10 ára gamalt finnskt undrabarn fékk verðlaun frá Facebook fyrir að finna galla í Instagram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. maí 2016 19:58 10 ára gamall Finni fékk 10 þúsund dollara verðlaun, um 1,2 milljónir króna, frá Facebook fyrir að finna galla í samfélagsmiðlinum Instagram. Hann fann leið til þess að komast inn á netþjóna Instagram og gat hann eytt athugasemdum og textum frá hvaða notendum sem er. Drengurinn heitir Jani og býr í Helsinki en í samtali við finnska fjölmiðilinn Iltalethi sagðist hann hafa komist inn á netþjóna Instagram sem gerði honum kleyft að eyða texta við hvaða mynd sem er á samfélagsmiðlinum vinsæla. Sýndi hann fram á það með því að eyða texta við mynd sem Instagram setti inn til þess að sjá hvort að Jani gæti raunverulega gert það sem hann sagðist geta gert. Facebook heldur úti sérstöku kerfi þar sem peningaverðlaun eru í boði fyrir þá sem finna alvarlega galla í tölvukerfum sem þjónusta starfsemi Facebook, þar á meðal Instagram, sem er í eigu Facebook. Faðir drengsins segir að Jani og tvíburabróðir hans hafi áður fundið galla í vefsíðum en þeir hafi þó aldrei verið það stórvægilegir að þeir hafi fengið greitt fyrir það, þangað til nú. Athygli vekur að Jani er ekki einu sinni nógu gamall til þess að stofna sinn eigin Facebook-reikning, aldurstakmarkið er þrettán ár. Á síðasta ári greiddi Facebook rétt tæplega eina milljón dollara, um 120 milljónir íslenskra króna, til 210 einstaklinga sem fundu alvarlega galla á tölvukerfum Facebook. Tækni Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
10 ára gamall Finni fékk 10 þúsund dollara verðlaun, um 1,2 milljónir króna, frá Facebook fyrir að finna galla í samfélagsmiðlinum Instagram. Hann fann leið til þess að komast inn á netþjóna Instagram og gat hann eytt athugasemdum og textum frá hvaða notendum sem er. Drengurinn heitir Jani og býr í Helsinki en í samtali við finnska fjölmiðilinn Iltalethi sagðist hann hafa komist inn á netþjóna Instagram sem gerði honum kleyft að eyða texta við hvaða mynd sem er á samfélagsmiðlinum vinsæla. Sýndi hann fram á það með því að eyða texta við mynd sem Instagram setti inn til þess að sjá hvort að Jani gæti raunverulega gert það sem hann sagðist geta gert. Facebook heldur úti sérstöku kerfi þar sem peningaverðlaun eru í boði fyrir þá sem finna alvarlega galla í tölvukerfum sem þjónusta starfsemi Facebook, þar á meðal Instagram, sem er í eigu Facebook. Faðir drengsins segir að Jani og tvíburabróðir hans hafi áður fundið galla í vefsíðum en þeir hafi þó aldrei verið það stórvægilegir að þeir hafi fengið greitt fyrir það, þangað til nú. Athygli vekur að Jani er ekki einu sinni nógu gamall til þess að stofna sinn eigin Facebook-reikning, aldurstakmarkið er þrettán ár. Á síðasta ári greiddi Facebook rétt tæplega eina milljón dollara, um 120 milljónir íslenskra króna, til 210 einstaklinga sem fundu alvarlega galla á tölvukerfum Facebook.
Tækni Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira