Kvartbuxur og fyrsti kossinn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2016 11:00 Áramótaheit Nú er fimmti mánuður ársins nánast hálfnaður og ég get stolt sagt frá því að ég hef nú þegar staðið við tvö af mínum fjölmörgu áramótaheitum. Hið fyrra var langtímamarkmið, ef ég væri markþjálfi myndi ég kannski kalla það lífsstílsbreytingu. Það felst í því að drekka meira vatn. Hefur gengið ægilega vel og engin ástæða til þess að eyða fleiri orðum í það. Hið síðara er annað og merkilegra: Ég verslaði í fyrsta skipti í netverslun á dögunum. En líkt og ég uppljóstraði í upphafi árs hefur það lengi verið markmið. Ég hef í gegnum tíðina íhugað ýmsar misgáfulegar fjárfestingar á hyldýpi internetsins en aldrei látið slag standa. Nú tók ég stökkið og dembdi mér á bólakaf í djúpu laugina og keypti appelsínugulan alklæðnað; kvartbuxur og bol.Kvartbuxur Nú hefur það ekki farið fram hjá mér að talsvert hefur hallað á kvartbuxur á ýmsum vettvangi, má þar nefna Twitter sem og hin ýmsu tískutímarit. Þær eru yfirleitt settar undir sama hatt og einhvers konar víðar buxur með vösum á lærunum og yfirleitt grænar á litinn. Nú skulum við bara fá það strax á hreint að ég er alls ekki klædd í svoleiðis buxur og því síður myndi ég láta ferja slíkar á milli landa. Nú ætla ég ekkert að fara að negla mér í einhvern Morfís-gír og birta orðabókarútskýringu en það eru til margar týpur af kvartbuxum. Þær eiga það bara allar sameiginlegt að vera í eiginlegri kálfasídd en geta verið í ýmiss konar útfærslum. Verandi lög- og sjálfráða, það síðarnefnda í það minnsta enn þá, þá klæðist ég nánast bara kvartbuxum og skal bara vera fyrst til að viðurkenna að mér finnst fáar buxur klæðilegri. Ég var svo alsæl með appelsínugulu kvartbuxurnar að ég keypti annað nákvæmlega eins dress, að vísu í öðrum lit. Það er væntanlegt til landsins á næstu dögum – vonandi fyrir helgi því þá getur okkar kona spásserað alsæl um borgina í spánnýjum kvartbuxum. Sleikur Og talandi um helgina. Nú er Eurovision-helgi. Ég er enginn sérstakur aðdáandi en keppnin á sérstakan stað í hjarta mínu þar sem það var einmitt í teiti í tilefni söngvakeppninnar sem ég fór í minn fyrsta sleik. Margir myndu kalla mig seinþroska en ég var í tíunda bekk þegar umrætt atvik átti sér stað í blokkaríbúð í Kópavoginum. Vinkona mín var að passa börn og fékk leyfi til þess að bjóða nokkrum vinum að horfa á Eurovision. Hún bauð auðvitað fleiri en nokkrum og sumir komu með bjór með sér. Algjörir villingar. Ég var fókuseraður trompetleikari og meðlimur í lúðrasveit á þessum tíma þannig að ég lét ekkert slíkt inn fyrir mínar varir. Vín fer misvel í fólk og hvað þá þegar það er að neyta þess í fyrsta sinn og kastaði einn strákurinn upp fyrir stigagjöf. Það var auðvitað sjomlinn sem ég kyssti stuttu síðar og eftir á að hyggja ætla ég rétt að vona að ég hafi beðið hann um að fá sér tyggjó – er samt ekki viss. Aðalatriðið er að sjálfsögðu það að hann var þekktur fyrir að vera með stóra upphandleggsvöðva og ég var auðvitað montin með það. Annars vona ég bara að sem flestir fari í sleik um helgina, það er svo gott og gaman. Annars er ég að leita að gallakvartbuxum – ef einhver sér svoleiðis má láta mig vita.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí. Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Sólarsamviskubit og helblár gildishlaðinn þumall 15. apríl 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Hágrátandi væmið ógeð í Hljómskálagarðinum 22. apríl 2016 10:45 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Kastað upp í matvöruverslun 1. apríl 2016 10:30 Sturluð af komplexum leitandi að exótísku áhugamáli 29. apríl 2016 10:30 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Eins og sprungin blaðra Af gluggaveðri og tuttugu tabs. 8. apríl 2016 10:00 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Áramótaheit Nú er fimmti mánuður ársins nánast hálfnaður og ég get stolt sagt frá því að ég hef nú þegar staðið við tvö af mínum fjölmörgu áramótaheitum. Hið fyrra var langtímamarkmið, ef ég væri markþjálfi myndi ég kannski kalla það lífsstílsbreytingu. Það felst í því að drekka meira vatn. Hefur gengið ægilega vel og engin ástæða til þess að eyða fleiri orðum í það. Hið síðara er annað og merkilegra: Ég verslaði í fyrsta skipti í netverslun á dögunum. En líkt og ég uppljóstraði í upphafi árs hefur það lengi verið markmið. Ég hef í gegnum tíðina íhugað ýmsar misgáfulegar fjárfestingar á hyldýpi internetsins en aldrei látið slag standa. Nú tók ég stökkið og dembdi mér á bólakaf í djúpu laugina og keypti appelsínugulan alklæðnað; kvartbuxur og bol.Kvartbuxur Nú hefur það ekki farið fram hjá mér að talsvert hefur hallað á kvartbuxur á ýmsum vettvangi, má þar nefna Twitter sem og hin ýmsu tískutímarit. Þær eru yfirleitt settar undir sama hatt og einhvers konar víðar buxur með vösum á lærunum og yfirleitt grænar á litinn. Nú skulum við bara fá það strax á hreint að ég er alls ekki klædd í svoleiðis buxur og því síður myndi ég láta ferja slíkar á milli landa. Nú ætla ég ekkert að fara að negla mér í einhvern Morfís-gír og birta orðabókarútskýringu en það eru til margar týpur af kvartbuxum. Þær eiga það bara allar sameiginlegt að vera í eiginlegri kálfasídd en geta verið í ýmiss konar útfærslum. Verandi lög- og sjálfráða, það síðarnefnda í það minnsta enn þá, þá klæðist ég nánast bara kvartbuxum og skal bara vera fyrst til að viðurkenna að mér finnst fáar buxur klæðilegri. Ég var svo alsæl með appelsínugulu kvartbuxurnar að ég keypti annað nákvæmlega eins dress, að vísu í öðrum lit. Það er væntanlegt til landsins á næstu dögum – vonandi fyrir helgi því þá getur okkar kona spásserað alsæl um borgina í spánnýjum kvartbuxum. Sleikur Og talandi um helgina. Nú er Eurovision-helgi. Ég er enginn sérstakur aðdáandi en keppnin á sérstakan stað í hjarta mínu þar sem það var einmitt í teiti í tilefni söngvakeppninnar sem ég fór í minn fyrsta sleik. Margir myndu kalla mig seinþroska en ég var í tíunda bekk þegar umrætt atvik átti sér stað í blokkaríbúð í Kópavoginum. Vinkona mín var að passa börn og fékk leyfi til þess að bjóða nokkrum vinum að horfa á Eurovision. Hún bauð auðvitað fleiri en nokkrum og sumir komu með bjór með sér. Algjörir villingar. Ég var fókuseraður trompetleikari og meðlimur í lúðrasveit á þessum tíma þannig að ég lét ekkert slíkt inn fyrir mínar varir. Vín fer misvel í fólk og hvað þá þegar það er að neyta þess í fyrsta sinn og kastaði einn strákurinn upp fyrir stigagjöf. Það var auðvitað sjomlinn sem ég kyssti stuttu síðar og eftir á að hyggja ætla ég rétt að vona að ég hafi beðið hann um að fá sér tyggjó – er samt ekki viss. Aðalatriðið er að sjálfsögðu það að hann var þekktur fyrir að vera með stóra upphandleggsvöðva og ég var auðvitað montin með það. Annars vona ég bara að sem flestir fari í sleik um helgina, það er svo gott og gaman. Annars er ég að leita að gallakvartbuxum – ef einhver sér svoleiðis má láta mig vita.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí.
Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Sólarsamviskubit og helblár gildishlaðinn þumall 15. apríl 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Hágrátandi væmið ógeð í Hljómskálagarðinum 22. apríl 2016 10:45 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Kastað upp í matvöruverslun 1. apríl 2016 10:30 Sturluð af komplexum leitandi að exótísku áhugamáli 29. apríl 2016 10:30 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Eins og sprungin blaðra Af gluggaveðri og tuttugu tabs. 8. apríl 2016 10:00 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00
Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00
Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00
Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30
Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30