Stuðningsmenn Liverpool varaðir við fölsuðum miðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2016 12:00 Liverpool vann þennan bikar síðast 2001. Vísir/Getty Liverpool spilar til úrslita í Evrópudeildinni í Basel í kvöld og í boði er ekki bara Evróputitill heldur einnig sæti í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Liverpool fjölmenna því til Basel en það geta færri fengið miða en vilja.BBC segir frá því að falsaðir miðar séu komnir í umferð og að það sé ekki auðvelt að átta sig á því að miðarnir séu falsaðir. Einn stuðningsmaður Liverpool borgaði sem dæmi 700 pund fyrir tvo miða á úrslitaleikinn eða 125 þúsund í íslenskum krónum en svo kom í ljós að miðarnir voru falsaðir. Liverpool fékk í upphafi tíu þúsund miða á úrslitaleikinn en að auki fékk Liverpool tvö þúsund af miðunum sem Sevilla tókst ekki að selja á Spáni. Það eru samt fullt af stuðningsmönnum Liverpool sem eru ekki komnir með miða og í örvæntingu sinni hafa þeir leitað allra leiða til að redda sér miðum. BBC segir sögu eins þeirra. „Við hittumst fyrir utan Anfield og hann kom með tvo miða í hvítu umslagi. Mér fannst það svolítið skrítið því ég bjóst við að fá þá í opinberu umslagi. Hann lét mig fá miðana og þeir litu fullkomlega löglega út," sagði ónefndur og óheppinn stuðningsmaður Liverpool við BBC. „Þegar miðarnir eru bornir saman við alvöru miða þá er ekki mikill munur á þessum miðum," sagði þessi umræddri stuðningsmaður. Lögreglan í Sviss hefur nú varað stuðningsmenn Liverpool að reyna að kaupa miða í gegnum enda eru alltaf einhverjir óprúttnir aðilar að reyna að græða á svona aðstæðum. Ástæða þess að málið er alvarlegra en oft áður en að fölsuðu miðarnir eru mjög vel gerðir og það vantar aðeins heilmynd af UEFA-merkinu á fölsuðu miðana. Það eykur líka á áhyggjur manna að St. Jakob-Park leikvangurinn er frekar lítill fyrir úrslitaleik í Evrópukeppni og því í raun alltof fáir löglegir miðar í boði. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira
Liverpool spilar til úrslita í Evrópudeildinni í Basel í kvöld og í boði er ekki bara Evróputitill heldur einnig sæti í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Liverpool fjölmenna því til Basel en það geta færri fengið miða en vilja.BBC segir frá því að falsaðir miðar séu komnir í umferð og að það sé ekki auðvelt að átta sig á því að miðarnir séu falsaðir. Einn stuðningsmaður Liverpool borgaði sem dæmi 700 pund fyrir tvo miða á úrslitaleikinn eða 125 þúsund í íslenskum krónum en svo kom í ljós að miðarnir voru falsaðir. Liverpool fékk í upphafi tíu þúsund miða á úrslitaleikinn en að auki fékk Liverpool tvö þúsund af miðunum sem Sevilla tókst ekki að selja á Spáni. Það eru samt fullt af stuðningsmönnum Liverpool sem eru ekki komnir með miða og í örvæntingu sinni hafa þeir leitað allra leiða til að redda sér miðum. BBC segir sögu eins þeirra. „Við hittumst fyrir utan Anfield og hann kom með tvo miða í hvítu umslagi. Mér fannst það svolítið skrítið því ég bjóst við að fá þá í opinberu umslagi. Hann lét mig fá miðana og þeir litu fullkomlega löglega út," sagði ónefndur og óheppinn stuðningsmaður Liverpool við BBC. „Þegar miðarnir eru bornir saman við alvöru miða þá er ekki mikill munur á þessum miðum," sagði þessi umræddri stuðningsmaður. Lögreglan í Sviss hefur nú varað stuðningsmenn Liverpool að reyna að kaupa miða í gegnum enda eru alltaf einhverjir óprúttnir aðilar að reyna að græða á svona aðstæðum. Ástæða þess að málið er alvarlegra en oft áður en að fölsuðu miðarnir eru mjög vel gerðir og það vantar aðeins heilmynd af UEFA-merkinu á fölsuðu miðana. Það eykur líka á áhyggjur manna að St. Jakob-Park leikvangurinn er frekar lítill fyrir úrslitaleik í Evrópukeppni og því í raun alltof fáir löglegir miðar í boði.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira