Þrjú gulltímabil í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Snæfellskonur fagna þriðja Íslandsmeistaratitli sínum í röð fyrir framan frábæra stuðningsmenn sína. Vísir/Ernir KR-karlar og Snæfells-konur enduðu enn eitt körfuboltatímabilið með gull um hálsinn og bikar í hendi en þau tryggðu sér bæði Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum á Ásvöllum í vikunni. KR-ingar voru bestir í allan vetur í karladeildinni þrátt fyrir að vera án meiddra landsliðsmanna í upphafi tímabil og að hafa misst annan landsliðsmann rétt fyrir úrslitakeppni. Sami kjarninn var enn til staðar og KR-liðið hefur nú unnið níu seríur í röð í úrslitakeppni, eða alls 27 af 35 leikjum sínum í úrslitakeppninni undanfarin þrjú ár.Tíu titlum á eftir en nú jafnir Karlalið KR var ekki bara að vinna þrjú ár í röð í röð í fyrsta sinn í fimm áratugi heldur voru Vesturbæingar einnig að jafna met ÍR-inga yfir flesta Íslandsmeistaratitla í karlaflokki. KR og ÍR hafa nú unnið fimmtán Íslandsmeistaratitla hvort félag en þegar ÍR vann sinn fimmtánda titil vorið 1977 voru KR-ingar tíu titlum á eftir. Helgi Már Magnússon kvaddi sem tvöfaldur meistari en hann er einn af fjórum leikmönnum KR-liðsins í dag sem hafa unnið alla þrjá titlana en hinir eru fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson, Darri Hilmarsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Freyr Stefánsson hefur jafnframt unnið Íslandsmeistaratitilinn á fyrstu þremur árum sínum sem þjálfari sem enginn hefur náð síðan Gunnar Þorvarðarson afrekaði það með Njarðvíkurliðið á fyrstu þremur árum úrslitakeppninnar frá 1984 til 1986.Finnur Freyr hefur gert KR að meisturum þrjú ár í röð og Brynjar Þór Björnsson varð meistari í sjötta sinn. Vísir/ErnirMisstu enn einn lykilmanninn Enn á ný þurftu Snæfellskonur að yfirvinna brotthvarf lykilmanns því fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir lagði skóna á hilluna síðasta vor en árið áður hafði Snæfellsliðið misst tvo íslenska byrjunarliðsmenn. Ingi Þór gerði vel í að plata Bryndísi Guðmundsdóttur í Hólminn og við komu hennar fengu Hólmarar aftur meistaraglampann í augun. Gunnhildur Gunnarsdóttir tók við leiðtogahlutverkinu af Hildi og enn á ný vann Snæfellsliðið í Kanahappadrættinu því Haiden Palmer var stórkostleg í allan vetur. Snæfellskonur voru ólíkt síðustu tveimur tímabilum ekki með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum en þær unnu alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni eins og síðustu þrjú ár og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með sigri í oddaleik á útivelli.Sögulegt hjá þjálfaranum Snæfellsstelpurnar hafa því enn ekki tapað í úrslitaeinvígi og þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson varð sá fyrsti til að vinna úrslitakeppni kvenna þrjú ár í röð. Fyrir bæði liðin var þetta þó glæsilegra tímabil en árin á undan því að þessu sinni tryggðu þau sér einnig sigur í bikarkeppninni. KR vann einnig deildina og var í fyrsta sinn að vinna deild, úrslitakeppni og bikarkeppni á sama tímabilinu. Snæfellskonur höfðu aldrei unnið bikarinn áður en nú eru Hólmarar handhafar tveggja stærstu bikaranna í kvennaflokki í fyrsta sinn.Sérstakt körfuboltatímabil Þetta var annars mjög sérstakt körfuboltatímabil sem hófst með miklu ævintýri karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Berlínu, innihélt glæstan sigur kvennalandsliðsins á Ungverjum í undankeppni Evrópumótsins og hefur þökk sé Körfuboltakvöldinu og Sportrásum 365 aldrei áður fengið aðra eins umfjöllun á ljósvakamiðlunum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
KR-karlar og Snæfells-konur enduðu enn eitt körfuboltatímabilið með gull um hálsinn og bikar í hendi en þau tryggðu sér bæði Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum á Ásvöllum í vikunni. KR-ingar voru bestir í allan vetur í karladeildinni þrátt fyrir að vera án meiddra landsliðsmanna í upphafi tímabil og að hafa misst annan landsliðsmann rétt fyrir úrslitakeppni. Sami kjarninn var enn til staðar og KR-liðið hefur nú unnið níu seríur í röð í úrslitakeppni, eða alls 27 af 35 leikjum sínum í úrslitakeppninni undanfarin þrjú ár.Tíu titlum á eftir en nú jafnir Karlalið KR var ekki bara að vinna þrjú ár í röð í röð í fyrsta sinn í fimm áratugi heldur voru Vesturbæingar einnig að jafna met ÍR-inga yfir flesta Íslandsmeistaratitla í karlaflokki. KR og ÍR hafa nú unnið fimmtán Íslandsmeistaratitla hvort félag en þegar ÍR vann sinn fimmtánda titil vorið 1977 voru KR-ingar tíu titlum á eftir. Helgi Már Magnússon kvaddi sem tvöfaldur meistari en hann er einn af fjórum leikmönnum KR-liðsins í dag sem hafa unnið alla þrjá titlana en hinir eru fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson, Darri Hilmarsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Freyr Stefánsson hefur jafnframt unnið Íslandsmeistaratitilinn á fyrstu þremur árum sínum sem þjálfari sem enginn hefur náð síðan Gunnar Þorvarðarson afrekaði það með Njarðvíkurliðið á fyrstu þremur árum úrslitakeppninnar frá 1984 til 1986.Finnur Freyr hefur gert KR að meisturum þrjú ár í röð og Brynjar Þór Björnsson varð meistari í sjötta sinn. Vísir/ErnirMisstu enn einn lykilmanninn Enn á ný þurftu Snæfellskonur að yfirvinna brotthvarf lykilmanns því fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir lagði skóna á hilluna síðasta vor en árið áður hafði Snæfellsliðið misst tvo íslenska byrjunarliðsmenn. Ingi Þór gerði vel í að plata Bryndísi Guðmundsdóttur í Hólminn og við komu hennar fengu Hólmarar aftur meistaraglampann í augun. Gunnhildur Gunnarsdóttir tók við leiðtogahlutverkinu af Hildi og enn á ný vann Snæfellsliðið í Kanahappadrættinu því Haiden Palmer var stórkostleg í allan vetur. Snæfellskonur voru ólíkt síðustu tveimur tímabilum ekki með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum en þær unnu alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni eins og síðustu þrjú ár og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með sigri í oddaleik á útivelli.Sögulegt hjá þjálfaranum Snæfellsstelpurnar hafa því enn ekki tapað í úrslitaeinvígi og þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson varð sá fyrsti til að vinna úrslitakeppni kvenna þrjú ár í röð. Fyrir bæði liðin var þetta þó glæsilegra tímabil en árin á undan því að þessu sinni tryggðu þau sér einnig sigur í bikarkeppninni. KR vann einnig deildina og var í fyrsta sinn að vinna deild, úrslitakeppni og bikarkeppni á sama tímabilinu. Snæfellskonur höfðu aldrei unnið bikarinn áður en nú eru Hólmarar handhafar tveggja stærstu bikaranna í kvennaflokki í fyrsta sinn.Sérstakt körfuboltatímabil Þetta var annars mjög sérstakt körfuboltatímabil sem hófst með miklu ævintýri karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Berlínu, innihélt glæstan sigur kvennalandsliðsins á Ungverjum í undankeppni Evrópumótsins og hefur þökk sé Körfuboltakvöldinu og Sportrásum 365 aldrei áður fengið aðra eins umfjöllun á ljósvakamiðlunum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira