Tekur þátt í ýmsum verkefnum á Cannes Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. maí 2016 09:00 Tinna Hrafnsdóttir leikkona fer til Cannes á morgun. Vísir/Stefán „Ég er að fara að taka þátt í ýmsum verkefnum á kvikmyndahátíðinni á Cannes. Fyrsta stuttmyndin mín, Helga, verður á Short Film Corner, sölu- og kynningarmarkaði hátíðarinnar. Auk þess er ég ein af tuttugu og fimm ungum framleiðendum á Norðurlöndunum sem voru valdir í Young Nordisk Producers Club, vinnustofuna sem verður haldin samhliða hátíðinni, en nýlega stofnaði ég ásamt þremur öðrum konum framleiðslufyrirtækið Freyju Filmwork sem mun leggja áherslu á verk eftir og um konur,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikkona en hún og eiginmaður hennar, Sveinn Geirsson, halda út til Cannes á morgun, þar sem Tinna mun taka þátt í ýmsum verkefnum á hátíðinni. Þátttaka Tinnu er fjölbreytt en þess má geta að Tinna var einnig valin til að keppa í „pitch“-keppninni á Cannes þar sem keppt er um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd, en fram fer bæði kosning á netinu og dómnefnd sem ákvarðar sigurvegarann.Stuttmyndin Helga, eftir Tinnu Hrafnsdóttur.„Þetta er keppni á vegum Short tv, þar sem ég er að keppa um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd sem er í bígerð en hún heitir Kaþarsis,“ segir Tinna og bætir við að kosning fari fram á netinu þar sem hægt er að velja á milli tuttugu hugmynda að stuttmyndum. Þær fimm hugmyndir sem fá flest atkvæði á netinu fara í úrslit þar sem dómnefnd ákvarðar sigurvegarann sem hlýtur 5.000 evrur. Handrit Kaþarsis er eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur en Guðrún S. Gísladóttir mun fara með aðalhlutverkið. Myndin fjallar um kvenprest á miðjum aldri sem er þjökuð af lífstíðarlangri þráhyggju sem hún fær útrás fyrir á fremur óhefðbundin hátt,“ segir Tinna glöð í bragði. Tinna ásamt þeim Þóreyju Mjallhvíti H. Ómarsdóttur, Dögg Mósesdóttur og Védísi Hervöru Árnadóttur stofnaði framleiðslufyrirtækið Freyja Filmwork ehf. Tilgangur fyrirtækisins er framleiðsla kvikmyndaverkefna þar sem konur gegna lykilhlutverkum. „Við erum fjórar konur úr ólíkum áttum sem ákváðum að taka höndum saman og stofna fyrirtæki til að halda utan um framleiðslu okkar eigin verkefna til að byrja með, en okkur langar til að skapa umhverfi sem getur aukið möguleika kvenna í kvikmyndagerð og framleiðslu,“ segir Tinna, þakklát fyrir skemmtilegt tækifæri og spennt fyrir komandi ævintýrum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég er að fara að taka þátt í ýmsum verkefnum á kvikmyndahátíðinni á Cannes. Fyrsta stuttmyndin mín, Helga, verður á Short Film Corner, sölu- og kynningarmarkaði hátíðarinnar. Auk þess er ég ein af tuttugu og fimm ungum framleiðendum á Norðurlöndunum sem voru valdir í Young Nordisk Producers Club, vinnustofuna sem verður haldin samhliða hátíðinni, en nýlega stofnaði ég ásamt þremur öðrum konum framleiðslufyrirtækið Freyju Filmwork sem mun leggja áherslu á verk eftir og um konur,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikkona en hún og eiginmaður hennar, Sveinn Geirsson, halda út til Cannes á morgun, þar sem Tinna mun taka þátt í ýmsum verkefnum á hátíðinni. Þátttaka Tinnu er fjölbreytt en þess má geta að Tinna var einnig valin til að keppa í „pitch“-keppninni á Cannes þar sem keppt er um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd, en fram fer bæði kosning á netinu og dómnefnd sem ákvarðar sigurvegarann.Stuttmyndin Helga, eftir Tinnu Hrafnsdóttur.„Þetta er keppni á vegum Short tv, þar sem ég er að keppa um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd sem er í bígerð en hún heitir Kaþarsis,“ segir Tinna og bætir við að kosning fari fram á netinu þar sem hægt er að velja á milli tuttugu hugmynda að stuttmyndum. Þær fimm hugmyndir sem fá flest atkvæði á netinu fara í úrslit þar sem dómnefnd ákvarðar sigurvegarann sem hlýtur 5.000 evrur. Handrit Kaþarsis er eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur en Guðrún S. Gísladóttir mun fara með aðalhlutverkið. Myndin fjallar um kvenprest á miðjum aldri sem er þjökuð af lífstíðarlangri þráhyggju sem hún fær útrás fyrir á fremur óhefðbundin hátt,“ segir Tinna glöð í bragði. Tinna ásamt þeim Þóreyju Mjallhvíti H. Ómarsdóttur, Dögg Mósesdóttur og Védísi Hervöru Árnadóttur stofnaði framleiðslufyrirtækið Freyja Filmwork ehf. Tilgangur fyrirtækisins er framleiðsla kvikmyndaverkefna þar sem konur gegna lykilhlutverkum. „Við erum fjórar konur úr ólíkum áttum sem ákváðum að taka höndum saman og stofna fyrirtæki til að halda utan um framleiðslu okkar eigin verkefna til að byrja með, en okkur langar til að skapa umhverfi sem getur aukið möguleika kvenna í kvikmyndagerð og framleiðslu,“ segir Tinna, þakklát fyrir skemmtilegt tækifæri og spennt fyrir komandi ævintýrum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira