Grænt ríki Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. maí 2016 07:00 Magn úrgangs á hvern íbúa í Reykjavík hefur dregist saman um 22 prósent á tíu árum. Flokkun hefur aukist verulega síðustu mánuði, bæði flokkun pappírs og plasts frá blönduðu sorpi. Á sama tíma berast fréttir af því að þátttaka í grænum verkefnum hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sé slæleg. Aðeins þrjátíu ríkisstofnanir hafa tekið þátt í stórum hvataverkefnum í umhverfismálum af alls 160 stofnunum og aðeins þrjú af átta ráðuneytum. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær þar sem fram kom að þrátt fyrir ítrekaða hvatningu halda aðeins 26 stofnanir svokallað Grænt bókhald. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir verkefnin nú þegar hafa skilað miklum sparnaði fyrir ríkið og umhverfið. Pappírsnotkun stofnana sem skiluðu Grænu bókhaldi fyrir árið 2014 minnkaði um 29 prósent. Hún segir að ef allar stofnanir myndu minnka pappírsnotkun sína eins mikið og þær sem skiluðu Grænu bókhaldi, myndu sparast rúmlega sjötíu milljónir. Rafmagnsnotkun hefur minnkað um 13 prósent milli ára sem sparaði aðrar 57 milljónir á milli ára. Þá er auk þess mun dýrara fyrir stofnanir að senda frá sér óflokkaðan úrgang en þann flokkaða. Í nóvember skrifuðu yfir hundrað fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum. Þau skuldbundu sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Þá gaf Reykjavíkurborg það út á loftslagsráðstefnunni í París fyrir áramót að hún stefni að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2020 og um 73 prósent árið 2050. Hlýnun jarðar er talin eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Íslenska ríkið hefur, ásamt sveitarfélögum, skuldbundið sig til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2013 kom fram að beita ætti hvetjandi aðgerðum til að ýta undir græna starfsemi í efnahagslífinu. „Nýta ber vistvæna orkugjafa enn frekar við samgöngur. Hvatt verði til þess að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis. Brýnt er að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, bæði með því að draga úr beinni losun af mannavöldum og með því að stórauka landgræðslu, skógrækt og aðra eflingu gróðurlenda,“ segir í yfirlýsingunni. Það skýtur því skökku við að ráðuneyti og sveitarfélög séu svo aftarlega á merinni þegar kemur að grænum aðgerðum. Þó framangreind markmið ríkisstjórnarinnar séu langt í frá þau einu í stefnuyfirlýsingunni sem lítið hefur verið gert til að ná, þá vekur það furðu að þau tækifæri sem þó eru til staðar, með hvataverkefnum Umhverfisstofnunar, séu ekki nýtt. Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80 prósent orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Á þessum málum verður ekki tekið nema með þátttöku stærsta atvinnurekanda landsins sem er ríkið.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Magn úrgangs á hvern íbúa í Reykjavík hefur dregist saman um 22 prósent á tíu árum. Flokkun hefur aukist verulega síðustu mánuði, bæði flokkun pappírs og plasts frá blönduðu sorpi. Á sama tíma berast fréttir af því að þátttaka í grænum verkefnum hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sé slæleg. Aðeins þrjátíu ríkisstofnanir hafa tekið þátt í stórum hvataverkefnum í umhverfismálum af alls 160 stofnunum og aðeins þrjú af átta ráðuneytum. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær þar sem fram kom að þrátt fyrir ítrekaða hvatningu halda aðeins 26 stofnanir svokallað Grænt bókhald. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir verkefnin nú þegar hafa skilað miklum sparnaði fyrir ríkið og umhverfið. Pappírsnotkun stofnana sem skiluðu Grænu bókhaldi fyrir árið 2014 minnkaði um 29 prósent. Hún segir að ef allar stofnanir myndu minnka pappírsnotkun sína eins mikið og þær sem skiluðu Grænu bókhaldi, myndu sparast rúmlega sjötíu milljónir. Rafmagnsnotkun hefur minnkað um 13 prósent milli ára sem sparaði aðrar 57 milljónir á milli ára. Þá er auk þess mun dýrara fyrir stofnanir að senda frá sér óflokkaðan úrgang en þann flokkaða. Í nóvember skrifuðu yfir hundrað fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum. Þau skuldbundu sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Þá gaf Reykjavíkurborg það út á loftslagsráðstefnunni í París fyrir áramót að hún stefni að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 prósent fyrir árið 2020 og um 73 prósent árið 2050. Hlýnun jarðar er talin eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Íslenska ríkið hefur, ásamt sveitarfélögum, skuldbundið sig til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2013 kom fram að beita ætti hvetjandi aðgerðum til að ýta undir græna starfsemi í efnahagslífinu. „Nýta ber vistvæna orkugjafa enn frekar við samgöngur. Hvatt verði til þess að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis. Brýnt er að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, bæði með því að draga úr beinni losun af mannavöldum og með því að stórauka landgræðslu, skógrækt og aðra eflingu gróðurlenda,“ segir í yfirlýsingunni. Það skýtur því skökku við að ráðuneyti og sveitarfélög séu svo aftarlega á merinni þegar kemur að grænum aðgerðum. Þó framangreind markmið ríkisstjórnarinnar séu langt í frá þau einu í stefnuyfirlýsingunni sem lítið hefur verið gert til að ná, þá vekur það furðu að þau tækifæri sem þó eru til staðar, með hvataverkefnum Umhverfisstofnunar, séu ekki nýtt. Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80 prósent orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Á þessum málum verður ekki tekið nema með þátttöku stærsta atvinnurekanda landsins sem er ríkið.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun