Hann er lifandi | Myndband af hrekk hjá NFL stjörnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2016 22:00 Robert Griffin III. Vísir/Getty Robert Griffin III, sem er jafnvel þekktari undir gælunafninu RG3, hugar nú að endurkomu hjá Cleveland Browns í NFL-deildinni eftir að hafa ekkert fengið að spila með Washington Redskins á síðasta tímabili. Robert Griffin III verður væntanlega aðalleikstjórnandi Cleveland Browns á komandi tímabili eftir að hafa skrifað undir tveggja ára og fimmtán milljón dollara samning í mars. RG3 átti enga framtíð hjá Washington Redskins þrátt fyrir að vera andlit félagsins nokkrum mánuðum fyrr. Meiðsli og þrjóska þjálfarans Jay Gruden áttu þátt í þessu óvæntu falli hans innan félagsins. Robert Griffin III brá á leik með nýja liðsfélaganum Cam Erving þegar þeir heimsóttu menntaskóla í North Ridgeville í Ohio-ríki á dögunum. Cam Erving mætti með ávísun í skólann upp á 25 þúsund dollara sem átti að fara í nýja hjálma og búninga fyrir fótboltalið skólans. Krakkarnir í North Ridgeville héldu fyrst að Cam Erving væri bara einn á ferð en annað átti eftir að koma í ljós. Þegar hann kynnti nýju hjálmana þá kom í ljós gína klædd í fótboltabúning og með nýja hjálminn á höfðinu. Cam kallaði svo á tvo nemendur til að skoða hjálminn betur en þegar þeir ætluðu að snerta hjálminn þá lifnaði gínan skyndilega við. Í ljós kom að það var mættur sjálfur Robert Griffin III og það fór ekkert framhjá neinum að krakkarnir þekktu vel nýju stjörnuna hjá Cleveland Browns. Það er hægt að sjá myndband af uppátækinu hér fyrir neðan.??????Watch @BigErv_75 and @RGIII pull off the biggest surprise ever at @NRHSSports!#Give10https://t.co/9Nw4gsOY3h— Cleveland Browns (@Browns) May 4, 2016 Pull off the surprise ??Present 25k worth of helmets ??All in a day's work.??'s https://t.co/BimWXz61FV#Give10 pic.twitter.com/hLAu2Vz6kB— Cleveland Browns (@Browns) May 5, 2016 NFL Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Robert Griffin III, sem er jafnvel þekktari undir gælunafninu RG3, hugar nú að endurkomu hjá Cleveland Browns í NFL-deildinni eftir að hafa ekkert fengið að spila með Washington Redskins á síðasta tímabili. Robert Griffin III verður væntanlega aðalleikstjórnandi Cleveland Browns á komandi tímabili eftir að hafa skrifað undir tveggja ára og fimmtán milljón dollara samning í mars. RG3 átti enga framtíð hjá Washington Redskins þrátt fyrir að vera andlit félagsins nokkrum mánuðum fyrr. Meiðsli og þrjóska þjálfarans Jay Gruden áttu þátt í þessu óvæntu falli hans innan félagsins. Robert Griffin III brá á leik með nýja liðsfélaganum Cam Erving þegar þeir heimsóttu menntaskóla í North Ridgeville í Ohio-ríki á dögunum. Cam Erving mætti með ávísun í skólann upp á 25 þúsund dollara sem átti að fara í nýja hjálma og búninga fyrir fótboltalið skólans. Krakkarnir í North Ridgeville héldu fyrst að Cam Erving væri bara einn á ferð en annað átti eftir að koma í ljós. Þegar hann kynnti nýju hjálmana þá kom í ljós gína klædd í fótboltabúning og með nýja hjálminn á höfðinu. Cam kallaði svo á tvo nemendur til að skoða hjálminn betur en þegar þeir ætluðu að snerta hjálminn þá lifnaði gínan skyndilega við. Í ljós kom að það var mættur sjálfur Robert Griffin III og það fór ekkert framhjá neinum að krakkarnir þekktu vel nýju stjörnuna hjá Cleveland Browns. Það er hægt að sjá myndband af uppátækinu hér fyrir neðan.??????Watch @BigErv_75 and @RGIII pull off the biggest surprise ever at @NRHSSports!#Give10https://t.co/9Nw4gsOY3h— Cleveland Browns (@Browns) May 4, 2016 Pull off the surprise ??Present 25k worth of helmets ??All in a day's work.??'s https://t.co/BimWXz61FV#Give10 pic.twitter.com/hLAu2Vz6kB— Cleveland Browns (@Browns) May 5, 2016
NFL Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira