Fótbolti

Busquets ekkert á förum | Nýr fimm ára samningur við Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Busquets hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins.
Busquets hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins. vísir/getty
Miðjumaðurinn Sergio Busquets hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við spænska úrvalsdeildarliðið Barcelona. Það verður því ekkert af því að hann fylgi sínum gamla lærimeistara, Pep Guardiola, til Manchester City.

Busquets, sem er 27 ára, hefur verið í lykilhlutverki í liði Barcelona undanfarin ár og er í hópi bestu varnarsinnuðu miðjumanna í heiminum.

Í samningnum er ákvæði um riftunarverð upp á 152 milljónir punda.

Barcelona varð tvöfaldur meistari á Spáni í vetur en Busquets lék 53 leiki með liðinu á tímabilinu. Hann hefur alls leikið 384 leiki fyrir Barcelona og skorað 12 mörk.

Þrátt fyrir að tímabilið á Spáni sé búið er Busquets ekki kominn í frí en hann er í spænska landsliðinu sem keppir á EM í Frakklandi í sumar. Spánverjar unnu EM 2008 og 2012 og geta í sumar orðið fyrsta liðið til að verða Evrópumeistari þrjú skipti í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×