Enski boltinn

Góðar fréttir úr herbúðum Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emre Can og Jürgen Klopp.
Emre Can og Jürgen Klopp. Vísir/Getty
Þýski miðjumaðurinn Emre Can er byrjaður að æfa með Liverpool á nýjan leik eftir meiðsli og gæti náð seinni undanúrslitaleiknum í Evrópudeildinni.

Liverpool mætir Villarreal á Anfield á fimmtudaginn og þarf að vinna upp 1-0 forskot spænska liðsins frá því í fyrri leiknum í Þýskalandi.

Emre Can var ekki með í fyrri leiknum á móti Villarreal en hann hefur ekki getað spilað síðan að hann meiddist á liðböndum í ökkla í seinni leiknum á móti Borussia Dortmund.

Óttast var að meiðsli Emre Can væru það alvarleg að tímabilið hans væri búið. Endurhæfing hans gekk hinsvegar vel.

Hinn 22 ára gamli Emre Can hefur verið lykilmaður á miðju Liverpool og ekki hefur mikilvægi hans minnkað eftir að landi hans Jürgen Klopp varð knattspyrnustjóri félagsins.

Jürgen Klopp hvíldi lykilmenn í 3-1 tapi á móti Swansea City í síðasta deildarleik en Liverpool er eins og er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool er níu stigum á eftir Manchester City sem situr í fjórða sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir.

Sigur í Evrópudeildinni er því eini möguleiki Liverpool til að komast í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Emre Can kom til Liverpool frá Bayer Leverkusen í júní 2014 en hann er á sínu öðru tímabili á Anfield. Hann spilaði sína fyrstu landsleiki eftir að hann kom til Liverpool og hefur leikið fimm landsleiki fyrir Þýskaland undanfarin tvö ár.



Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×