Dagbók Júró-grúppíu: Og það er æft og æft og æft í Stokkhólmi Laufey Helga Guðmundsdóttir skrifar 6. maí 2016 09:40 Pýrófossins hans Hovi Star Mynd: Anna Velikova EBU Æfingar halda áfram hér í Stokkhólmi fyrir Eurovision enda þýðir ekkert annað þegar 200 milljón áhorfendur sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn og glápa. Ísraelar stigu á svið í fyrsta sinn í gær og þeir leggja mikið í sitt atriði líkt og fyrri ár. Þeir eru með grafík andlit í LED skjánum í gólfinu og tvo dansara í glimmerbúningum a la Páll Óskar í faðmlagi innan í risastórum húlahring sem rúllar um sviði. Þetta endar síðan allt í hefðbundnum gylltum pýrófossi (sumsé flugeldar sem fossa niður úr loftinu). Reyndar er Rykka frá Sviss líka með pýrófoss – það er alltaf klassískt og gott Júróvisjón múv. Og svo er Slóvenía líka að á sömu slóðum og Ísraelar hvað varðar fimleikahreyfingarnar því þeir eru með dansara á rosalega löngu priki. Að sjálfsögðu bæta þeir við pýrótækni í lok lagsins.Hovi með lipra dansara sér við hliðMynd Anna Velikova, EBUÍvan frá Hvíta-Rússlandi stóð nokkurn vegin við loforðið sitt um að koma nakinn fram og með lifandi úlf á sviði (hvorug tveggja bannað samkvæmt reglum EBU) – því auðvitað nýta þeir nýjustu tækni og varpa þessum atriðum á LED skjáina á sviðinu. Æfingin hans gekk mjög vel og því búast menn hér við að hann komist áfram upp úr seinni undankeppninni.Það að Poli Genova frá Búlgaríu er komin aftur í Eurovision er tilhlökkunarefni margra hér í Stokkhólmi. Hún söng sig inn í hjörtu Eurovision aðdáenda þegar hún keppti með Na Inat í Dusseldorf 2011. Poli mætir nú fimm árum seinna með stæl og rúllaði upp æfingunni í Globen í dag. Poli byrjar ein á sviðinu en fjöldi dansara birtist á skjá fyrir aftan hana. Í lok númersins koma síðan bakraddirnar fram á svið en þær eru allar vinkonur Poli. Hún klæðist mjög sérstökum búningi – einhvers konar endurskinsmerkjabúningi sem lýsist upp í lokin. Á blaðamannafundi eftir æfingu sagði Poli að þetta væri nýjasta tækni sem væri m.a. mjög vinsæl í Japan. Við hlökkum til að sjá meira af þessu! Mikið var klappað fyrir Poli í blaðamannahöllinni eftir æfingu en einhver skortur hefur verið á því hér í ár miðað við undanfarin ár.Mynd Anna Velikova (EBU)Úkraína mætir með sérstakt lag í ár og reyndar eru Eurovision framlög Úkraínumanna sérkapítuli út af fyrir sig og efni í heila fræðigrein. En hvað um það hér í Globen ríkti eftirvænting í dag meðal blaðamanna og aðdáenda að sjá hvernig atriðið kemur út á sviði. Lagið sem Jamala frá Úkraínu flytur heitir 1944 og fjallar um nauðaflutninga Stalínsstjórnarinnar á Töturum frá Krímskaga. Langamma Jamölu var numin á brott ásamt fimm börnum sínum á meðan eiginmaður hennar barðist með Sovétmönnum gegn nasistum. Dóttir þeirra lést á leiðinni. Í laginu er langt óm sem byrjar sem vögguljóð til dótturinnar en endar í kveini þegar langömmu Jamölu verður ljóst að barnið hefur dáið. Að mati einhverra þótti lagið verið sérstök sneið til Rússa en EBU hefur nú úrskurðað að lagið brjóti ekki í bága við reglur Eurovision sem banna allan pólitískan áróður. JamalaMynd: Andres Putting EBUÍ stuttu máli var æfing Jamölu í dag einstök. Hún grípur hvern einasta áhorfanda heljartaki og heldur honum í tregafullu faðmlagi í þrjár mínútur (já dramatík er viðeigandi hér). Lagið hefur verið sett upp á Globen sviðið með mjög viðeigandi hætti. Grafíkin sem er vaxandi greinar í allar áttir og vöxtur risastórs trés í lokin (það er alltaf tré í Eurovision!) passar mjög vel við lagið og tregafulla söngtúlkun Jamölu. Viðlagið syngur Jamala á tatarísku og er það í fyrsta skiptið sem við heyrum það tungumál í Eurovision. Þögn sló á blaðamannahöllina þegar æfing Jamölu hófst og endaði hún í dynjandi lófataki og flauti. Svei mér þá við erum kannski komin með svarta hrossið (e. dark horse)! Á blaðamannafundi eftir æfingu upplýsti Jamala að hún hafi verið mjög stressuð fyrir æfinguna því búningurinn hennar týndist á leið til Stokkhólms. Kjóllinn fannst þó nokkrum mínútum áður en hún átti að stíga á svið og andaði Jamala því léttar. Á dag verður önnur æfing Íslands. Við óskum Gretu Salóme og öllu hennar teymi góðs gengis!Fréttin birtist fyrst á heimasíðu Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES. Vísir fjallar um Eurovision í Stokkhólmi í samvinnu með FÁSES. Eurovision Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Æfingar halda áfram hér í Stokkhólmi fyrir Eurovision enda þýðir ekkert annað þegar 200 milljón áhorfendur sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn og glápa. Ísraelar stigu á svið í fyrsta sinn í gær og þeir leggja mikið í sitt atriði líkt og fyrri ár. Þeir eru með grafík andlit í LED skjánum í gólfinu og tvo dansara í glimmerbúningum a la Páll Óskar í faðmlagi innan í risastórum húlahring sem rúllar um sviði. Þetta endar síðan allt í hefðbundnum gylltum pýrófossi (sumsé flugeldar sem fossa niður úr loftinu). Reyndar er Rykka frá Sviss líka með pýrófoss – það er alltaf klassískt og gott Júróvisjón múv. Og svo er Slóvenía líka að á sömu slóðum og Ísraelar hvað varðar fimleikahreyfingarnar því þeir eru með dansara á rosalega löngu priki. Að sjálfsögðu bæta þeir við pýrótækni í lok lagsins.Hovi með lipra dansara sér við hliðMynd Anna Velikova, EBUÍvan frá Hvíta-Rússlandi stóð nokkurn vegin við loforðið sitt um að koma nakinn fram og með lifandi úlf á sviði (hvorug tveggja bannað samkvæmt reglum EBU) – því auðvitað nýta þeir nýjustu tækni og varpa þessum atriðum á LED skjáina á sviðinu. Æfingin hans gekk mjög vel og því búast menn hér við að hann komist áfram upp úr seinni undankeppninni.Það að Poli Genova frá Búlgaríu er komin aftur í Eurovision er tilhlökkunarefni margra hér í Stokkhólmi. Hún söng sig inn í hjörtu Eurovision aðdáenda þegar hún keppti með Na Inat í Dusseldorf 2011. Poli mætir nú fimm árum seinna með stæl og rúllaði upp æfingunni í Globen í dag. Poli byrjar ein á sviðinu en fjöldi dansara birtist á skjá fyrir aftan hana. Í lok númersins koma síðan bakraddirnar fram á svið en þær eru allar vinkonur Poli. Hún klæðist mjög sérstökum búningi – einhvers konar endurskinsmerkjabúningi sem lýsist upp í lokin. Á blaðamannafundi eftir æfingu sagði Poli að þetta væri nýjasta tækni sem væri m.a. mjög vinsæl í Japan. Við hlökkum til að sjá meira af þessu! Mikið var klappað fyrir Poli í blaðamannahöllinni eftir æfingu en einhver skortur hefur verið á því hér í ár miðað við undanfarin ár.Mynd Anna Velikova (EBU)Úkraína mætir með sérstakt lag í ár og reyndar eru Eurovision framlög Úkraínumanna sérkapítuli út af fyrir sig og efni í heila fræðigrein. En hvað um það hér í Globen ríkti eftirvænting í dag meðal blaðamanna og aðdáenda að sjá hvernig atriðið kemur út á sviði. Lagið sem Jamala frá Úkraínu flytur heitir 1944 og fjallar um nauðaflutninga Stalínsstjórnarinnar á Töturum frá Krímskaga. Langamma Jamölu var numin á brott ásamt fimm börnum sínum á meðan eiginmaður hennar barðist með Sovétmönnum gegn nasistum. Dóttir þeirra lést á leiðinni. Í laginu er langt óm sem byrjar sem vögguljóð til dótturinnar en endar í kveini þegar langömmu Jamölu verður ljóst að barnið hefur dáið. Að mati einhverra þótti lagið verið sérstök sneið til Rússa en EBU hefur nú úrskurðað að lagið brjóti ekki í bága við reglur Eurovision sem banna allan pólitískan áróður. JamalaMynd: Andres Putting EBUÍ stuttu máli var æfing Jamölu í dag einstök. Hún grípur hvern einasta áhorfanda heljartaki og heldur honum í tregafullu faðmlagi í þrjár mínútur (já dramatík er viðeigandi hér). Lagið hefur verið sett upp á Globen sviðið með mjög viðeigandi hætti. Grafíkin sem er vaxandi greinar í allar áttir og vöxtur risastórs trés í lokin (það er alltaf tré í Eurovision!) passar mjög vel við lagið og tregafulla söngtúlkun Jamölu. Viðlagið syngur Jamala á tatarísku og er það í fyrsta skiptið sem við heyrum það tungumál í Eurovision. Þögn sló á blaðamannahöllina þegar æfing Jamölu hófst og endaði hún í dynjandi lófataki og flauti. Svei mér þá við erum kannski komin með svarta hrossið (e. dark horse)! Á blaðamannafundi eftir æfingu upplýsti Jamala að hún hafi verið mjög stressuð fyrir æfinguna því búningurinn hennar týndist á leið til Stokkhólms. Kjóllinn fannst þó nokkrum mínútum áður en hún átti að stíga á svið og andaði Jamala því léttar. Á dag verður önnur æfing Íslands. Við óskum Gretu Salóme og öllu hennar teymi góðs gengis!Fréttin birtist fyrst á heimasíðu Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES. Vísir fjallar um Eurovision í Stokkhólmi í samvinnu með FÁSES.
Eurovision Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira