Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? Steinar Sigurjónsson og Halla Sif Svansdóttir skrifar 11. maí 2016 09:00 Nám í hug- og félagsvísindum fær úthlutað minnsta fjármagninu úr ríkissjóði sem gerir það ódýrasta háskólanámið hérlendis. Þetta eru einnig fjölmennustu námssviðin þar sem rúmlega 60% nemenda við Háskóla Íslands stunda nám. Fjárveitingar til námsleiða á háskólastigi eru greiddar eftir kostnaði sem fjárveitingarvaldið áætlar á hvern nemenda. Hug- og félagsvísindi hefur lengi skort fjármagn, þau rúma fjölbreyttar námsleiðir sem þurfa ólíkar kennsluaðferðir og hafa fámennari greinar innan sviðanna sérstaklega liðið fyrir fjárskortinn. Þó margir þættir liggi að baki þess hve erfitt reynist að knýja fram aukið fjármagn teljum við rót vandans liggja í neikvæðu viðhorfi til þessara greina. Við rekum okkur reglulega á að áhugi okkar á náminu nægi ekki sem svar við spurningunni um hvers vegna í ósköpunum við völdum það. Þó nemendur á hugvísindasviði stundi nám í fjölbreyttum greinum á borð við sagnfræði, kínversk fræði, heimspeki, ítölsku, bókmenntafræði og íslensku virðast þeir einna helst eiga það sameiginlegt að þurfa síendurtekið að réttlæta námsval sitt. Við könnumst jafnvel flest við að sitja sveitt í lófunum í jólaboðum og fermingarveislum, varla búin að kyngja fyrsta rúllubrauðsbitanum, þegar spurningarnar dynja á okkur af fullum þunga: „Hvað ertu samt eiginlega að læra?“; „Færðu þá eitthvað að gera þegar þú útskrifast?“; „Græðirðu eitthvað á því að læra þetta?”. Það er skiljanlegt að fólk spyrji þessara spurninga, og setji jafnvel spurningarmerki við að dýrmætt skattfé þeirra haldi úti - að því er einhverjum virðist - úreltu eða jafnvel tilgangslausu námi. Kannski ætti spurningin sem við fáum reglulega ekki að vera hvað við sem einstaklingar græðum á námi í hugvísindum, heldur hvað samfélagið græðir á þeim. Nám í hugvísindum ýtir undir fjölbreytileika, eflir dómgreind fólks og gagnrýna hugsun. Fræðafólk á sviði hugvísinda hefur því m.a. það mikilvæga hlutverk að móta skilning okkar á hugtökum og atburðum sem varða samfélagið. Við könnumst við háværa kröfu um bætt siðferði og gagnrýna hugsun í stjórnmálum og atvinnulífinu en til að fylgja henni eftir verður að vera til staðar fólk sem er reiðubúið að leiða þá vinnu og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Forsenda þess að hægt sé að læra af sögunni er að þekkja hana og það sem hún stendur fyrir. Hugvísindi styðja við og styrkja aðrar fræðigreinar með því að setja rannsóknir þeirra í menningarlegt, sögulegt og siðferðilegt samhengi og hjálpa þannig til við að nálgast viðfangsefnin út frá ólíkum sjónarhornum. Háskóli Íslands er eini skóli landsins sem kennir erlend tungumál á háskólastigi. Þar sem framlög með hverjum nemanda í hugvísindum eru mjög lág eru ákveðin viðmið um lágmarksfjölda nemenda í hverju námskeiði. Ef mjög fáir nemendur eru skráðir í námskeið er það fellt niður eða breytt í lesnámskeið sem byggist á auknu sjálfsnámi með færri kennslustundum. Slíkt fyrirkomulag bjargar einhverjum námskeiðum en hentar illa tungumálanámi sem byggir á þjálfun og verklegri kennslu. Nemendur óttast að námskeiðum muni fækka og það komi niður á námi þeirra. Margar námsbrautir innan deildarinnar standa illa. Finnskan hefur lagst af og hætta er á að norskan og sænskan fari sömu leið ef ekki kemur til aukinn stuðningur til kennslunnar af opinberu fé. Ef fram heldur sem horfir mun tungumálakennsla skerðast gríðarlega. Ef við horfum til aukinnar hnattvæðingar, alþjóðasamstarfs og þenslu í ferðaþjónustu getum við spurt okkur hvaða gildi það hafi að fjárfesta í að mennta fólk með góð tök á tungumálum og djúpa innsýn í menningu annarra þjóða. En á meðan við svitnum ofan í rúllubrauðið í fjölskylduboðum og tökumst á við gagnrýni á námsval okkar þá óttumst við framtíð hugvísinda. Á meðan mikilvægi þeirra, gagnsemi og gildi fyrir samfélagið er ekki almennt viðurkennt óttumst við framhaldið. Hvernig áhrif þessa viðhorfs liti ákvarðanir yfirvalda, komi enn frekar niður á naumum fjárveitingum og bitni á gæðum hugvísindanáms við Háskóla Íslands. Þetta snýst ekki um að sýna fram á að yfirhöfuð sé hægt að græða á hugvísindum heldur hvernig við viðurkennum gildi þeirra. Við þurfum ekki að sannreyna að samfélagið í heild sinni græði á öflugum hugvísindum heldur að gæta þess að það endi ekki í bullandi tapi.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Undirfjármagnaður Háskóli 9. maí 2016 09:00 Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00 Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nám í hug- og félagsvísindum fær úthlutað minnsta fjármagninu úr ríkissjóði sem gerir það ódýrasta háskólanámið hérlendis. Þetta eru einnig fjölmennustu námssviðin þar sem rúmlega 60% nemenda við Háskóla Íslands stunda nám. Fjárveitingar til námsleiða á háskólastigi eru greiddar eftir kostnaði sem fjárveitingarvaldið áætlar á hvern nemenda. Hug- og félagsvísindi hefur lengi skort fjármagn, þau rúma fjölbreyttar námsleiðir sem þurfa ólíkar kennsluaðferðir og hafa fámennari greinar innan sviðanna sérstaklega liðið fyrir fjárskortinn. Þó margir þættir liggi að baki þess hve erfitt reynist að knýja fram aukið fjármagn teljum við rót vandans liggja í neikvæðu viðhorfi til þessara greina. Við rekum okkur reglulega á að áhugi okkar á náminu nægi ekki sem svar við spurningunni um hvers vegna í ósköpunum við völdum það. Þó nemendur á hugvísindasviði stundi nám í fjölbreyttum greinum á borð við sagnfræði, kínversk fræði, heimspeki, ítölsku, bókmenntafræði og íslensku virðast þeir einna helst eiga það sameiginlegt að þurfa síendurtekið að réttlæta námsval sitt. Við könnumst jafnvel flest við að sitja sveitt í lófunum í jólaboðum og fermingarveislum, varla búin að kyngja fyrsta rúllubrauðsbitanum, þegar spurningarnar dynja á okkur af fullum þunga: „Hvað ertu samt eiginlega að læra?“; „Færðu þá eitthvað að gera þegar þú útskrifast?“; „Græðirðu eitthvað á því að læra þetta?”. Það er skiljanlegt að fólk spyrji þessara spurninga, og setji jafnvel spurningarmerki við að dýrmætt skattfé þeirra haldi úti - að því er einhverjum virðist - úreltu eða jafnvel tilgangslausu námi. Kannski ætti spurningin sem við fáum reglulega ekki að vera hvað við sem einstaklingar græðum á námi í hugvísindum, heldur hvað samfélagið græðir á þeim. Nám í hugvísindum ýtir undir fjölbreytileika, eflir dómgreind fólks og gagnrýna hugsun. Fræðafólk á sviði hugvísinda hefur því m.a. það mikilvæga hlutverk að móta skilning okkar á hugtökum og atburðum sem varða samfélagið. Við könnumst við háværa kröfu um bætt siðferði og gagnrýna hugsun í stjórnmálum og atvinnulífinu en til að fylgja henni eftir verður að vera til staðar fólk sem er reiðubúið að leiða þá vinnu og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Forsenda þess að hægt sé að læra af sögunni er að þekkja hana og það sem hún stendur fyrir. Hugvísindi styðja við og styrkja aðrar fræðigreinar með því að setja rannsóknir þeirra í menningarlegt, sögulegt og siðferðilegt samhengi og hjálpa þannig til við að nálgast viðfangsefnin út frá ólíkum sjónarhornum. Háskóli Íslands er eini skóli landsins sem kennir erlend tungumál á háskólastigi. Þar sem framlög með hverjum nemanda í hugvísindum eru mjög lág eru ákveðin viðmið um lágmarksfjölda nemenda í hverju námskeiði. Ef mjög fáir nemendur eru skráðir í námskeið er það fellt niður eða breytt í lesnámskeið sem byggist á auknu sjálfsnámi með færri kennslustundum. Slíkt fyrirkomulag bjargar einhverjum námskeiðum en hentar illa tungumálanámi sem byggir á þjálfun og verklegri kennslu. Nemendur óttast að námskeiðum muni fækka og það komi niður á námi þeirra. Margar námsbrautir innan deildarinnar standa illa. Finnskan hefur lagst af og hætta er á að norskan og sænskan fari sömu leið ef ekki kemur til aukinn stuðningur til kennslunnar af opinberu fé. Ef fram heldur sem horfir mun tungumálakennsla skerðast gríðarlega. Ef við horfum til aukinnar hnattvæðingar, alþjóðasamstarfs og þenslu í ferðaþjónustu getum við spurt okkur hvaða gildi það hafi að fjárfesta í að mennta fólk með góð tök á tungumálum og djúpa innsýn í menningu annarra þjóða. En á meðan við svitnum ofan í rúllubrauðið í fjölskylduboðum og tökumst á við gagnrýni á námsval okkar þá óttumst við framtíð hugvísinda. Á meðan mikilvægi þeirra, gagnsemi og gildi fyrir samfélagið er ekki almennt viðurkennt óttumst við framhaldið. Hvernig áhrif þessa viðhorfs liti ákvarðanir yfirvalda, komi enn frekar niður á naumum fjárveitingum og bitni á gæðum hugvísindanáms við Háskóla Íslands. Þetta snýst ekki um að sýna fram á að yfirhöfuð sé hægt að græða á hugvísindum heldur hvernig við viðurkennum gildi þeirra. Við þurfum ekki að sannreyna að samfélagið í heild sinni græði á öflugum hugvísindum heldur að gæta þess að það endi ekki í bullandi tapi.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun