Ofurskálin snýr aftur til Los Angeles Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2016 09:45 Denver Broncos er ríkjandi meistari í NFL-deildinni. vísir/getty Ljóst er hvar leikurinn um Ofurskálina, úrslitaleikur ameríska fótboltans, fer fram næstu fimm árin en eigendur liðanna í deildinni ákváðu í gær hvar leikirnir árin 2019, 2020, og 2021 fara fram. Þetta kemur fram á vef ESPN. Vitað var að leikið verður um Ofurskálina á NRG-vellinum í Houston á heimavelli Texans á næsta ári og eftir það í nýrri höll Minnesota Vikings árið 2018. Super Bowl 2019 fer fram í nýrri og stórkostlegri höll Atlanta Falcons í Atlanta, árið eftir verður leikurinn á nýjum velli Miami Dolphins á Flórída og 2021 snýr Ofurskálin aftur til Los Angeles eftir 28 ára bið. Leikurinn fer þá fram á nýjum leikvangi Los Angeles Rams sem verið er að byggja en St. Louis Rams færði sig um set í byrjun árs og er komið aftur til Los Angeles. Los Angeles hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994 þegar Raiders-liðið fluttist þaðan til Oakland. Síðast fór Super Bowl-leikur fram á Rose Bowl-vellinum í Kaliforníu 31. janúar 1993 en þá rústaði Dallas Cowboys liði Buffalo Bills, 52-17. Nýr leikvangur Los Angeles Rams verður tveggja ára gamall þegar Super Bowl fer þar fram en leikvangurinn mun kosta 2,6 milljarða dollara og opnar árið 2019. Los Angeles Rams vildi helst fá leikinn til sín árið 2020 en Stan Kroenke, eigandi Rams sem er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, getur vel sætt sig við að hýsa Ofurskálina 2021. „Maður vill hafa þetta fullkomið, ekki satt? Þegar leikurinn kemur aftur til L.A. eftir öll þess ár vill maður hafa þetta fullkomið. Kannski er bara betra að bíða í eitt ár til viðbótar þannig allt verði fullkomið,“ sagði Stan Kroenke eftir fund eigendanna í gær. NFL Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Ljóst er hvar leikurinn um Ofurskálina, úrslitaleikur ameríska fótboltans, fer fram næstu fimm árin en eigendur liðanna í deildinni ákváðu í gær hvar leikirnir árin 2019, 2020, og 2021 fara fram. Þetta kemur fram á vef ESPN. Vitað var að leikið verður um Ofurskálina á NRG-vellinum í Houston á heimavelli Texans á næsta ári og eftir það í nýrri höll Minnesota Vikings árið 2018. Super Bowl 2019 fer fram í nýrri og stórkostlegri höll Atlanta Falcons í Atlanta, árið eftir verður leikurinn á nýjum velli Miami Dolphins á Flórída og 2021 snýr Ofurskálin aftur til Los Angeles eftir 28 ára bið. Leikurinn fer þá fram á nýjum leikvangi Los Angeles Rams sem verið er að byggja en St. Louis Rams færði sig um set í byrjun árs og er komið aftur til Los Angeles. Los Angeles hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994 þegar Raiders-liðið fluttist þaðan til Oakland. Síðast fór Super Bowl-leikur fram á Rose Bowl-vellinum í Kaliforníu 31. janúar 1993 en þá rústaði Dallas Cowboys liði Buffalo Bills, 52-17. Nýr leikvangur Los Angeles Rams verður tveggja ára gamall þegar Super Bowl fer þar fram en leikvangurinn mun kosta 2,6 milljarða dollara og opnar árið 2019. Los Angeles Rams vildi helst fá leikinn til sín árið 2020 en Stan Kroenke, eigandi Rams sem er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, getur vel sætt sig við að hýsa Ofurskálina 2021. „Maður vill hafa þetta fullkomið, ekki satt? Þegar leikurinn kemur aftur til L.A. eftir öll þess ár vill maður hafa þetta fullkomið. Kannski er bara betra að bíða í eitt ár til viðbótar þannig allt verði fullkomið,“ sagði Stan Kroenke eftir fund eigendanna í gær.
NFL Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira