Innlent

„Lýðræðisskekkja í gangi og mikið áhyggjuefni fyrir framtíð Íslands“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ástþór Magnússon
Ástþór Magnússon vísir/Vilhelm
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi segist ósáttur við hvernig staðið er að umræðu um forsetakosningarnar. Henni sé alfarið stýrt af fjölmiðlum og að niðurstöður skoðanakannana beri þess merki.

„Það sem er mjög mikið áhyggjuefni, ekki bara í sambandi við mig heldur í sambandi við lýðræði, grundvallarlýðræðisumræðu í landinu, er að hún er skekkt af fjölmiðlum. Til dæmis hvað varðar tíma fjölmiðla. Sumum frambjóðendum er ítrekað boðið í þætti á borð við Eyjuna og Sprengisand til að kynna sín stefnumál. Það er lýðræðisskekkja í gangi og mikið áhyggjuefni fyrir framtíð Íslands,“ sagði Ástþór, þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir niðurstöður skoðanakönnunar MMR sem birtar voru í morgun.

Átta manns sem tilkynnt höfðu um framboð til forseta Íslands mældust með samanlagt þriggja prósenta fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Búast má við að sjá nöfn allt að fimm þeirra á kjörseðlinum í komandi kosningum í júní.

Þeir einstaklingar sem samanlagt mælast með þriggja prósenta fylgi er Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Baldur Ágústsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús Ingiberg Jónsson og Sturla Jónsson.

Ari og Baldur hafa dregið framboð sín til baka en Magnús Ingiberg náði ekki tilskildum fjölda undirskrifta og á því von á að framboð sitt verði ógilt, en hyggst kæra framkvæmd kosninganna.


Tengdar fréttir

Guðni Th. enn með langmest fylgi

Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×