Sport

Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Vilhelm
Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London.

Sundkonan úr Hafnarfirði var í þriðja sæti eftir fyrstu 50 metrana, en fyrri ferðina synti hún á 32 sekúndum.

Hún kom svo í mark á 1:06,45 eftir frábæran endasprett, en þetta er besti árangur sem íslensk sundkona hefur náð á stórmóti í sundi frá upphafi. Eygló Ósk Gústafsdóttir fékk tvö brons á EM í 25 metra laug í dsember.

Hrafnhildur kom í mark á nýju Íslandsmeti, en fyrra met hennar var 1:06,87. Í gær synti hún svo á 1:07,28. Frábær árangur hjá henni.

Ruta Meilutyte kom fyrst í mark, en hún synti á 1:06,17. Hún var 28 sekúndubrotum á undan Hrafnhildi.

Í þriðja sæti var svo Chloe Tutton, en hún var rúmri sekúndu á eftir Hrafnhildi. Hrafnhildur átti frábæran endasprett.

Fylgstu með beinni lýsingu hér.


Tengdar fréttir

Ætlaði mér að synda miklu hraðar

Eygló Ósk Gústafsdóttir lenti í 6. sæti í 200 metra baksundi á EM í London í gær. Anton Sveinn McKee endaði í 7. sæti í 100 metra bringusundi og Hrafnhildur Lúthersdóttir náði góðum tíma í sömu grein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×