Adam Haukur: Markmiðið að vinna fleiri titla en pabbi Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2016 22:17 Adam Haukur Baumruk skoraði mörg frábær mörk í úrslitarimmunni. vísir/vilhelm "Tilfinningin er frábær. Það er gott að vinna Aftureldingu aftur," sagði sigurreifur Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka, við Vísi eftir 34-31 sigur liðsins í oddaleiknum gegn Aftureldingu í kvöld. "Afturelding er með hörku gott lið. Við vorum vissulega ekki með mestu breiddina fyrir utan en við kláruðum þetta samt," sagði Adam Haukur. Haukar voru mest með níu marka forystu, 28-19, þegar þrettán mínútur voru eftir en Mosfellingar söxuðu á það undir lokin og gerðu leikinn spennandi. Davíð Svansson fór að verja og allt í einu var komið stress í Haukana. "Auðvitað var stress. Þeir taka tvo úr umferð og þannig er þetta bara. En handboltaleikur er 60 mínútur og við vorum í heildina betra liðið," sagði Adam Haukur. Adam er eins og allir vita sonur goðsagnarinnar Petrs Baumruk sem vann fyrstu tvo titla Haukanna á þessari öld en þeir eru nú orðnir tíu síðan árið 2000. Adam er nú búinn að vinna tvo síðustu og með því jafnað föður sinn í Íslandsmeistaratitlum. Það er aðeins eitt sem vakir fyrir Adam og það er að gera betur en gamli maðurinn sem fagnaði hverju marki sonarins af lífi og sál í Schenker-höllinni í kvöld. "Markmiðið er að vinna fleiri titla en pabbi. Hann vann tvo og nú er ég kominn með tvo þannig ég stefni að því að fara fram úr honum á næsta ári," sagði Adam Haukur. Þessari mögnuðu skyttu líður vel á Ásvöllum enda uppalinn í húsinu og skírður eftir félaginu. Hann skoraði sjö mörk í kvöld og 39 mörk í heildina í einvíginu, þar af 32 á Ásvöllum. "Þetta fer í raun bara eftir dagsformi en auðvitað spilar maður best heima hjá sér fyrir framan fulla stúku þegar allir eru að hvetja mann. Ég elska svona leiki," öskraði kampakátur Íslandsmeistarinn Adam Haukur Baumruk. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00 Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
"Tilfinningin er frábær. Það er gott að vinna Aftureldingu aftur," sagði sigurreifur Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka, við Vísi eftir 34-31 sigur liðsins í oddaleiknum gegn Aftureldingu í kvöld. "Afturelding er með hörku gott lið. Við vorum vissulega ekki með mestu breiddina fyrir utan en við kláruðum þetta samt," sagði Adam Haukur. Haukar voru mest með níu marka forystu, 28-19, þegar þrettán mínútur voru eftir en Mosfellingar söxuðu á það undir lokin og gerðu leikinn spennandi. Davíð Svansson fór að verja og allt í einu var komið stress í Haukana. "Auðvitað var stress. Þeir taka tvo úr umferð og þannig er þetta bara. En handboltaleikur er 60 mínútur og við vorum í heildina betra liðið," sagði Adam Haukur. Adam er eins og allir vita sonur goðsagnarinnar Petrs Baumruk sem vann fyrstu tvo titla Haukanna á þessari öld en þeir eru nú orðnir tíu síðan árið 2000. Adam er nú búinn að vinna tvo síðustu og með því jafnað föður sinn í Íslandsmeistaratitlum. Það er aðeins eitt sem vakir fyrir Adam og það er að gera betur en gamli maðurinn sem fagnaði hverju marki sonarins af lífi og sál í Schenker-höllinni í kvöld. "Markmiðið er að vinna fleiri titla en pabbi. Hann vann tvo og nú er ég kominn með tvo þannig ég stefni að því að fara fram úr honum á næsta ári," sagði Adam Haukur. Þessari mögnuðu skyttu líður vel á Ásvöllum enda uppalinn í húsinu og skírður eftir félaginu. Hann skoraði sjö mörk í kvöld og 39 mörk í heildina í einvíginu, þar af 32 á Ásvöllum. "Þetta fer í raun bara eftir dagsformi en auðvitað spilar maður best heima hjá sér fyrir framan fulla stúku þegar allir eru að hvetja mann. Ég elska svona leiki," öskraði kampakátur Íslandsmeistarinn Adam Haukur Baumruk.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00 Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00
Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54