Breytt greiðslufyrirkomulag fyrir þjónustu á hjúkrunarheimilum Eygló Harðardóttir skrifar 11. maí 2016 07:00 Greiðsluþátttaka íbúa í dvalar- og hjúkrunarrýmum á hjúkrunarheimilum hefur lengi verið gagnrýnd og þess krafist að sjálfræði aldraðra yrði virt og hið svokallaða vasapeningakerfi afnumið. Núgildandi greiðslufyrirkomulag byggist á greiðslu daggjalda til hjúkrunarheimila úr ríkissjóði. Jafnframt greiða einstaklingar sem eru með tekjur yfir 82 þúsund krónum á mánuði eftir skatt, allt að 380 þúsund krónur á mánuði til heimilisins. Lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar til íbúa á hjúkrunarheimilum falla jafnframt niður en þeir fá í dag lágmarksgreiðslur, eða svokallaða „vasapeninga“ sem eru tæplega 60 þúsund krónur á mánuði. Rætt hefur verið um að breyta kerfinu þannig að íbúar á hjúkrunarheimilum greiði milliliðalaust fyrir almenna þjónustu, þ.e. fyrir mat, þrif, þvott, tómstundastarf og húsaleigu. Um heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. lyf og aðra umönnun myndu gilda almennar reglur. Er þetta í samræmi við fyrirkomulag sem tíðkast t.d. í Danmörku. Húsaleiga tæki mið af stærð og gæðum húsnæðisins en einnig af tekju- og eignastöðu einstaklinganna. Fólk ætti jafnframt rétt á húsnæðisbótum. Á fjárlögum 2016 er gert ráð fyrir 27,9 milljörðum króna í rekstur hjúkrunarheimila. Áætlað er að greiðslur vistmanna nemi 1,3 milljörðum króna. Þar fyrir utan er kostnaður vegna byggingar nýrra heimila en í nýrri ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir 4,7 milljörðum króna framlagi úr ríkissjóði og Framkvæmdasjóði aldraðra til þriggja nýrra hjúkrunarheimila á næstu fimm árum. Verkefnið er stórt og mikilvægt. Virða verður sjálfræði aldraðra og gæta jafnræðis á milli þeirra sem búa heima og þeirra sem fara á hjúkrunarheimili. Jafnframt þarf að fara vel yfir kosti og galla núverandi fyrirkomulags og hugmynda um breytt kerfi. Því hef ég, að höfðu samráði við heilbrigðisráðherra, skipað starfshóp til að gera nánari tillögur um breytt greiðslufyrirkomulag. Komið verði á sérstöku tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá Landssambandi eldri borgara, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands og fulltrúum ráðuneytisins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eygló Harðardóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Greiðsluþátttaka íbúa í dvalar- og hjúkrunarrýmum á hjúkrunarheimilum hefur lengi verið gagnrýnd og þess krafist að sjálfræði aldraðra yrði virt og hið svokallaða vasapeningakerfi afnumið. Núgildandi greiðslufyrirkomulag byggist á greiðslu daggjalda til hjúkrunarheimila úr ríkissjóði. Jafnframt greiða einstaklingar sem eru með tekjur yfir 82 þúsund krónum á mánuði eftir skatt, allt að 380 þúsund krónur á mánuði til heimilisins. Lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar til íbúa á hjúkrunarheimilum falla jafnframt niður en þeir fá í dag lágmarksgreiðslur, eða svokallaða „vasapeninga“ sem eru tæplega 60 þúsund krónur á mánuði. Rætt hefur verið um að breyta kerfinu þannig að íbúar á hjúkrunarheimilum greiði milliliðalaust fyrir almenna þjónustu, þ.e. fyrir mat, þrif, þvott, tómstundastarf og húsaleigu. Um heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. lyf og aðra umönnun myndu gilda almennar reglur. Er þetta í samræmi við fyrirkomulag sem tíðkast t.d. í Danmörku. Húsaleiga tæki mið af stærð og gæðum húsnæðisins en einnig af tekju- og eignastöðu einstaklinganna. Fólk ætti jafnframt rétt á húsnæðisbótum. Á fjárlögum 2016 er gert ráð fyrir 27,9 milljörðum króna í rekstur hjúkrunarheimila. Áætlað er að greiðslur vistmanna nemi 1,3 milljörðum króna. Þar fyrir utan er kostnaður vegna byggingar nýrra heimila en í nýrri ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir 4,7 milljörðum króna framlagi úr ríkissjóði og Framkvæmdasjóði aldraðra til þriggja nýrra hjúkrunarheimila á næstu fimm árum. Verkefnið er stórt og mikilvægt. Virða verður sjálfræði aldraðra og gæta jafnræðis á milli þeirra sem búa heima og þeirra sem fara á hjúkrunarheimili. Jafnframt þarf að fara vel yfir kosti og galla núverandi fyrirkomulags og hugmynda um breytt kerfi. Því hef ég, að höfðu samráði við heilbrigðisráðherra, skipað starfshóp til að gera nánari tillögur um breytt greiðslufyrirkomulag. Komið verði á sérstöku tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá Landssambandi eldri borgara, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands og fulltrúum ráðuneytisins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun