Enski boltinn

Klopp: Þvílík frammistaða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp fagnar í kvöld.
Jürgen Klopp fagnar í kvöld. Vísir/Getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hátt uppi eftir að leikmenn hans unnu 3-0 sigur á Villarreal á Anfield í kvöld og tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

„Þetta var yndislegt kvöld og frábær leikur hjá mínu liði. Þvílík frammistaða," sagði Jürgen Klopp við BT Sport eftir leikinn.

„Það var allt á fullu fyrsta hálftímann sem var frábært. Við misstum aðeins þolinmæðina síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiksins," sagði Klopp en Villarreal fékk þá möguleika til þess að jafna metin.

"Planið í seinni hálfleik var að halda áfram að gefa allt í þetta en nota heilann aðeins meira. Þetta þróaðist frábærlega fyrir okkur," sagði Klopp.

Sjá einnig:Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal

„Það töluðu margir um þetta Liverpool-lið áður en ég kom. Það voru allir að pæla í gæðum hópsins og félagsskiptum sem höfðu ekki gengið upp. Ég kom hingað af því að mér fannst Liverpool vera með fínan hóp," sagði Klopp.

„Núna erum við komnir í úrslitaleikinn í Basel sem þýðir aðeins lengra tímabil," sagði Klopp kátur.

„Við munum fjölmenna frá Liverpool til Basel. Við förum þangað fimmtíu þúsund, kannski sextíu þúsund og jafnvel hundrað þúsund. Þetta er falleg borg og stutt frá heimili mínu," sagði Klopp í skýjunum eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×