsku Jennie Johansson. Jenna Laukkanen frá Finnlandi varð þriðja en Norðurlandabúar röðuðu sér í fimm af fyrstu sex sætunum. „Þetta er stórkostlegt, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. Hún segist ekki hafa gert sér vonir um að ná svona góðum árangri í London og leit í raun á EM sem æfingamót. „Ég gerði mér eiginlega ekkert miklar væntingar, ég fór með æfingahugsun inn í mótið. Ég hef verið að æfa á fullu, var ekkert að hvíla fyrir mótið og ætlaði bara að sjá hvar ég væri stödd,“ sagði Hrafnhildur sem fékk svo sannarlega jákvæð svör við þeirri spurningu. Að hennar sögn var markmiðið ekki að toppa á EM. Það snýst allt um Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Ég hef verið að æfa á fullu frá því á HM í fyrra en það er síðasta skiptið sem ég hef verið fullhvíld fyrir mót. Svo er stefnan sett á að toppa í Ríó,“ sagði Hrafnhildur sem setti Íslandsmet í 50, 100 og 200 metra bringusundi á HM í Kazan í fyrra. Hún sló þau öll á EM í London. Hrafnhildur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún sé að toppa of snemma. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki verið í fullri hvíld og byrja strax aftur að æfa á morgun [í dag],“ sagði Hrafnhildur sem er bjartsýn á framhaldið og er ekkert smeyk um að auknar væntingar í kjölfar árangursins í Ríó trufli hana. „Eftir því sem ég verð eldri hef ég lært að loka betur á þetta. Ég finn fyrir meiri spennu en stressi og pressu,“ sagði Hrafnhildur sem er þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið að heiman undanfarna daga. Varðandi framhaldið segir Hrafnhildur að það einkennist af æfingum. Hún tekur reyndar þátt á móti í Noregi um næstu helgi en það sé meira til gamans. Annars mun Hrafnhildur einbeita sér að æfingum, með það að markmiði að toppa í Ríó í ágúst.Íslenska sundfólkið sem keppti á EM.mynd/sundsamband íslands
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Fleiri fréttir Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Í beinni: Alaves - Real Madrid | Tekst að saxa á Börsunga? Düsseldorf nálgast toppinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Onana ekki með gegn Newcastle „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik