Karl-Anthony Towns nýliði ársins í NBA Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2016 17:30 Karl-Anthony Towns er einn sá allra efnilegasti í dag. vísir/getty Karl-Anthony Towns, miðherji Minnesota Timberwolves, var í dag útnefndur nýliði ársins í NBA-deildinni í körfubolta en líkt og Stephen Curry í valinu á leikmanni ársins fékk Town einróma kosningu. Allir 130 fréttamennirnir og sérfræðingarnir sem hafa atkvæðisrétt settu Towns í fyrsta sætið á undan Lettanum Kristaps Porzingis hjá New York Knicks. Hann var annar með yfirburðum, fékk 117 atkvæði í annað sætið. Aðrir voru ekki einu sinni líklegir en Nikola Jokic hjá Denver Nuggets var í þriðja sæti í kosningunni. Hann fékk sjö atkvæði í annað sætið en 38 í þriðja sætið og endaði þar. Karl-Anthony Towns er annar leikmaður Minnesota í röð sem hlýtur þessa nafnbót en í fyrra var Kanadamaðurinn Andrew Wiggins kosinn nýliði ársins. Timberwolves er með ungt og gríðarlega spennandi lið sem verður áhugavert að fylgjast með á næstu árum. Towns var valinn númer eitt í nýliðavalinu í fyrra en hann spilaði með Kentucky-háskólanum sem tapaði ekki leik í háskólaboltanum á síðustu leiktíð fyrr en í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þessi tvítugi miðherji skilaði 18,3 stigum að meðaltali í leik auk þess sem hann tók 10,5 fráköst og gaf tvær stoðsendindingar. Þá varði hann 1,7 skot að meðaltali í leik og skaut 81,1 prósent af vítalínunni.Minnesota @Timberwolves Forward @KarlTowns named UNANIMOUS @Kia NBA Rookie of the Year! #KiaROY pic.twitter.com/RyOf48K8Ek— NBA (@NBA) May 16, 2016 OFFICIAL: Karl-Anthony Towns named 2015-16 KIA NBA Rookie of the Year in #UNANIMOUS Vote! #Back2Back #PowerOfThePack pic.twitter.com/Hel8dk57tE— Timberwolves (@Timberwolves) May 16, 2016 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Karl-Anthony Towns, miðherji Minnesota Timberwolves, var í dag útnefndur nýliði ársins í NBA-deildinni í körfubolta en líkt og Stephen Curry í valinu á leikmanni ársins fékk Town einróma kosningu. Allir 130 fréttamennirnir og sérfræðingarnir sem hafa atkvæðisrétt settu Towns í fyrsta sætið á undan Lettanum Kristaps Porzingis hjá New York Knicks. Hann var annar með yfirburðum, fékk 117 atkvæði í annað sætið. Aðrir voru ekki einu sinni líklegir en Nikola Jokic hjá Denver Nuggets var í þriðja sæti í kosningunni. Hann fékk sjö atkvæði í annað sætið en 38 í þriðja sætið og endaði þar. Karl-Anthony Towns er annar leikmaður Minnesota í röð sem hlýtur þessa nafnbót en í fyrra var Kanadamaðurinn Andrew Wiggins kosinn nýliði ársins. Timberwolves er með ungt og gríðarlega spennandi lið sem verður áhugavert að fylgjast með á næstu árum. Towns var valinn númer eitt í nýliðavalinu í fyrra en hann spilaði með Kentucky-háskólanum sem tapaði ekki leik í háskólaboltanum á síðustu leiktíð fyrr en í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þessi tvítugi miðherji skilaði 18,3 stigum að meðaltali í leik auk þess sem hann tók 10,5 fráköst og gaf tvær stoðsendindingar. Þá varði hann 1,7 skot að meðaltali í leik og skaut 81,1 prósent af vítalínunni.Minnesota @Timberwolves Forward @KarlTowns named UNANIMOUS @Kia NBA Rookie of the Year! #KiaROY pic.twitter.com/RyOf48K8Ek— NBA (@NBA) May 16, 2016 OFFICIAL: Karl-Anthony Towns named 2015-16 KIA NBA Rookie of the Year in #UNANIMOUS Vote! #Back2Back #PowerOfThePack pic.twitter.com/Hel8dk57tE— Timberwolves (@Timberwolves) May 16, 2016
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira