Tvöfaldur íslenskur sigur í undankeppni heimsleikana í krossfit | Fjögur fóru áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 14:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Vísir/Daníel Íslensku keppendurnir stóðu sig frábærlega í undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana í krossfit sem fara fram i Bandaríkjunum í sumar. Undankeppnin fór fram um helgina í Madríd á Spáni og stóð Íslendingur uppi sem sigurvegari í bæði karla- og kvennaflokki. Enginn stóð sig betur en þau Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sem sýndu að þau eru í frábæru formi og klár í að gera enn betur á heimsleikunum en í fyrra þegar þau komust bæði á pall, Ragnheiður Sara varð þá önnur en Björgvin Karl þriðji.Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fagnaði sigri í kvennaflokknum eftir harða baráttu við löndu sína Annie Mist Þórisdóttur. Ragnheiður Sara fékk á endanum 650 stig eða aðeins 10 stigum meira en Annie Mist. Þuríður Erla Helgadóttir varð síðan í fimmta sæti með 551 stig og var næstum því hundrað stigum á undan þeirri í sjötta sæti. Fimm efstu tryggðu sér allar sæti á Heimsleikunum í Kaliforníu sem fara fram seinna í sumar. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í fyrra eftir mikla baráttu við Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur en Annie Mist hefur unnið þá tvisvar sinnum og er sú eina sem hefur afrekað það. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann tvær af greinunum sjö, varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í tveimur síðustu. Sara vann inn á topp þrjú í sex af sjö greinum. Annie Mist Þórisdóttir vann eina grein, varð í öðru sæti í þremur greinum og í þriðja sæti í tveimur greinum. Þær tvær voru meðal efstu þriggja í sex af sjö greinum keppninnar sem er mögnuð staðreynd. Þuríður Erla Helgadóttir vann síðan eina grein sem þýðir að íslensku stelpurnar unnu fjórar af sjö greinum mótsins þar af voru þær í efstu tveimur sætunum í fyrstu þremur greinunum. Kristin Holte sem varð í þriðja sæti í heildarstigakeppninni vann eina grein og Samantha Briggs, sem varð fjórða, vann tvær greinar.Björgvin Karl Guðmundsson vann sannfærandi sigur í karlaflokki en hann fékk 528 stig eða 73 stigum meira en næsti maður. Sigurður Hafsteinn Jónsson varð í 11. sæti með 326 stig. Björgvin Karl gaf tóninn með því að vinna fyrstu tvær greinarnar en hann varð síðan í öðru sæti í tveimur greinum og í þriðja sæti í einni grein.Five women have qualified for the Games:1. Sara Sigmundsdottir2. Annie Thorisdottir3. Kristin Holte4. Sam Briggs5. Thuridur Helgadottir— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Five men have qualified for the Games:1. Bjorgvin Gudmundsson2. Lukas Esslinger3. Jonne Koski4. Adrian Mundwiler5. Lukas Högberg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Congratulations all around for the final finishers #CrossFitGames https://t.co/2iDgjSWp0O— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Rory interviewing the winner of the Meridian Regional. #CrossFitGames pic.twitter.com/qnA11ssfdn— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Sam, Sara and Annie all cross the line within moments in the final event #CrossFitGames https://t.co/V0mzphr3QM— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Former Games Champion Annie Thorisdottir, 2nd place at Meridian Regional, only 10 points behind Sara. #CrossFitGames pic.twitter.com/L8zIOUxDAg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Íslensku keppendurnir stóðu sig frábærlega í undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana í krossfit sem fara fram i Bandaríkjunum í sumar. Undankeppnin fór fram um helgina í Madríd á Spáni og stóð Íslendingur uppi sem sigurvegari í bæði karla- og kvennaflokki. Enginn stóð sig betur en þau Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sem sýndu að þau eru í frábæru formi og klár í að gera enn betur á heimsleikunum en í fyrra þegar þau komust bæði á pall, Ragnheiður Sara varð þá önnur en Björgvin Karl þriðji.Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fagnaði sigri í kvennaflokknum eftir harða baráttu við löndu sína Annie Mist Þórisdóttur. Ragnheiður Sara fékk á endanum 650 stig eða aðeins 10 stigum meira en Annie Mist. Þuríður Erla Helgadóttir varð síðan í fimmta sæti með 551 stig og var næstum því hundrað stigum á undan þeirri í sjötta sæti. Fimm efstu tryggðu sér allar sæti á Heimsleikunum í Kaliforníu sem fara fram seinna í sumar. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í fyrra eftir mikla baráttu við Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur en Annie Mist hefur unnið þá tvisvar sinnum og er sú eina sem hefur afrekað það. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann tvær af greinunum sjö, varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í tveimur síðustu. Sara vann inn á topp þrjú í sex af sjö greinum. Annie Mist Þórisdóttir vann eina grein, varð í öðru sæti í þremur greinum og í þriðja sæti í tveimur greinum. Þær tvær voru meðal efstu þriggja í sex af sjö greinum keppninnar sem er mögnuð staðreynd. Þuríður Erla Helgadóttir vann síðan eina grein sem þýðir að íslensku stelpurnar unnu fjórar af sjö greinum mótsins þar af voru þær í efstu tveimur sætunum í fyrstu þremur greinunum. Kristin Holte sem varð í þriðja sæti í heildarstigakeppninni vann eina grein og Samantha Briggs, sem varð fjórða, vann tvær greinar.Björgvin Karl Guðmundsson vann sannfærandi sigur í karlaflokki en hann fékk 528 stig eða 73 stigum meira en næsti maður. Sigurður Hafsteinn Jónsson varð í 11. sæti með 326 stig. Björgvin Karl gaf tóninn með því að vinna fyrstu tvær greinarnar en hann varð síðan í öðru sæti í tveimur greinum og í þriðja sæti í einni grein.Five women have qualified for the Games:1. Sara Sigmundsdottir2. Annie Thorisdottir3. Kristin Holte4. Sam Briggs5. Thuridur Helgadottir— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Five men have qualified for the Games:1. Bjorgvin Gudmundsson2. Lukas Esslinger3. Jonne Koski4. Adrian Mundwiler5. Lukas Högberg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Congratulations all around for the final finishers #CrossFitGames https://t.co/2iDgjSWp0O— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Rory interviewing the winner of the Meridian Regional. #CrossFitGames pic.twitter.com/qnA11ssfdn— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Sam, Sara and Annie all cross the line within moments in the final event #CrossFitGames https://t.co/V0mzphr3QM— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Former Games Champion Annie Thorisdottir, 2nd place at Meridian Regional, only 10 points behind Sara. #CrossFitGames pic.twitter.com/L8zIOUxDAg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti