Fótbolti

Coleman með velska landsliðið fram yfir 2018

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coleman hefur gert frábæra hluti með Wales.
Coleman hefur gert frábæra hluti með Wales. vísir/getty
Velska knattspyrnusambandið hefur framlengt samning landsliðsþjálfarans Chris Coleman um tvö ár. Nýi samningurinn gildir fram yfir HM 2018.

Coleman hefur náð frábærum árangri með velska landsliðið eftir að hann tók við þjálfun þess eftir fráfall Garys Speed 2012.

Wales komst ekki á HM í Brasilíu 2014 en vann sér þátttökurétt á EM í Frakklandi með því að lenda í 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni. Wales tapaði einungis einum af 10 leikjum sínum í undankeppninni.

Wales, sem hefur ekki komist á stórmót frá því á HM 1958, er í riðli með Englandi, Rússlandi og Slóvakíu á EM í Frakklandi. Fyrsti leikur velska liðsins er gegn því slóvakíska 11. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×