Fastagestir Tíu dropa sorgmæddir vegna frétta af lokun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. maí 2016 20:00 Kaffihúsið Tíu dropar mun í júlí hætta starfsemi á Laugavegi eftir næstum þrjátíu ára rekstur. Fastagestir kaffihússins eru sorgmæddir vegna málsins en rekstaraðilar leita nú logandi ljósi að nýju húsnæði. Kjallarahúsnæðið sem hýst hefur Tíu dropa í gegnum tíðina var selt fyrir nokkrum vikum og var sögðu nýir eigendur leigusamningi kaffihússins upp. Starfseminni verður því hætt 13 júlí. Arnar Þór Gíslason eigandi Tíu dropa segir tjónið vissulega fjárhagslegt en aðallega sé það tilfinningalegt. „Við erum búin að gera þetta þannig að þér á að líða eins og heima hjá ömmu. Og umfram það að veita þessa þjónustu sem er ekkert veitt hvar sem er í dag, að vera með pönnukökur og vöfflur og að hingað geti börn komið að spila með ömmum sínum og annað slíkt,“ segir hann. Arnar segir að margt hafi verið gert til að ná samkomulagi við húseiganda um áframhaldandi leigu húsnæðisins en að það hafi ekki borið árangur. „Þessi staður þarf ákveðið sjarmerandi húsnæði til að vera í. Við getum ekki verið til dæmis í nýju. En við erum byrjaðir að leita og ef það er einhver húseigandi þarna úti sem að vill hýsa okkur þá má hann endilega hafa samband,“ segir hann. „Þetta er mjög sorglegt og leiðinlegt. Það er stór hópur fastakúnna sem koma hérna daglega. Þetta er leiðinlegt fyrir alla held ég, og miðbæinn,“ segir Ingimar Böðvarsson sem hefur verið fastagestur á Tíu dropum undanfarin ár en fréttastofa ræddi við nokkra gesti kaffihússins í dag eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Kaffihúsið Tíu dropar mun í júlí hætta starfsemi á Laugavegi eftir næstum þrjátíu ára rekstur. Fastagestir kaffihússins eru sorgmæddir vegna málsins en rekstaraðilar leita nú logandi ljósi að nýju húsnæði. Kjallarahúsnæðið sem hýst hefur Tíu dropa í gegnum tíðina var selt fyrir nokkrum vikum og var sögðu nýir eigendur leigusamningi kaffihússins upp. Starfseminni verður því hætt 13 júlí. Arnar Þór Gíslason eigandi Tíu dropa segir tjónið vissulega fjárhagslegt en aðallega sé það tilfinningalegt. „Við erum búin að gera þetta þannig að þér á að líða eins og heima hjá ömmu. Og umfram það að veita þessa þjónustu sem er ekkert veitt hvar sem er í dag, að vera með pönnukökur og vöfflur og að hingað geti börn komið að spila með ömmum sínum og annað slíkt,“ segir hann. Arnar segir að margt hafi verið gert til að ná samkomulagi við húseiganda um áframhaldandi leigu húsnæðisins en að það hafi ekki borið árangur. „Þessi staður þarf ákveðið sjarmerandi húsnæði til að vera í. Við getum ekki verið til dæmis í nýju. En við erum byrjaðir að leita og ef það er einhver húseigandi þarna úti sem að vill hýsa okkur þá má hann endilega hafa samband,“ segir hann. „Þetta er mjög sorglegt og leiðinlegt. Það er stór hópur fastakúnna sem koma hérna daglega. Þetta er leiðinlegt fyrir alla held ég, og miðbæinn,“ segir Ingimar Böðvarsson sem hefur verið fastagestur á Tíu dropum undanfarin ár en fréttastofa ræddi við nokkra gesti kaffihússins í dag eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira