Fastagestir Tíu dropa sorgmæddir vegna frétta af lokun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. maí 2016 20:00 Kaffihúsið Tíu dropar mun í júlí hætta starfsemi á Laugavegi eftir næstum þrjátíu ára rekstur. Fastagestir kaffihússins eru sorgmæddir vegna málsins en rekstaraðilar leita nú logandi ljósi að nýju húsnæði. Kjallarahúsnæðið sem hýst hefur Tíu dropa í gegnum tíðina var selt fyrir nokkrum vikum og var sögðu nýir eigendur leigusamningi kaffihússins upp. Starfseminni verður því hætt 13 júlí. Arnar Þór Gíslason eigandi Tíu dropa segir tjónið vissulega fjárhagslegt en aðallega sé það tilfinningalegt. „Við erum búin að gera þetta þannig að þér á að líða eins og heima hjá ömmu. Og umfram það að veita þessa þjónustu sem er ekkert veitt hvar sem er í dag, að vera með pönnukökur og vöfflur og að hingað geti börn komið að spila með ömmum sínum og annað slíkt,“ segir hann. Arnar segir að margt hafi verið gert til að ná samkomulagi við húseiganda um áframhaldandi leigu húsnæðisins en að það hafi ekki borið árangur. „Þessi staður þarf ákveðið sjarmerandi húsnæði til að vera í. Við getum ekki verið til dæmis í nýju. En við erum byrjaðir að leita og ef það er einhver húseigandi þarna úti sem að vill hýsa okkur þá má hann endilega hafa samband,“ segir hann. „Þetta er mjög sorglegt og leiðinlegt. Það er stór hópur fastakúnna sem koma hérna daglega. Þetta er leiðinlegt fyrir alla held ég, og miðbæinn,“ segir Ingimar Böðvarsson sem hefur verið fastagestur á Tíu dropum undanfarin ár en fréttastofa ræddi við nokkra gesti kaffihússins í dag eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Kaffihúsið Tíu dropar mun í júlí hætta starfsemi á Laugavegi eftir næstum þrjátíu ára rekstur. Fastagestir kaffihússins eru sorgmæddir vegna málsins en rekstaraðilar leita nú logandi ljósi að nýju húsnæði. Kjallarahúsnæðið sem hýst hefur Tíu dropa í gegnum tíðina var selt fyrir nokkrum vikum og var sögðu nýir eigendur leigusamningi kaffihússins upp. Starfseminni verður því hætt 13 júlí. Arnar Þór Gíslason eigandi Tíu dropa segir tjónið vissulega fjárhagslegt en aðallega sé það tilfinningalegt. „Við erum búin að gera þetta þannig að þér á að líða eins og heima hjá ömmu. Og umfram það að veita þessa þjónustu sem er ekkert veitt hvar sem er í dag, að vera með pönnukökur og vöfflur og að hingað geti börn komið að spila með ömmum sínum og annað slíkt,“ segir hann. Arnar segir að margt hafi verið gert til að ná samkomulagi við húseiganda um áframhaldandi leigu húsnæðisins en að það hafi ekki borið árangur. „Þessi staður þarf ákveðið sjarmerandi húsnæði til að vera í. Við getum ekki verið til dæmis í nýju. En við erum byrjaðir að leita og ef það er einhver húseigandi þarna úti sem að vill hýsa okkur þá má hann endilega hafa samband,“ segir hann. „Þetta er mjög sorglegt og leiðinlegt. Það er stór hópur fastakúnna sem koma hérna daglega. Þetta er leiðinlegt fyrir alla held ég, og miðbæinn,“ segir Ingimar Böðvarsson sem hefur verið fastagestur á Tíu dropum undanfarin ár en fréttastofa ræddi við nokkra gesti kaffihússins í dag eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira