Tekur þátt í ýmsum verkefnum á Cannes Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. maí 2016 09:00 Tinna Hrafnsdóttir leikkona fer til Cannes á morgun. Vísir/Stefán „Ég er að fara að taka þátt í ýmsum verkefnum á kvikmyndahátíðinni á Cannes. Fyrsta stuttmyndin mín, Helga, verður á Short Film Corner, sölu- og kynningarmarkaði hátíðarinnar. Auk þess er ég ein af tuttugu og fimm ungum framleiðendum á Norðurlöndunum sem voru valdir í Young Nordisk Producers Club, vinnustofuna sem verður haldin samhliða hátíðinni, en nýlega stofnaði ég ásamt þremur öðrum konum framleiðslufyrirtækið Freyju Filmwork sem mun leggja áherslu á verk eftir og um konur,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikkona en hún og eiginmaður hennar, Sveinn Geirsson, halda út til Cannes á morgun, þar sem Tinna mun taka þátt í ýmsum verkefnum á hátíðinni. Þátttaka Tinnu er fjölbreytt en þess má geta að Tinna var einnig valin til að keppa í „pitch“-keppninni á Cannes þar sem keppt er um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd, en fram fer bæði kosning á netinu og dómnefnd sem ákvarðar sigurvegarann.Stuttmyndin Helga, eftir Tinnu Hrafnsdóttur.„Þetta er keppni á vegum Short tv, þar sem ég er að keppa um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd sem er í bígerð en hún heitir Kaþarsis,“ segir Tinna og bætir við að kosning fari fram á netinu þar sem hægt er að velja á milli tuttugu hugmynda að stuttmyndum. Þær fimm hugmyndir sem fá flest atkvæði á netinu fara í úrslit þar sem dómnefnd ákvarðar sigurvegarann sem hlýtur 5.000 evrur. Handrit Kaþarsis er eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur en Guðrún S. Gísladóttir mun fara með aðalhlutverkið. Myndin fjallar um kvenprest á miðjum aldri sem er þjökuð af lífstíðarlangri þráhyggju sem hún fær útrás fyrir á fremur óhefðbundin hátt,“ segir Tinna glöð í bragði. Tinna ásamt þeim Þóreyju Mjallhvíti H. Ómarsdóttur, Dögg Mósesdóttur og Védísi Hervöru Árnadóttur stofnaði framleiðslufyrirtækið Freyja Filmwork ehf. Tilgangur fyrirtækisins er framleiðsla kvikmyndaverkefna þar sem konur gegna lykilhlutverkum. „Við erum fjórar konur úr ólíkum áttum sem ákváðum að taka höndum saman og stofna fyrirtæki til að halda utan um framleiðslu okkar eigin verkefna til að byrja með, en okkur langar til að skapa umhverfi sem getur aukið möguleika kvenna í kvikmyndagerð og framleiðslu,“ segir Tinna, þakklát fyrir skemmtilegt tækifæri og spennt fyrir komandi ævintýrum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Ég er að fara að taka þátt í ýmsum verkefnum á kvikmyndahátíðinni á Cannes. Fyrsta stuttmyndin mín, Helga, verður á Short Film Corner, sölu- og kynningarmarkaði hátíðarinnar. Auk þess er ég ein af tuttugu og fimm ungum framleiðendum á Norðurlöndunum sem voru valdir í Young Nordisk Producers Club, vinnustofuna sem verður haldin samhliða hátíðinni, en nýlega stofnaði ég ásamt þremur öðrum konum framleiðslufyrirtækið Freyju Filmwork sem mun leggja áherslu á verk eftir og um konur,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikkona en hún og eiginmaður hennar, Sveinn Geirsson, halda út til Cannes á morgun, þar sem Tinna mun taka þátt í ýmsum verkefnum á hátíðinni. Þátttaka Tinnu er fjölbreytt en þess má geta að Tinna var einnig valin til að keppa í „pitch“-keppninni á Cannes þar sem keppt er um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd, en fram fer bæði kosning á netinu og dómnefnd sem ákvarðar sigurvegarann.Stuttmyndin Helga, eftir Tinnu Hrafnsdóttur.„Þetta er keppni á vegum Short tv, þar sem ég er að keppa um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd sem er í bígerð en hún heitir Kaþarsis,“ segir Tinna og bætir við að kosning fari fram á netinu þar sem hægt er að velja á milli tuttugu hugmynda að stuttmyndum. Þær fimm hugmyndir sem fá flest atkvæði á netinu fara í úrslit þar sem dómnefnd ákvarðar sigurvegarann sem hlýtur 5.000 evrur. Handrit Kaþarsis er eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur en Guðrún S. Gísladóttir mun fara með aðalhlutverkið. Myndin fjallar um kvenprest á miðjum aldri sem er þjökuð af lífstíðarlangri þráhyggju sem hún fær útrás fyrir á fremur óhefðbundin hátt,“ segir Tinna glöð í bragði. Tinna ásamt þeim Þóreyju Mjallhvíti H. Ómarsdóttur, Dögg Mósesdóttur og Védísi Hervöru Árnadóttur stofnaði framleiðslufyrirtækið Freyja Filmwork ehf. Tilgangur fyrirtækisins er framleiðsla kvikmyndaverkefna þar sem konur gegna lykilhlutverkum. „Við erum fjórar konur úr ólíkum áttum sem ákváðum að taka höndum saman og stofna fyrirtæki til að halda utan um framleiðslu okkar eigin verkefna til að byrja með, en okkur langar til að skapa umhverfi sem getur aukið möguleika kvenna í kvikmyndagerð og framleiðslu,“ segir Tinna, þakklát fyrir skemmtilegt tækifæri og spennt fyrir komandi ævintýrum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira