Sport

Tyson: Allir segja að Tyson Fury sé ónytjungur en ég er hrifinn af honum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tyson fylgist ekki náið með hnefaleikum í dag en kveðst hrifinn af Tyson Fury.
Tyson fylgist ekki náið með hnefaleikum í dag en kveðst hrifinn af Tyson Fury. vísir/getty
Mike Tyson hefur lýst yfir aðdáun sinni á nafna sínum, Englendingnum Tyson Fury.

Heimsmeistarinn fyrrverandi segist ekki fylgjast mikið með hnefaleikum í dag en hann er aðdáandi Furys sem var skírður í höfuðið á honum.

„Ég fylgist ekkert sérstaklega mikið með. En mér finnst gaman að horfa á Tyson Fury, út af nafninu og öðru slíku,“ sagði Tyson sem fagnar fimmtugsafmæli sínu í næsta mánuði.

Fury er ríkjandi heimsmeistari í þungavigt en hann sigraði Úkraínumanninn Wladimir Klitschko í titilbardaga í Þýskalandi í fyrra. Þeir mætast öðru sinni í Manchester, heimaborg Furys, 9. júlí á þessu ári þar sem Englendingurinn freistar þess að verja titil sinn.

„Það segja allir að hann sé ónytjungur en ég er hrifinn af honum. Hann er sá eini sem hefur sigrað hann [Klitschko] í 23 titilvörnum. Hinir áttu að vera einhver hörkutól en þeim tókst ekki að sigra hann,“ sagði Tyson um nafna sinn.

„Hann vann svo hvað geturðu sagt? Að hann sé ennþá ónytjungur, en hann sigraði besta hnefaleikakappa síðustu 15 ára,“ bætti Tyson við.

Tyson Fury er umdeildur, líkt og nafni sinn.vísir/getty
Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×