Dagur eða Oddný Þór Rögnvaldsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Skrattakornið sem það fer í taugarnar á mér að þurfa að setjast við tölvuna – vegna þess að enginn annar hefur gengið í verkið – til þess að koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri; skilaboðum sem allir eru hvort eð er sammála um: Samfylkingin þarf nýjan leiðtoga. Árni Páll hefur slegið á vitlausa strengi – frá byrjun. Fyrsta villa hans – og sú afdrifaríkasta – var sú að snúa strax baki við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms í stað þess að sækja fram til sigurs í nafni þeirra miklu afreka sem sú ríkisstjórn vann; þ.e. að rétta þjóðarskútuna við eftir hrunið mikla – sem var einstakt afrek. Nú síðast hins vegar kórónar hann vitleysuna með því að kenna öllu öðru samfylkingarfólki um auma stöðu mála – og á þann máta firra sjálfan sig ábyrgð. Lágkúrulegra getur það ekki orðið. Samfylkingin á ekki nema tvö raunverulega öflug leiðtogaefni – og aðeins þessi tvö. Fyrstur í flokki fer auðvitað Dagur B. Eggertsson enda er hann langvinsælasti fulltrúi Fylkingarinnar. Mig minnir hins vegar að hann hafi á sínum tíma lýst því yfir að hann hafi ekki í hyggju að fara í landsmálin – en það er nú svo að nauðsyn brýtur lög og enginn mundi núa honum því um nasir þótt hann svaraði kalli tímans. Ef Dagur hins vegar reynist ófáanlegur í slaginn þá er það Oddný Harðardóttir – og bara hún – sem er það foringjaefni sem treystandi væri til að rétta Fylkinguna við úr lægðinni djúpu. Fylgið er þarna – það vantar bara öflugan foringja til þess að sameina kraftana. Á hinn bóginn: Ef allt verður við það sama – ef ekkert breytist – þá er ég ekki einu sinni viss um að Fylkingin fái mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Rögnvaldsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Skrattakornið sem það fer í taugarnar á mér að þurfa að setjast við tölvuna – vegna þess að enginn annar hefur gengið í verkið – til þess að koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri; skilaboðum sem allir eru hvort eð er sammála um: Samfylkingin þarf nýjan leiðtoga. Árni Páll hefur slegið á vitlausa strengi – frá byrjun. Fyrsta villa hans – og sú afdrifaríkasta – var sú að snúa strax baki við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms í stað þess að sækja fram til sigurs í nafni þeirra miklu afreka sem sú ríkisstjórn vann; þ.e. að rétta þjóðarskútuna við eftir hrunið mikla – sem var einstakt afrek. Nú síðast hins vegar kórónar hann vitleysuna með því að kenna öllu öðru samfylkingarfólki um auma stöðu mála – og á þann máta firra sjálfan sig ábyrgð. Lágkúrulegra getur það ekki orðið. Samfylkingin á ekki nema tvö raunverulega öflug leiðtogaefni – og aðeins þessi tvö. Fyrstur í flokki fer auðvitað Dagur B. Eggertsson enda er hann langvinsælasti fulltrúi Fylkingarinnar. Mig minnir hins vegar að hann hafi á sínum tíma lýst því yfir að hann hafi ekki í hyggju að fara í landsmálin – en það er nú svo að nauðsyn brýtur lög og enginn mundi núa honum því um nasir þótt hann svaraði kalli tímans. Ef Dagur hins vegar reynist ófáanlegur í slaginn þá er það Oddný Harðardóttir – og bara hún – sem er það foringjaefni sem treystandi væri til að rétta Fylkinguna við úr lægðinni djúpu. Fylgið er þarna – það vantar bara öflugan foringja til þess að sameina kraftana. Á hinn bóginn: Ef allt verður við það sama – ef ekkert breytist – þá er ég ekki einu sinni viss um að Fylkingin fái mitt atkvæði.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar