Nauðsynlegar breytingar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 Meðal þess sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist munu leggja áherslu á verði hann kosinn til áframhaldandi setu er stjórnarskráin. Ólafur sagði núgildandi stjórnarskrá að mörgu leyti hafa reynst vel og ekki hindrað lýðræðislegar lausnir á alvarlegum stjórnskipulegum krísum. Umræða um breytingar á stjórnarskránni eru ekki nýjar af nálinni. Lengi hafa fræðimenn, stjórnmálamenn og leikmenn tekist á um ýmis ákvæði hennar – ekki síst þau er snúa að hlutverki og völdum forsetans. Í flestum tilvikum eru þátttakendur þeirrar umræðu sammála um að þessi ákvæði séu óskýr og framkvæmd þeirra háð duttlungum þess sem fer með völdin hverju sinni. Eftir yfirlýsingu Ólafs um að hann sækist eftir fjórum árum til viðbótar, og ekki síður hamaganginn á Alþingi fyrir tveimur vikum, hefur nauðsyn þess að endurskoða þessi ákvæði enn skotið upp kollinum í umræðunni. Nærtækt dæmi er spurningin um hvort setja eigi hömlur á hversu lengi forseti getur setið í embætti, enda óvanalegt í seinni tíð að lýðræðislega kjörnir þjóðhöfðingjar á Vesturlöndum eigi svo langan tíma í embætti að baki líkt og Ólafur. Auk þess hefur fjöldi frambjóðenda vakið upp spurningar um hvort ekki sé tímabært að setja ákvæði um að forseti verði að fá meirihlutakosningu, þannig að kosið verði í tveimur lotum ef enginn frambjóðenda hlýtur meira en 50 prósent atkvæða. Staðan sem uppi er núna er þannig að líklegt er að þjóðin sitji uppi með forseta með lítið fylgi og meirihlutinn verði þannig ósáttur við viðkomandi. Slíkur forseti yrði seint talinn sameiningartákn. Auk þess má rifja upp deilur um málskotsrétt forsetans, sem núorðið er óumdeilt að er fyrir hendi. Hins vegar er enga takmörkun að finna á beitingu þess valds í stjórnarskránni. Það hefur hingað til ekki valdið teljandi vandræðum, nema fyrir sitjandi stjórnvöld hverju sinni, en eftir umrót síðustu vikna borgar sig ekki að útiloka neitt. Fræðilega séð getur forsetinn skotið fjárlögum til þjóðaratkvæðis, hlutast til um utanríkisstefnu ríkisstjórna eða mögulega stjórnarathafnir framkvæmdavaldsins. Þegar Ólafur bauð sig fram árið 2012 varaði hann við þeirri óvissu sem endurskoðun stjórnarskrárinnar kynni að hafa í för með sér. Tillögur stjórnlagaráðs, hvað svo sem mönnum þykir um þær, taka á þessum vandræðum. Þar er gert ráð fyrir fleiri meðmælendum til að geta gefið kost á sér í kjöri til forseta, frambjóðendum skal raðað upp í forgangsröð og takmarkanir eru á tíma sem forseti getur setið í embætti. Ljóst er að hvar svo sem menn standa á hinu pólitíska litrófi þá er bráð nauðsyn á skjótri afgreiðslu á endurskoðun ýmissa ákvæða stjórnarskrárinnar. Eftir óteljandi fjölda nefnda og ráða hlýtur að vera hægt að klára eitthvað af því sem brýnast er að klára – eins og að skýra hlutverk forseta Íslands. Breytingar sem eru löngu tímabærar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Meðal þess sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist munu leggja áherslu á verði hann kosinn til áframhaldandi setu er stjórnarskráin. Ólafur sagði núgildandi stjórnarskrá að mörgu leyti hafa reynst vel og ekki hindrað lýðræðislegar lausnir á alvarlegum stjórnskipulegum krísum. Umræða um breytingar á stjórnarskránni eru ekki nýjar af nálinni. Lengi hafa fræðimenn, stjórnmálamenn og leikmenn tekist á um ýmis ákvæði hennar – ekki síst þau er snúa að hlutverki og völdum forsetans. Í flestum tilvikum eru þátttakendur þeirrar umræðu sammála um að þessi ákvæði séu óskýr og framkvæmd þeirra háð duttlungum þess sem fer með völdin hverju sinni. Eftir yfirlýsingu Ólafs um að hann sækist eftir fjórum árum til viðbótar, og ekki síður hamaganginn á Alþingi fyrir tveimur vikum, hefur nauðsyn þess að endurskoða þessi ákvæði enn skotið upp kollinum í umræðunni. Nærtækt dæmi er spurningin um hvort setja eigi hömlur á hversu lengi forseti getur setið í embætti, enda óvanalegt í seinni tíð að lýðræðislega kjörnir þjóðhöfðingjar á Vesturlöndum eigi svo langan tíma í embætti að baki líkt og Ólafur. Auk þess hefur fjöldi frambjóðenda vakið upp spurningar um hvort ekki sé tímabært að setja ákvæði um að forseti verði að fá meirihlutakosningu, þannig að kosið verði í tveimur lotum ef enginn frambjóðenda hlýtur meira en 50 prósent atkvæða. Staðan sem uppi er núna er þannig að líklegt er að þjóðin sitji uppi með forseta með lítið fylgi og meirihlutinn verði þannig ósáttur við viðkomandi. Slíkur forseti yrði seint talinn sameiningartákn. Auk þess má rifja upp deilur um málskotsrétt forsetans, sem núorðið er óumdeilt að er fyrir hendi. Hins vegar er enga takmörkun að finna á beitingu þess valds í stjórnarskránni. Það hefur hingað til ekki valdið teljandi vandræðum, nema fyrir sitjandi stjórnvöld hverju sinni, en eftir umrót síðustu vikna borgar sig ekki að útiloka neitt. Fræðilega séð getur forsetinn skotið fjárlögum til þjóðaratkvæðis, hlutast til um utanríkisstefnu ríkisstjórna eða mögulega stjórnarathafnir framkvæmdavaldsins. Þegar Ólafur bauð sig fram árið 2012 varaði hann við þeirri óvissu sem endurskoðun stjórnarskrárinnar kynni að hafa í för með sér. Tillögur stjórnlagaráðs, hvað svo sem mönnum þykir um þær, taka á þessum vandræðum. Þar er gert ráð fyrir fleiri meðmælendum til að geta gefið kost á sér í kjöri til forseta, frambjóðendum skal raðað upp í forgangsröð og takmarkanir eru á tíma sem forseti getur setið í embætti. Ljóst er að hvar svo sem menn standa á hinu pólitíska litrófi þá er bráð nauðsyn á skjótri afgreiðslu á endurskoðun ýmissa ákvæða stjórnarskrárinnar. Eftir óteljandi fjölda nefnda og ráða hlýtur að vera hægt að klára eitthvað af því sem brýnast er að klára – eins og að skýra hlutverk forseta Íslands. Breytingar sem eru löngu tímabærar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl.