Sjáðu fyrstu stikluna úr Ghetto Betur: Vopnað rán og yfirheyrslur Birgir Olgeirsson skrifar 7. maí 2016 15:45 Hér er komin fyrsta stiklan úr þættinum Ghetto Betur sem frumsýndur verður á Stöð 2 27. maí næstkomandi. Þættina vinnur Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., ásamt Lúðvík Páli. Í stiklunni má sjá Breiðhyltingana Gísla Martein og Emmsjé Gauta fremja vopnað rán, Mosfellingana Hjalta Úrsus og Dóra DNA á leiðinni í yfirheyrslu, Reyðfirðingana Andra Frey og Helga Seljan fela fíkniefni í íbúð og Árbæingana Dag B. Eggertsson og rapparann Bent losa sig við lík, svo dæmi séu tekin. Ghetto Betur er fyrst og fremst spurningaþáttur eins og Gettu betur, en samt ekki. Bæjarfélög munu mætast í þáttunum og koma tveir fulltrúar frá hverju bæjarfélagi. Keppendur munu þurfa að leysa þrautir, eins og að fremja vopnað rán, standast krefjandi yfirheyrslu af alvöru rannsóknarlögreglumanni og losa sig við lík, eins og sést í stiklunni. Einnig verða öll bæjarfélögin sem keppa í þáttunum heimsótt og fá áhorfendur að kynnast þeim betur. Þáttastjórnandinn Steindi Jr. mun spyrja keppendur spjörunum úr og þar á meðal verða kvikmyndaspurningar úr hverjum þætti. Steindi tekur fram að ekki hafi verið til fjármagn hjá Stöð 2 til að sýna upprunalegu klippurnar úr kvikmyndunum og því þurfti hann hreinlega að endurgera þekktustu atriði kvikmyndasögunnar. Til að mynda má sjá hann bregða sér í hlutverk John McClane og Loga Geimgengils en hundurinn hans Pulla brá sér í hlutverk læriföður hans, Yoda. Bíó og sjónvarp Ghetto betur Tengdar fréttir Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hér er komin fyrsta stiklan úr þættinum Ghetto Betur sem frumsýndur verður á Stöð 2 27. maí næstkomandi. Þættina vinnur Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., ásamt Lúðvík Páli. Í stiklunni má sjá Breiðhyltingana Gísla Martein og Emmsjé Gauta fremja vopnað rán, Mosfellingana Hjalta Úrsus og Dóra DNA á leiðinni í yfirheyrslu, Reyðfirðingana Andra Frey og Helga Seljan fela fíkniefni í íbúð og Árbæingana Dag B. Eggertsson og rapparann Bent losa sig við lík, svo dæmi séu tekin. Ghetto Betur er fyrst og fremst spurningaþáttur eins og Gettu betur, en samt ekki. Bæjarfélög munu mætast í þáttunum og koma tveir fulltrúar frá hverju bæjarfélagi. Keppendur munu þurfa að leysa þrautir, eins og að fremja vopnað rán, standast krefjandi yfirheyrslu af alvöru rannsóknarlögreglumanni og losa sig við lík, eins og sést í stiklunni. Einnig verða öll bæjarfélögin sem keppa í þáttunum heimsótt og fá áhorfendur að kynnast þeim betur. Þáttastjórnandinn Steindi Jr. mun spyrja keppendur spjörunum úr og þar á meðal verða kvikmyndaspurningar úr hverjum þætti. Steindi tekur fram að ekki hafi verið til fjármagn hjá Stöð 2 til að sýna upprunalegu klippurnar úr kvikmyndunum og því þurfti hann hreinlega að endurgera þekktustu atriði kvikmyndasögunnar. Til að mynda má sjá hann bregða sér í hlutverk John McClane og Loga Geimgengils en hundurinn hans Pulla brá sér í hlutverk læriföður hans, Yoda.
Bíó og sjónvarp Ghetto betur Tengdar fréttir Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15