Heiðursgestir RIFF Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. maí 2016 11:00 Darren Aronofsky hefur verið tilnefndur til fjölda verðlauna fyrir myndir sínar, m.a. Óskarsverðlauna. Vísir/Getty Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF verður í ár haldin í þrettánda sinn og stendur frá 29. september til 9. október. Í þetta sinn verða heiðursgestir hátíðarinnar tveir heimsþekktir en ólíkir leikstjórar, en það eru þeir Darren Aronofsky og Alejandro Jodorowsky. Þeir munu báðir taka á móti heiðursverðlaunum – Aronofsky fyrir framúrskarandi listfengi og Jodorowsky fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Valdar myndir eftir þá verða sýndar og þeir munu sitja fyrir svörum eftir sýningarnar. „Þeir verða með pallborðsumræður opnar fyrir almenning þar sem þeir svara spurningum um feril sinn og kvikmyndir, hugmyndirnar sínar og hugmyndirnar bak við myndirnar og allt það sem þeir hafa verið að gera. Við höfum verið með svona mastersklassa á RIFF undanfarin ár og þetta hefur verið tekið upp og streymt beint á YouTube þannig að það er hægt að horfa þó að maður komist ekki á staðinn. Þarna geta áhorfendur spurt spurninga og fengið svör við því sem brennur á þeim,“ segir Sandra Guðrún Guðmundsdóttir hjá RIFF. Darren Aronofsky er bandarískur leikstjóri sem er þekktur fyrir óvenjulegar myndir sínar sem eru oft fullar af súrrealískum og sálfræðilegum hryllingi. Aronofsky er frekar ungur, en hann er aðeins 47 ára, sem telst unglingsaldur meðal leikstjóra og eru myndir hans að einhverju leyti mótaðar af því – en í þeim má finna áhrif frá tónlistarmyndböndum, nýaldartrúarbrögðum og vísindaskáldskap. Hans þekktasta mynd er líklega Black Swan en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjórinn fyrir hana og hún einnig tilnefnd sem besta myndin. Kvikmyndin Noah, sem kom út árið 2014, var að einhverju leyti tekin upp hér á landi og skartaði m.a. Russel Crowe og Anthony Hopkins.Alejandro Jodorowsky er þekktur fyrir framúrstefnulegar költ- og neðanjarðarmyndir.Vísir/GettyAlejandro Jodorowsky er chileskur leikstjóri, en hann mætti með réttu kalla fjöllistamann því að auk þess að vera þekktur sem leikstjóri hefur hann einnig skrifað kvikmynda- og leikritahandrit, hann er leikari og leikur oft aðalhlutverk í myndum sínum, hann er rithöfundur, tónlistarmaður, hefur samið myndasögubækur og hefur af sumum einnig verið kallaður andlegur leiðtogi eða gúrú. Myndir hans eru mjög óvenjulegar og framúrstefnulegar og hafa af þeim sökum mikið költfylgi, sérstaklega þá myndirnar The Holy Mountain og El Topo. Myndirnar eru stútfullar af trúarlegum táknum og undarlegum persónum í súrrealískum aðstæðum og oft eru í myndunum leikarar með líkamlegar og andlegar fatlanir. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF verður í ár haldin í þrettánda sinn og stendur frá 29. september til 9. október. Í þetta sinn verða heiðursgestir hátíðarinnar tveir heimsþekktir en ólíkir leikstjórar, en það eru þeir Darren Aronofsky og Alejandro Jodorowsky. Þeir munu báðir taka á móti heiðursverðlaunum – Aronofsky fyrir framúrskarandi listfengi og Jodorowsky fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Valdar myndir eftir þá verða sýndar og þeir munu sitja fyrir svörum eftir sýningarnar. „Þeir verða með pallborðsumræður opnar fyrir almenning þar sem þeir svara spurningum um feril sinn og kvikmyndir, hugmyndirnar sínar og hugmyndirnar bak við myndirnar og allt það sem þeir hafa verið að gera. Við höfum verið með svona mastersklassa á RIFF undanfarin ár og þetta hefur verið tekið upp og streymt beint á YouTube þannig að það er hægt að horfa þó að maður komist ekki á staðinn. Þarna geta áhorfendur spurt spurninga og fengið svör við því sem brennur á þeim,“ segir Sandra Guðrún Guðmundsdóttir hjá RIFF. Darren Aronofsky er bandarískur leikstjóri sem er þekktur fyrir óvenjulegar myndir sínar sem eru oft fullar af súrrealískum og sálfræðilegum hryllingi. Aronofsky er frekar ungur, en hann er aðeins 47 ára, sem telst unglingsaldur meðal leikstjóra og eru myndir hans að einhverju leyti mótaðar af því – en í þeim má finna áhrif frá tónlistarmyndböndum, nýaldartrúarbrögðum og vísindaskáldskap. Hans þekktasta mynd er líklega Black Swan en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjórinn fyrir hana og hún einnig tilnefnd sem besta myndin. Kvikmyndin Noah, sem kom út árið 2014, var að einhverju leyti tekin upp hér á landi og skartaði m.a. Russel Crowe og Anthony Hopkins.Alejandro Jodorowsky er þekktur fyrir framúrstefnulegar költ- og neðanjarðarmyndir.Vísir/GettyAlejandro Jodorowsky er chileskur leikstjóri, en hann mætti með réttu kalla fjöllistamann því að auk þess að vera þekktur sem leikstjóri hefur hann einnig skrifað kvikmynda- og leikritahandrit, hann er leikari og leikur oft aðalhlutverk í myndum sínum, hann er rithöfundur, tónlistarmaður, hefur samið myndasögubækur og hefur af sumum einnig verið kallaður andlegur leiðtogi eða gúrú. Myndir hans eru mjög óvenjulegar og framúrstefnulegar og hafa af þeim sökum mikið költfylgi, sérstaklega þá myndirnar The Holy Mountain og El Topo. Myndirnar eru stútfullar af trúarlegum táknum og undarlegum persónum í súrrealískum aðstæðum og oft eru í myndunum leikarar með líkamlegar og andlegar fatlanir.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira